Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 51
Eins og við gjarn-an segjumhérna; við erum eins og önnur útgáfa af slökkviliði. Við er- um endalaust að elta það sem miður fer. Kvartanir sem berast til okkar lúta mikið að alla vega hreinsun sem þarf að sinna. Þetta geta verið allt frá glerbrotum, dósum og hundaskít upp í sprautunálar, manna- saur og ælur. Það er ekki aðeins bundið við umhverfi öldurhúsa heldur getur hver sem er lent í því að veikjast jafnvel á gönguleiðum í úthverfunum. Fólk er duglegt að láta okkur vita og við þökkum bara kærlega fyrir það,“ segir Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu sem sér meðal annars um miðbæinn. Það er margt sem þarf að huga að í þéttum byggðakjörnum svo sem Reykjavíkurborg. Í borginni eru tvær hverfastöðvar sem heyra undir rekstr- ar- og umhirðusvið en til þeirra koma borgarbúar ábendingum á framfæri er varða skemmdir á götum, gangstéttum og gangstígum, umferðarmerkjum, snjó- sköflum sem þarf að moka, veggjakroti og því sem virðist liggja okkur mest á hjarta; ábendingum um ýmiss konar sóðaskap. „Það fer mikið eftir tíðarfarinu hvers konar símtöl og tölvuskeyti berast til okkar. Núna erum við að elta uppi polla sem hafa víða verið stórir í rigning- unum.“ Kvartanir vegna hundaskíts detta reglulega inn á borð en fyrir nokkru var greint frá því að þó nokkuð margar kvartanir hefðu borist vegna hundaskíts í Þingholtunum en alla jafna segir Þorgrímur þetta dreifast nokkuð jafnt. „Þetta er afskaplega fjölbreytt og geta verið nokkrir tugir erinda á dag. Í morgun var haft samband því það vantaði undirgöng undir Sæbraut við Súð- arvog því nú liggur hjólastígurinn þar yfir og fólkið hrúgast upp og vill geta farið í undirgöng en það var því miður lítið sem við gátum gert í því. Af ný- liðnum erindum má þá nefna að ég fékk skeyti um að það væri gott að sjá fleiri höggmyndir eftir konur í borginni.“ Morgunblaðið/Heiddi „Af hverju eru ekki fleiri dúfur í Reykjavík?“ Þýskur maður hringdi og bað þjónustufulltrúa að finna út hvaða sýslumaður hefði gefið hann og konu hans saman fyrir 25 árum er þau voru á ferð um Ís- land. Þau hjónin voru að koma til landsins að halda upp á silfurbrúðkaupið og langaði að hafa sam- band við sýslumann- inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Góðan dag. Hve há er styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli?“ Úr þjón- ustuveri Reykja- víkur- borgar þessu tilviki að fara eftir því að selja ekki börnum undir 18 ára tóbak. Við munum vonandi seint hafa einn eftirlitsaðila til að passa hvern og einn sem á að fara að reglum. Heilbrigðiseft- irlitið hefur hins vegar rann- sóknaskyldu og sinnir öllum ábendingum. Eftirlitið hefur líka leiðbeiningaskyldu og fer tals- verður tími í að svara fyr- irspurnum almennings og aðila sem vilja hefja starfsleyf- isskyldan rekstur,“ seg- ir Árný. Samskipti okkar við borg-arbúa og fyrirtæki í borg-inni eru mikil en starfssvið Heilbrigðiseftirlitsins spannar mengunarvarnir, matvælaöryggi, hollustuhætti, umhverfisvöktun, hundaeftirlit og fleira,“ segir Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. „Svo er þetta með regluverk sem Heilbrigðseftirlit á að fram- fylgja en sumum þeirra sem eiga að fara eftir því finnst það algjör óþarfi fyrir sjálfa sig en alveg rakið fyrir alla hina að fara eftir því.