Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 100
100 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið/Árni Sæberg Yljandi Hljómsveitin Ylja yljaði áheyrendum með ljúfum tónum. Notalegt Júníus Meyvant lék fyrir breiðan aldurshóp, eins og sjá má. Skrásett Eldri gestir fylgdust með flutningnum á meðan yngri gestir voru önnum kafnir við að skrásetja hann með ljósmyndum. » Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant og hljóm-sveitin Ylja héldu tónleika á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í gærmorgun. Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriðja breiðskífa hljómsveit- arinnar Valdimars kom út fyrir skömmu og ber hún titilinn Batn- ar útsýnið. „Þetta er svolítið lýs- andi fyrir tilfinn- inguna sem við vorum að sækj- ast eftir í laga- smíðunum og í textunum, það þarf að rýma til til að sjá betur heildarmyndina. Textarnir eru dálítið þannig, það er verið að hreinsa út úr hausn- um,“ segir Valdimar Guðmunds- son, söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar, spurður að því hvort í titlinum megi finna kjarna plötunnar. Valdimar segir hljóm- sveitina hafa verið á svipuðum nótum áður. „Þetta er nokkuð sem við leitum svolítið í þegar við er- um að semja texta,“ segir hann. Öll lög og textar plötunnar eru eftir Valdimar og Ásgeir Að- alsteinsson, gítarleikara sveit- arinnar, fyrir utan eitt lag, „Eft- irspil“, sem er eftir hljómsveitina alla. Enskan passaði betur Á plötunni má finna eitt lag á ensku, „This time“, sem Sóley Stefánsdóttir syngur í og er það fyrsta lag hljómsveitarinnar með enskum texta. „Við sömdum lagið og ákváðum að prófa að gera enskan texta við það og erum bún- ir að gera enska texta við einhver lög sem eru á íslensku á plötunni. Við sömdum enska textann fyrst við þetta lag og sungum það inn með Sóleyju. Við ætluðum alltaf að gera íslenskan texta líka en fannst það einhvern veginn ekki passa, best væri að hafa hann á ensku. Við ákváðum því að hafa eitt enskt lag á plötunni,“ segir Valdimar. Spurður hvort tilgang- urinn sé ekki líka sá að stíla inn á erlendan markað segir Valdimar að það sé upprunalega pælingin með því að gera enskar útgáfur af lögum sveitarinnar, þ.e. að herja á erlenda markaði. – Þið hafið spilað eitthvað er- lendis, ekki satt? „Jú, við höfum tekið einn túr og erum að fara að taka annan eftir áramót. Við erum ekki eitt af þessum duglegustu böndum sem túra marga mánuði á ári en erum að reyna að bæta úr því, erum farnir að huga að því að koma okkur meira út.“ Raftónlistarpælingar – Hafa orðið einhverjar breyt- ingar á lagaútsetningum? „Þetta er kannski ekki alveg jafnstórt allt saman og það var á síðustu plötu t.d. Þetta er vissu- lega stórt á köflum en ekki eins pakkað af hljóðfærum og alls kon- ar dótaríi. Við erum að vinna svo- lítið með kassagítar, akústískan gítar, og það er nokkuð sem við höfum ekki gert áður og svo erum við aðeins meira farnir í elektró- níkina en áður, farnir að sökkva okkur meira í þær pælingar, hljóð- gervla og elektrónískar pælingar,“ segir Valdimar. Valdimar mun halda þrenna tónleika á Iceland Airwaves, þá fyrstu á hliðardagskrá hátíð- arinnar í kvöld kl. 19.15 á Slipp- barnum, næstu aðfararnótt föstu- dags kl. 0.20 og þá þriðju á hliðardagskránni á Laundromat kaffihúsinu á laugardaginn kl. 16. „Svo spilum við í Keflavík milli jóla og nýárs og líka á Akureyri. Við erum að spá í að bíða með út- gáfutónleika fram yfir áramót, það er ekki komin dagsetning á það en „stay tuned“,“ segir Valdimar. Það sé gott að leyfa plötunni að malla fram að útgáfutónleikum þannig að fólk kannist við lögin. Ljósmynd/Spessi Valdimar Hljómsveitin Valdimar, frá vinstri þeir Kristinn Evertsson, Þorvaldur Halldórsson, Guðlaugur Már Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Valdimar Guðmundsson og Högni Þorsteinsson. Hreinsað út úr hausnum  Batnar útsýnið er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Valdimars  Kassagítar í fyrsta sinn og eitt lag á ensku Megas og Grísalappalísa halda tónleika saman á Iceland Airwaves í kvöld kl. 23 í Gamla bíói og verður það í fyrsta sinn sem Megas kemur fram á há- tíðinni. Grísalappalísa mun halda fleiri tónleika á Airwaves, án Megasar. Hún leikur á Gauknum á laugardaginn kl. 23.30 og heldur einnig tvenna tónleika sem eru á hliðardagskrá hátíðarinnar (e. off-venue). Þeir fyrri verða á kaffihúsinu Laundromat á morgun kl. 13 og þeir seinni á laug- ardaginn kl. 17.45 á Slippbarnum. Hressir Megas og Gunnar, söngvari Grísalappalísu, saman á tónleikum. Fyrstu tónleikar Megasar á Airwaves Ljósmynd/Magnús Andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.