Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 94
94 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Guðbjörg Andrésdóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari og ljós-móðir, hætti störfum 2009, en hún er þó ekki hætt aðkenna. „Nú er ég að kenna það sem mér finnst skemmti- legast og það eru hannyrðir eða baldýring á þjóðbúninga. Ég er að kenna þetta í Annríki – þjóðbúningar og skart, sem er í Hafn- arfirði.“ Annríki er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. Þar er Guðbjörg með átta vikna nám- skeið og kennt er einu sinni í viku. Guðbjörg er því með tvö til þrjú námskeið á önn. Baldýring er útsaumsgerð þar sem saumað er með gull-, silfur- eða silkiþráðum. Mynstur er saumað á flauel og það síðan sett á búninginn. „Þetta er dásamleg vinna en vandasöm. Það er miklu meira um það að ungar konur séu að sauma og það er stöðugt að aukast.“ Guðbjörg kenndi hjúkrun í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í 30 ár auk þess að hafa alltaf unnið meira og minna við hjúkr- unarstörf og sem ljósmóðir. „Maður varð að halda sér við í þess- um störfum til að geta kennt þau.“ Eiginmaður Guðbjargar er dr.jur. Gunnar Jónsson og eiga þau tvö börn, Höllu og Árna, og sjö barnabörn. Guðbjörg verður með sinni nánustu fjölskyldu í dag en ætlar að halda afmælisveislu á laugardaginn. Guðbjörg Andrésdóttir er sjötug í dag Í fullum skrúða Guðbjörg ásamt börnum sínum, Höllu og Árna. Kennir baldýringu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Dísa María Sig- þórsdóttir og Eyja Rós Sigþórsdóttir á Akranesi héldu tombólu og söfn- uðu 2.223 krónum fyrir Rauða kross- inn. Hlutavelta G eir Óttar fæddist í Reykjavík 6.11. 1954: „Ég átti frábæra æsku í Skaftahlíðinni. Fyrstu árin sem ég man eftir mér þar voru kartöflu- og kálgarðar í allri Kringlumýrinni með kartöfluskýlum og litlum sum- arhúsum. Síðan kom öllu þessi upp- bygging í Bólstaðarhlíðinni, Álfta- mýrinni og í Háaleitishverfinu, að ógleymdri Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut í núverandi mynd. Þarna í Skaftahlíðinni var fjöld- inn allur af krökkum og sum þeirra eru enn góðir vinir mínir. Fallin spýta var vinsælasti hópleikurinn. Svo var hefðbundinn rígur milli hverfa og stundum sló í bardaga. Ég fékk að fara með í veiðitúra austur að Hvítá og í einum túrnum hóf pabbi að leggja rafmagn í bæ- inn þar sem alltaf var komið við. Geir Óttar Geirsson leikmyndahönnuður 60 ára Glaðvær fjölskylda Geir Óttar með eiginkonunni, Margréti Harðardóttur, og börnunum, Gylfa Má og Hildi Elínu. Að hanna sögusviðið Pylsupartí Geir Óttar og dóttursynirnir, Stefán Breki og Finnur Kári. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. MÚSIKEGGIÐ tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það. Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og harðsoðin: „Final Countdown“ Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja Bráðnauðsynlegt fyrir tónlistarunnendur og þá sem vilja hafa eggin sín rétt soðin. Músikeggin (EggStream) er samstarfsverkefni þýska hönnunarteymisins „Brain Stream“ Verð aðeins 5.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.