Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 100
100
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yljandi Hljómsveitin Ylja yljaði áheyrendum með ljúfum tónum.
Notalegt Júníus Meyvant lék fyrir breiðan aldurshóp, eins og sjá má.
Skrásett Eldri gestir fylgdust með flutningnum á meðan yngri gestir voru
önnum kafnir við að skrásetja hann með ljósmyndum.
» Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant og hljóm-sveitin Ylja héldu tónleika á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund í gærmorgun. Tónleikarnir
voru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þriðja breiðskífa hljómsveit-
arinnar Valdimars kom út fyrir
skömmu og ber hún titilinn Batn-
ar útsýnið. „Þetta er svolítið lýs-
andi fyrir tilfinn-
inguna sem við
vorum að sækj-
ast eftir í laga-
smíðunum og í
textunum, það
þarf að rýma til
til að sjá betur heildarmyndina.
Textarnir eru dálítið þannig, það
er verið að hreinsa út úr hausn-
um,“ segir Valdimar Guðmunds-
son, söngvari og básúnuleikari
hljómsveitarinnar, spurður að því
hvort í titlinum megi finna kjarna
plötunnar. Valdimar segir hljóm-
sveitina hafa verið á svipuðum
nótum áður. „Þetta er nokkuð sem
við leitum svolítið í þegar við er-
um að semja texta,“ segir hann.
Öll lög og textar plötunnar eru
eftir Valdimar og Ásgeir Að-
alsteinsson, gítarleikara sveit-
arinnar, fyrir utan eitt lag, „Eft-
irspil“, sem er eftir hljómsveitina
alla.
Enskan passaði betur
Á plötunni má finna eitt lag á
ensku, „This time“, sem Sóley
Stefánsdóttir syngur í og er það
fyrsta lag hljómsveitarinnar með
enskum texta. „Við sömdum lagið
og ákváðum að prófa að gera
enskan texta við það og erum bún-
ir að gera enska texta við einhver
lög sem eru á íslensku á plötunni.
Við sömdum enska textann fyrst
við þetta lag og sungum það inn
með Sóleyju. Við ætluðum alltaf
að gera íslenskan texta líka en
fannst það einhvern veginn ekki
passa, best væri að hafa hann á
ensku. Við ákváðum því að hafa
eitt enskt lag á plötunni,“ segir
Valdimar. Spurður hvort tilgang-
urinn sé ekki líka sá að stíla inn á
erlendan markað segir Valdimar
að það sé upprunalega pælingin
með því að gera enskar útgáfur af
lögum sveitarinnar, þ.e. að herja á
erlenda markaði.
– Þið hafið spilað eitthvað er-
lendis, ekki satt?
„Jú, við höfum tekið einn túr og
erum að fara að taka annan eftir
áramót. Við erum ekki eitt af
þessum duglegustu böndum sem
túra marga mánuði á ári en erum
að reyna að bæta úr því, erum
farnir að huga að því að koma
okkur meira út.“
Raftónlistarpælingar
– Hafa orðið einhverjar breyt-
ingar á lagaútsetningum?
„Þetta er kannski ekki alveg
jafnstórt allt saman og það var á
síðustu plötu t.d. Þetta er vissu-
lega stórt á köflum en ekki eins
pakkað af hljóðfærum og alls kon-
ar dótaríi. Við erum að vinna svo-
lítið með kassagítar, akústískan
gítar, og það er nokkuð sem við
höfum ekki gert áður og svo erum
við aðeins meira farnir í elektró-
níkina en áður, farnir að sökkva
okkur meira í þær pælingar, hljóð-
gervla og elektrónískar pælingar,“
segir Valdimar.
Valdimar mun halda þrenna
tónleika á Iceland Airwaves, þá
fyrstu á hliðardagskrá hátíð-
arinnar í kvöld kl. 19.15 á Slipp-
barnum, næstu aðfararnótt föstu-
dags kl. 0.20 og þá þriðju á
hliðardagskránni á Laundromat
kaffihúsinu á laugardaginn kl. 16.
„Svo spilum við í Keflavík milli
jóla og nýárs og líka á Akureyri.
Við erum að spá í að bíða með út-
gáfutónleika fram yfir áramót, það
er ekki komin dagsetning á það en
„stay tuned“,“ segir Valdimar. Það
sé gott að leyfa plötunni að malla
fram að útgáfutónleikum þannig
að fólk kannist við lögin.
Ljósmynd/Spessi
Valdimar Hljómsveitin Valdimar, frá vinstri þeir Kristinn Evertsson, Þorvaldur Halldórsson, Guðlaugur Már
Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Valdimar Guðmundsson og Högni Þorsteinsson.
Hreinsað út úr hausnum
Batnar útsýnið er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar
Valdimars Kassagítar í fyrsta sinn og eitt lag á ensku
Megas og Grísalappalísa halda tónleika saman á Iceland Airwaves í kvöld
kl. 23 í Gamla bíói og verður það í fyrsta sinn sem Megas kemur fram á há-
tíðinni. Grísalappalísa mun halda fleiri tónleika á Airwaves, án Megasar.
Hún leikur á Gauknum á laugardaginn kl. 23.30 og heldur einnig tvenna
tónleika sem eru á hliðardagskrá hátíðarinnar (e. off-venue). Þeir fyrri
verða á kaffihúsinu Laundromat á morgun kl. 13 og þeir seinni á laug-
ardaginn kl. 17.45 á Slippbarnum.
Hressir Megas og Gunnar, söngvari Grísalappalísu, saman á tónleikum.
Fyrstu tónleikar Megasar á Airwaves
Ljósmynd/Magnús Andersen