“ Kvartanir sem stundum koma inn til Heilbrigðiseftirlits eru oft á misskilningi byggðar. Sem dæmi má taka þegar barni er selt tóbak úti í búð og fólk spyr hvar Heil- brigðiseftirlitið hafi eiginlega verið. „Hér er algengur mis- skilningur á ferð, það er rekstraraðilans og söluaðilans í HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR Hvítlaukslykt getur angrað Að sjálfsögðu berast mörggagnleg, skemmtileg enekki síður skrautleg erindi inn á borð fréttastjóra Morg- unblaðsins. Þessi litla saga hefur þótt njóta yfirburða hvað skemmt- anagildi varðar. Hinn gamalreyndi fréttastjóri Morgunblaðsins til ára- tuga, Sigtryggur Sigtryggsson, seg- ir svo frá: „Fréttastjórar Morgunblaðsins voru með baktvaktarsíma í eina tíð. Aðfaranótt laugardags, um hálf- þrjúleytið, var hringt í þennan síma og fréttastjórinn vaknaði upp með andfælum og heyrði strax glaum og hljóðfæraslátt í kringum þann sem var hinum megin á línunni. Maðurinn kynnti sig og hann sagði að hann væri staddur á Kringlukránni og vildi bara láta vita að menn á næsta borði væru að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Frétta- stjórinn þakkaði honum kærlega fyrir og sagðist ætla að skoða málið en var lengi að sofna aftur.“ BAKVAKTARSÍMINN HRINGDI UM MIÐJA NÓTT Ein lítil saga frá Morgunblaðinu Morgunblaðið/Golli 19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Hávaði frá skemmtistöðum og gisti- stöðum, til dæmis í íbúðarbyggð þar sem stórir bílar fara um íbúðargötur og gestir draga á eftir sér töskur um miðjar nætur. Ólykt til dæmis vegna skötu og hvít- lauksríks matar. Rusl á lóðum. Misjafnt er hvað fólk metur vera rusl. Ónæði af hundum sem og kvartanir vegna hunda sem haldnir eru í óleyfi svo sem í fjöleignarhúsum. Grunur um myglusvepp og fyr- irspurn fólks um að fá Heilbrigðiseft- irlitið til að skoða húsnæðið. Sá mis- skilningur er algengur að Heilbrigðiseftirlitið geti farið inn til hvers sem er, umráðamaður þarf að bjóða eftirlitinu inn eða að dóms- úrskurður sé fenginn. Ekki óalgengt að heyra fólk segja að Heilbrigðiseftirlitið hafi komið fyrir löngu í skoðun og séð eitt og annað að húsnæðinu en síðan hafi bara ekk- ert gerst. Málið er að umráðamenn og/eða eigendur íbúða eru ábyrgir fyr- ir umgengni um hana og viðhaldi. Dæmi um er- indi almenn- ings til Heil- brigðiseftirlits HVERFASTÖÐVARNAR Hálfgert slökkvilið þrifa Kvartanir vegna polla berast þessa dagana. ,,Ég hef borðað nokkrum sinnum á Hótel Borg og ég vil kvarta undan því að þar skuli ekkert útvarp vera, svo að maður geti hlustað á fréttirnar meðan maður er að borða.“ Alþýðublaðið, 1944. Það sem ég vil kvarta yfir, er þetta fáránlega nafn á nýju pop- hljómsveitinni: TRÚBROT! Ég hef nú aldrei vitað annað eins, og það er ábyggilegt að það er eitt- hvað meira í brotum í þessu fólki en bara trúin.“ Vikan, 1969. Ég brá mér í Hollywood 30. apríl sl. og ég verð að kvarta yfir hávaðanum í tónlistinni. Við fórum þarna nokkur saman og það var ekki nokkur leið að tala saman – nema að öskra hvert á annað.“ Dagblaðið, 1980. „Ég skil bara ekki hvað er hægt að ganga langt með leiðindaefni. Ég var að hugsa um að fá mér litasjónvarpstæki – en ég held ég sé alveg hætt við það vegna þess hve dag- skráin er léleg.“ Dagblaðið, 1981. „Ég vil kvarta undan drasli sem safnast hef- ur upp hér á KR-svæðinu í Vesturbænum. Þarna eru ónýt mörk, trönur, fiskinet og fleira.“ Morgunblaðið, 1988. INNSEND BRÉF TIL DAGBLAÐA Kvartanir frá fyrri tímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.