Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Blaðsíða 53
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Þingvallavatn, umhverfi þessog náttúra er undraverk semhvergi á sér samjöfnuð í ver-
öldinni, segir Jóhannes Sturlaugs-
son líffræðingur, sem hefur í nærri
tvo áratugi stundað umfangsmiklar
rannsóknir á urriða í vatninu.
„Á enga lífveru vatnsins er hallað
þótt stórurriðinn sé nefndur með
lotningu konungur þeirra krist-
altæru undirdjúpa,“ segir Jóhannes
við Morgunblaðið.
Hrygningartímabil urriðans
stendur nú sem hæst. „Allir þeir
sem vettlingi geta valdið og eru
kynþroska eru mættir til að
hrygna: til að njóta ásta og skila
sínu til framtíðar, en í Öxará á sér
stað langmesta nýliðunin þó fisk-
urinn hrygni líka blessunarlega á
öðrum stöðum við vatnið.“
Fjöldi ferðamanna á svæðinu er
gríðarlegur og Jóhannes vill vekja
athygli á því að umgangast beri
urriðann, eitt af djásnum íslenskrar
náttúru, af virðingu. „Það eru for-
réttindi að geta fylgst með konungi
íslenskra ferskvatnsfiska í jafn
miklu návígi og fólki stendur til
boða, bæði að veiða þar sem það
má og ekki síður að geta fylgst
með honum á hrygningarstöðv-
unum við Öxará.“ Leggur hann
áherslu á að fólk haldi sig á merkt-
um gönguleiðum en fari alls ekki
niður að árbakkanum, hvað þá að
sulla í vatninu, sem er reyndar
bannað á hrygningartíma urriðans.
„Það er líka óþarfi vegna þess að
hvergi er hægt að fylgjast betur
með en af göngubrúm. Þá er fisk-
urinn nánast við fætur manns.“
Jóhannes býður nú fólki að taka
urriða „í fóstur“, því gefst tækifæri
til að styrkja rannsóknir fyrir-
tækis, hans Laxfiska, til dæmis
með því að kosta merkingu eins
fisks. Nánar um þetta á heimasíð-
unni www.laxfiskar.is.
Í dag er árleg urriðaganga Jó-
hannesar og hefst hún kl. 14.00 á
bílastæðinu þar sem Valhöll stóð
áður. Allir eru velkomnir að fræð-
ast af Jóhannesi um urriðann.
Stemningin á Þingvöllum er rómantísk um þessar mundir, en því fylgir reyndar að hængarnir eiga í töluverðum slagsmálum þegar þeir berjast um hrygnurnar.
Morgunblaðið/Golli
Forréttindi að geta fylgst með
konungi ferskvatnsfiska í návígi
JÖRFAGLEÐI ER NÚ HJÁ URRIÐANUM Í ÞINGVALLAVATNI:
HRYGNINGARTÍMINN STENDUR SEM HÆST. EKKI ER LANGT
SÍÐAN MEST VAR RÆTT UM ÞENNAN KONUNG ÍSLENSKRA
FERSVATNSFISKA Í ÞÁTÍÐ EN NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR.