Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 102

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Da Pace Requiescam er yfirskrift tónleika kvennakórsins Vox fem- inae í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20.30. Guðný Einarsdóttir leik- ur á píanó og orgel og Victoria Tsarevskaia leikur á selló, en stjórnandi er Margrét J. Pálma- dóttir. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að Vox feminae heldur ár- lega tónleika í kringum Allra sálna messu. Að þessu sinni mun kórinn flytja trúarlega tónlist eftir mörg af þekktustu tónskáldum tónlistarsögunnar, svo sem Bach, Mozart, Schubert, Eccard og fleiri. Stærsta verk tónleikanna er flutn- ingur á messu op. 187 eftir Josef Gabriel Rheinberger. Þessi messa var samin árið 1897 og er ein af þremur messum sem hann samdi fyrir kvenraddir og orgel. „Allra sálna messa er helguð minningu látinna. Efnisskrá tónleikanna ber þess merki og því er tilvalið að koma og hlýða á fagra tóna, kveikja á minningarkerti og minn- ast látinna ástvina,“ segir í til- kynningu. Miðaverð er 2,000 krónur, en miðar fást í síma 863 4404, hjá kórfélögum og við innganginn. Víðförull Vox feminae á tónleikum í Notre Dame þegar kórinn fór í tón- leikarferð til Frakklands, en tónleikar kvöldsins eru í Fella- og Hólakirkju. Kórinn Vox feminae syngur í minningu látinna Þetta er viðamikið rit, losar400 bls. í stóru broti. Ekkihefur áður verið fjallað umlífríki landsins í heild með svo markvissum hætti svo mér sé kunnugt. Meginmál bókarinnar skiptist í sex kafla og heiti þeirra lýsa efnistökunum: Eyjan Ísland á jaðri norðurhjara, Saga lands og lífríkis, Lífríki sjávar, Lífríki ferskvatns, Líf- ríki þurrlendis, Staða íslenska lífrík- isins. Í bókarlok eru skrár um tilvís- anir, heimildir, atriðisorð og sérheiti og latínuheiti. Ótal myndir prýða bókina og hefur Snorri tekið þær flestar sjálfur af hugkvæmni og list- fengi. Fjöldi skýringarmynda er í rit- inu, bæði skífurit, kort sem sýna út- breiðslu lífvera, hitastig o.fl, línurit og gröf, súlurit og töflur, skýring- armyndir af ýmsu tagi; að sönnu hefðu sum kortin mátt vera stærri. Margvíslegir fróðleiksmolar eru í rastagreinum. Allt styður þetta meg- inmál bókarinnar. Augsýnilega hefur verið nostrað við allt útlit og frágang bókarinnar, hún er einkar fallegur prentgripur. Snorri byrjar á að lýsa aðstæðum á landinu, legu þess og sérstöðu og hvernig náttúran hefur þróast í tím- ans rás sem og lífríkið. Allt er þetta skipulega upp sett og töflur til skýr- ingar, t.d. á hugtökum, fjallað um lofthita, hafstrauma, berggrunn og eldvirkni, jarðveg og gróðurfar svo nokkuð sé nefnt. Hér er fjallað um hvernig dýr og jurtir hafa borist til landsins allt til nútíma og sérstaklega gerð grein fyrir lífríkinu í Surtsey í því sambandi. Loks er sérstaða lífrík- isins rakin. Því næst víkur Snorri að ein- stökum vistkerfum. Hér skal tekið dæmi af sjónum. Undirkaflar bera eftirfarandi heiti: Sjórinn sem bú- svæði, Uppsjór, Sjávarbotn, Land- grunn, Botndýr, Nytjategundir hryggleysingja, Botnfiskar, Þorskur, Nýting sjávarafla, Sjávarspendýr, Sjófuglar. Hér er m.a. fjallað um salt sjávar, birtu, lagskiptingu hafsins, uppbyggingu lífverusamfélaga og fæðuhætti. Síðan er fjallað um lífver- urnar, hvar þær halda sig í sjónum, allt frá yfirborði niður á botn, samspil þeirra og hætti, fæðuöflun og nytjar einstakra stofna. Hér er fjaran með og það fjölbreytta lífríki sem þar er, á mörkum lands og sjávar. Í rasta- greinum er fjallað um fyrirbæri eins og mjólkursjó, um upphaf vorblóm- ans, um dægur- og árstíðarfar dýra- svifs, um rauðátu, um margæs, sand- rækju og dýrasamfélög á flotþangi, kóralþörunga og kóralþörungabotn, stofngerð þorsks. Kaflanum fylgja ótal kort, skýringarmyndir, töflur, gröf og teikningar. Hér eru miklar upplýsingar og forvitnilegar, t.d. að 12 tegundir hvala við landið éta ár- lega rúmlega tvær milljónir tonna af fiski, í einum fjörupolli á Seltjarn- arnesi fundust 70 tegundir af krabba- flóm, að humarinn grefur nokkuð flókin göng í sjávarbotn, líklega til að fela sig fyrir rándýrum. Svona mætti áfram rekja og hér kemur land- krabbanum margt á