Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.10.2014, Page 39
19.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Upphaf Facebook er engin skemmtisaga.Við félagarnir sátum við tölvuna okkar ogforrituðum í sex ár. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Símsvarar hafa aldrei náð neinni fótfestu hér á landi. Árið 1983 auglýsti Simco-símafyrirtækið mikið í Morgunblaðinu símsvarann Ronex til sölu undir yfirskriftinni „kauplaus starfs- maður“. Var símsvarinn sagður nauðsynlegur starfsmaður hjá öllum minni fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og einstaklingum. Virkni símsvarans var einföld. Hann gat tekið niður skilaboð þegar það hringdi út. Þrátt fyrir einfaldleikann var hann sagður hannaður með nýjustu tækni í huga og bjóða upp á fjölmarga kosti sem eldri gerðir símsvara buðu ekki upp á. Hann vó heil 2,7 kíló og fylgdu tvær míní- kassettur með. Þá var hann samþykktur af Pósti og síma og þurfti ekki að borga af honum nein rekstrar- eða leyfisgjöld. Símsvarinn virðist ekki hafa hitt í mark hjá Ís- lendingum því hann var ekkert auglýstur árið eftir. Hann birtist í raun ekki aftur á síðum Morgunblaðsins fyrr en 1989 þegar hann var auglýstur til sölu í smáauglýsingum. Þar var hann auglýstur sem lítið notaður. GAMLA GRÆJAN Ronex- símsvari Ronex-símsvarinn sem auglýstur var á síðum Morgunblaðsins 1983. Jean Armour Polly, rithöfundur og netfrumkvöðull, var sú fyrsta sem notaði frasann „Surfing the Int- ernet“, sem hefur verið þýddur á íslensku sörfa á netinu og þýðir samkvæmt orða- bók Snöru: „Vafra um á netinu, þ.e. flakka á milli vef- síðna.“ Polly skrifaði grein árið 1992 sem birtist í blaði Minnesota- háskólans og var fyrirsögnin Surfing the Internet. Þetta sama ár hafði vefsíðum fjölgað mikið og var fyrri netbólan að hefja sig til flugs. Milljónasta vef- síðan hafði verið skráð þetta sama ár og Polly var mikill áhugamaður um þessa nýju þróun. Ári áður hafði hún stofnað vef- síðuna netmom.com og er sú síða enn í full- um gangi. Er netmom meira að segja orðin skrásett vöru- merki. Á síðunni sinni segir Polly frá því hvernig titillinn kom til. „Ég vildi hafa fyrirsögnina þannig að hún myndi lýsa hvað það væri gam- an að vafra um þennan ókannaða heim. Músamottan mín á þessum tíma var með mynd af brimbretta- kappa að bruna eftir stórri öldu með bros á vör. Þegar ég var búin að prófa margar fyrirsagnir horfði ég á manninn á músamottunni og fékk hugljómun.“ TÖFF TÆKNISTAÐREYND Sörfið kom frá rithöfundi Jean Armour Polly Bandaríkjaher hefur undanfarin tvö ár verið með ómannaða geimflaug, sem nefnist X-37B, á braut um jörðu. Enginn veit af hverju flauginni var skotið á loft og enginn virðist vita hver tilgangur ferðarinnar var en hún er sögð hafa lent á Vandenberg-herflugvellinum í vik- unni. „Þetta verkefni er hernaðarleyndarmál – svo ein- falt er það,“ sagði Chris Hoyler, ofursti og talsmaður bandaríska flughersins, við AFP-fréttastofuna í vikunni. X-37B-flaugin er ómannað geimfar sem getur flogið um sporbaug og lent án þess að mannshöndin komi nokkuð þar nálægt. Hún er þannig nýjasta nýtt þegar kemur að sjálfstýringu á flugvélum og vonast Boeing, sem smíðaði X-37B-flaugina, til að geta nýtt sér upplýs- ingar frá tölvum flaugarinnar til að smíða næstu kynslóð af flugvélum. Á heimasíðu Boeing stendur að hún sé gerð í þeim til- gangi að athuga hvort hægt sé að endurvinna geimrusl sem svífur um himinhvolfin í tonnavís. En eins og með svo mörg hernaðarleyndarmál í Bandaríkjunum hafa samsæriskenningar verið á lofti bæði í blaðaskrifum og á netinu. Þar geta menn sér til um af hverju Bandaríkjaher sendi flaugina af stað, hvort hún sé í raun og veru ekkert nema háþróað vopn eða nýj- asta nýtt í njósnaheiminum og geti njósnað um Norður- Kóreu og Rússland. Fleiri skemmtilegar kenningar hafa einnig verið á lofti, sumar skemmtilegri en aðrar. HIN DULARFULLA X-37B-VÉL KOMIN AFTUR TIL JARÐAR Eitt er víst. X-37B-flaugin fór af stað fyrir tveimur árum og lenti í vikunni. Annað fær almenningur ekki að vita. AFP Samsæriskenn- ingar á lofti Mophie Juice Pack Air Hleðsluhulstur fyrir iPhone 5 og 5s Létt hulstur sem ver símann þinn vel gegn höggum og orkuleysi. Verð12.990.- Kreafunk Bluetooth hátalarar. Dönsk hágæða framleiðsla. Nokkrir litir, Koma í fallegum viðarkössum, tilvalin tækifærisgjöf. Verð frá12.990.- Libratone ZIPP Léttur og einfaldur hátalari með innbyggðri rafhlöðu. AirPlay og PlayDirect tækni til að spila þráðlaust, jafnvel án WiFi nets. Verð84.990.- Tracks Air Þráðlaus hágæða heyrnartól, sem einnig er hægt að nota með snúru. 3 litir Verð 39.990.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.