Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 29
ólfsdóttur konu hans, tókst góð vinátta. Reynir hvatti þau hjónin til að kaupa jörðina og húsin, eins og gekk eftir. „Reynir var mjög áfram um þetta. Að ganga frá kaupunum var langt ferli sem hann fylgdist vel með. Gengið var frá þeim 1998 en málið ekki leitt til lykta fyrr en haustið árið 2000. Þá var gengið endanlega frá samningum um erfðaskrá sem Reynir undirritaði og lést svo næsta dag,“ segir Stef- án, en það var árið 2004 sem þau Stefán og Sigríður fluttu í Fljóts- hlíðina. Þá höfðu þau reist sér nýtt og glæsilegt íbúðarhús. Það hús er spölkorn frá gamla bænum, sem þau hjónin hafa nú lagt til fyrirhugaðrar sjálfseignarstofn- unar. Sóleyjar urðu skrúðgarður Og nú er endurreisnin hafin. Nýlega fékkst 10 milljón króna framlag frá forsætisráðuneytinu til framkvæmda sem hófust í síð- ustu viku. Þar er að verki völund- urinn Hjálmar Ólafsson sveit- arsmiður í Fljótshlíðinni. Mikið verk er fyrir höndum en þegar því lýkur stendur til að á staðnum verði sýning um sögu bæjarins, ís- lenska málaralist sem staðnum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Fleira mætti þá tiltaka. „Guðbjörg í Múlakoti var braut- ryðjandi. Ung fékk hún áhuga á ræktun og blómum. Gerði sér að leik að tína fífla og sóleyjar og skreyta með þeim. Blómin sölnuðu að kvöldi en lifðu lengur ef stúlk- an setti þau í vatn. Þannig kvikn- aði áhugi hennar á ræktun sem hún fór að fikra sig áfram með. Fyrstu trén setti hún niður árið 1897, það er árið áður en hafist var handa um byggingu hússins sem kom í stað eldri bygginga sem féllu í Suðurlandsskjálftunum 1896. Þetta ræktunarstarf Guð- bjargar varð svo fyrsti vísirinn að lystigarðinum í Múlakoti sem orð fór af enda átti hann sér fáar hlið- stæður,“ segir Sigríður Hjartar sem er lyfjafræðingur að mennt og starfaði lengi sem slík. Seinna bætti hún við sig BA-gráðu í sagn- fræði og skrifaði lokaritgerð sína um Múlakot, staðinn og mannlíf þar. Segir að grúsk í sögu stað- arins hafi leitt margt forvitnilegt í ljós. „Já, áður en Markarfljótsbrúin gamla var reist árið 1933 þótti einna best að fara yfir fljótið hér fram af bænum. Túbal Karl Magn- ússon bóndi hér þótti slyngur vatnamaður og tók oft að sér að fylgja fólki yfir fljótið. Þessi gestagangur leiddi með öðru af sér bæði beint og óbeint að hér var stofnað eitt fyrsta gistihús í sveit á Íslandi sem var fjölsótt. Þar get ég nefnt að árið 1926 var sett í lög að á gistihúsum skyldu vera gestabækur og sumarið 1928 skrifuðu 1.850 manns sig í bæk- urnar hér,“ segir Sigríður þegar hún sýndi Morgunblaðinu staðinn í vikunni. Skógurinn dafnar Þegar þau Stefán tóku við gamla húsinu í Múlakoti voru flestir innanstokksmunir þar enn svo sem leirtauið og búsáhöld sem eru á borðum og í skápum. Hús- gögn eru á sínum stað og svo mætti áfram telja. „Já og allskonar minniskompur hef ég fundið og í gegnum þær og raunar allt hér hef ég farið með augum sagnfræðingsins. Úr gesta- bókum hér má í raun lesa sögu gistihússins sem var rekið til árs- ins 1982. Og alveg fram undir það gekk Reykjavíkurrútan hingað inn eftir. Þessi staður var á svo marg- an hátt miðdepill og menning- arsetur og því viljum við halda á lofti. Þetta mun þó allt taka sinn tíma,“ segir Sigríður sem um ára- bil var formaður Garðyrkjufélags Íslands. Áhugi á ræktun hvers konar gengur raunar eins og rauð- ur þráður í gegnum allt hennar líf starf og í Múlakotslandi hafa þau Stefán gróðursett alls 80 þúsund skógarplöntur sem dafna vel. Friðlýst Lítill og snotur skáli í Múlakotsgarðinum sem yfirleitt er kallaður Lystihúsið. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Málstofan næsta laugardag hefst kl. 14 með skoðunarferð um Múlakotsbæinn. Klukkustund síðar verður safnast saman að Goðalandi þar sem Sverrir Magnússon fram- kvæmdastjóri Skógasafns undir Eyjafjöllum ræðir aðkomu safnsins að verkefninu. Þá rekur Sigríður Hjartar sögu staðarins. Aðrir munu svo segja frá varðveislu, byggingum stað- arins, skrúðgarðinum, listamönnunum á staðnum og fleira slíku. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, fjallar um aðkomu sveitarfélagsins að þessu verk- efni. Fleiri leggja orð í belg á málstofunni sem Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, stjórnar. Segja frá garði, listinni og byggingum staðarins GOÐALAND Í FLJÓTSHLÍÐ Á LAUGARDAGINN Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Lau- gardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMH- LIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. STERKAR OG GLÆSILEGAR ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. BE TR IS TO FA N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.