óvart. Með hlið- stæðum hætti er síðan fjallað um líf- ríki ferskvatns og þurrlendis; kaflar um Mývatn og Þingvallavatn áber- andi í ferskvatnshlutanum. Skemmst frá að segja er þessi bók mikið elju- og afreksverk; heim- ildaskráin ber því glögglega vitni, hún er í þrídálki á 14 bls. Hér er fjallað um náttúru landsins og lífríki af mikilli þekkingu og virðingu á af- skaplega lesvænan hátt. Þetta er brautryðjendaverk sem er sérstök ánægja að lesa. Fræðimenn í öðrum básum gætu tekið þetta rit sér til fyr- irmyndar, en því miður fer nú breikk- andi gjáin milli fræðimanna og al- mennings, kannski vegna þess að flest tímarit eru nú ritrýnd til þess að greinar þar stuðli að framgangi höf- undar í fræðasamfélaginu. Fram- setning efnis verður þá stundum lítt við alþýðu skap. En fyrir hverja er svona bók? All- an almenning, leyfi ég mér að segja. Hún er fyrir þá sem njóta náttúrunn- ar og vilja vita meira en augað sér. Snorra er einkar vel lagið að útskýra flókna hluti með einföldu orðalagi; nefni t.d. kenningar um vetursetu eða ördeyðu (52-56) á ísöld og skil- greiningar á gróðurlendum (248- 256). Stíll hans er hvergi upphafinn, en flýtur fram sléttur og felldur. Kaflinn um dýraríki þurrlendisins er hreinn yndislestur frá upphafi til enda og stórfróðlegur; ekki hafði ég hugmynd um að hér lifðu 90 tegundir kóngulóa! Nú veit ég að kúluskít- urinn í Mývatni var alls enginn skít- ur. Og víst kom mér á óvart að ein- ungis 20% af því ferskvatni sem til sjávar fellur koma úr jöklum landsins sem er álíka mikið og hlutur lind- arvatnsins. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um stöðu íslenska lífríkisins, en það er viðkvæmt. Loftslagsbreytingar eru yfirvofandi ef þær eru þá ekki hafnar. Lífbreytileiki er á undanhaldi í heim- inum, einsleitni fer vaxandi. Menn hafa raskað búsvæðum jurta og dýra og ógn getur stafað af næring- arefnamengun; um 400 dauðasvæði í sjó hafa verið skráð, mörg undan ströndum í okkar heimshluta. Hér er nærtækt að nefna umræðu um ágengni framandi tegunda, hér á landi skiptast menn í flokka með og á móti lúpínu og skógarkerfli. Hafið fer hlýnandi og súrnandi með óvissum afleiðingum. Ferskvatnið okkar er auðlind, en Íslendingar hafa til um- ráða meira af óspilltu vatni á íbúa en nokkur önnur þjóð í heimi. Óvarleg meðferð efna getur spillt vatns- lindum á augabragði. Hér er sérstök grein gerð fyrir breytingum á Þing- vallavatni. Það hefur hlýnað, nítrat aukist sem og plöntusvif, birtan nær nú skemmra ofan í vatnið en var fyrir áratugum. Hlýnun vatna hefur marg- vísleg áhrif eins og Snorri sýnir dæmi um í fjölda veiddra laxa (340). Búseta mannsins hefur haft mest áhrif á vist- kerfi þurrlendis, en yfirleitt má segja að gróðri hafi farið fram sl. tvo ára- tugi eða svo. Hlýnunin hefur haft mest áhrif á fuglalíf. Hér skal ein- ungis minnt á lundann í Vest- mannaeyjum og landnám nýrra teg- unda. Það fer vel á því að bókinni sé lok- að með umræðu um náttúruvernd. Snorri skilgreinir margvísleg viðföng verndunar og með hvaða hætti menn skipuleggja hana. Það er munur á verndun í þjóðgarði eða í friðlandi. Hér er fjallað um svæðavernd, teg- undavernd og starfsemi þjóðgarða. Þessi bók er einkar gott framlag til þeirrar umræðu sem hér á að fara fram um náttúruna og lífríkið. Nátt- úran er þá og því aðeins auðlind til frambúðar ef hún er nýtt með sjálf- bærum hætti. Menn deila um rammaáætlun, um veg í Gálgahrauni, virkjanir í Þjórsá og framundan eru vafalaust deilur um veg yfir Sprengi- sand og lagningu háspennulínu yfir hálendið. Þeir sem lesa þessa bók eru vel nestaðir í slíka umræðu. Lífríki Íslands: Öndvegisverk! Morgunblaðið/Þórður Við alþýðuskap „Þessi bók er einkar gott framlag til þeirrar umræðu sem hér á að fara fram um náttúruna og líf- ríkið,“ segir rýnir um bók Snorra Baldurssonar um lífríki Íslands. Fræði Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar bbbbb Eftir Snorra Baldursson. Forlagið/Opna, 2014. 407 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Í kvöld loga ljósin til miðnættis í DÚKA Kringlunni! 20% afsláttur af öllum vörum – já öllum vörum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.