Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 62
Mælitæki Búnaðurinn er að störfum dag og nótt og gerir viðvart ef eitthvað fer úr skorðum. Þannig er hámarksöryggi vörunnar tryggt. Nýsköpunarfyrirtækið Controlant hlýtur viðurkenningu Morgunblaðs- ins, Vitann 2014, í Reykjavík. Það býr til lítil mælitæki sem mæla þætti eins og hita- og rakastig í viðkvæmum geymslum lyfja- og matvælaiðnaðar. Tækin senda upplýsingarnar þráð- laust til notenda. Framleiðsluvara Controlant er eins og spilastokkur að stærð. Þessi stokkur er með rafeindabúnaði og mælir stöðugt þætti á borð við hita- og rakastig og skrásetur jafnóðum staðsetninguna. Mælitæki þessi er hægt að nota til að vakta hvaðeina sem þörf er á, hitastig í vöru- geymslum, gæta þess að vara sé flutt við kjöraðstæður eða að lyf uppi í hillu apóteks séu aldrei geymd við þær aðstæður að það geti stytt líftíma lyfjanna. Mælitækið sendir mæling- arnar þráðlaust frá sér og yfir far- símakerfi í miðlægan gagnagrunn Controlant. Í grunninum eru gögnin geymd og unnið úr þeim, og þau svo gerð að- gengileg í gegnum notendavænt við- mót. Tækni Conrtolant tryggir að á allri lífsleið þess varning sem vaktaður er sé ávallt hægt að ganga úr skugga um að aðstæður séu réttar. Þetta dregur úr hættu á skemmdum, eykur gæði vörunnar sem kemur í hendur neytenda og ef eitthvað hefur komið upp á í flutningnum er mjög auðveld- lega hægt að sjá hvað gerðist. Mælitæki fyrirtækisins eru þegar í notkun hjá 150 fyrirtækjum í tíu löndum. Unnið er að því að byggja upp sterkt alþjóðlegt sölu- og dreifi- kerfi til að hámarka þá fjárfestingu sem sett hefur verið í vöruþróun fyr- irtækisins. gudmundur@mbl.is Mælir hita og raka  Hentar vel þar sem viðkvæmur varningur er geymdur Morgunblaðið/ÞÖK Öryggi Það er ekki síst í geymslum með viðkvæma vöru eins og lyf sem mælitæki Controlant kemur að gagni. 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Fyrirtækið Teledyne Gavia í Kópa- vogi hlýtur viðurkenningu Morgun- blaðsins, Vitann 2014, á höfuðborg- arsvæðinu. Það hannar og framleiðir dvergkafbáta samkvæmt íslenskri uppfinningu, skapar 25 störf og talsverðar gjaldeyris- tekjur. Teledyne Gavia hét upphaflega Hafmynd og var í eigu nokkurra ís- lenskra frumkvöðla. Fyrirtækið á rætur að rekja til vinnu Hjalta Harðarsonar verkfræðings sem byrjaði árið 1996 að þróa djúpfar í samstarfi við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þremur árum seinna var Hafmynd stofnuð og fyrsta útgáfan af djúpfarinu sjósett. Önnur kynslóð djúpfarsins var hönnuð á árunum 2003 og 2004 og er enn byggt á þeirri vinnu við framleiðsluna. Það sem er sérstakt við íslensku djúpförin er að þau eru búin til úr einingum, þannig að kaupandi getur sett þau saman eins og honum hentar. Þannig er hægt að setja í þau ný mælitæki eða nema, þegar þeir koma á markað. Einnig hvers kyns myndavélar. Annað sem sérstakt var við ís- lensku djúpförin í upphafi var að þau voru minnstu för sinnar teg- undar sem gátu kafað niður á eins kílómetra dýpi. Bandarískt fyrirtæki keypti Haf- mynd haustið 2010 og var þá núver- andi nafn tekið upp. Starfsemin er áfram á Íslandi og eru engar breyt- ingar áformaðar á því. Við kaupin voru starfsmenn 18 til 19, en eru nú 25, þar af tveir í söludeild í Banda- ríkjunum. Tveir starfsmenn verða ráðnir til viðbótar á næstunni. Viðskiptavinir Teledyne Gavia eru í meginatriðum þrír hópar. Rík- isstjórnir kaupa djúpförin til notk- unar fyrir her eða landhelgisgæslu, olíuleitarfyrirtæki kaupa þau til rannsókna og háskólar og stofnanir hafa margvísleg not af þeim. Fyrir tveimur árum keypti rússneski her- inn átta djúpför af fyrirtækinu og er sá samningur metinn á þrjá milljarða króna. Djúpförin eru að- allega seld til ríkja í Evrópu, en fara þó víðar. Eftir sölu Hafmyndar fyrir fjórum árum hefur velta fyrir- tækisins 2,5-faldast og söluaukn- ingin á þessu ári er um 10 til 15%. gudmundur@mbl.is Framleiða dverg- kafbáta í Kópavogi Morgunblaðið/Þórður Framleiðsla Eitt af djúpförunum í verksmiðju Teledyne Gavia.  Fyrirtækið nú í eigu Bandaríkja- manna en verður áfram á Íslandi Fyrirtækið Stolt Sea Farm hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vit- ann 2014, fyrir Suðurnes. Það rækt- ar innflutta senegalflúru til útflutn- ings, nýtir vannýtta auðlind á Reykjanesi og affallsvatn sem áður fór til spillis. Fyrirtækið veitir 18 manns atvinnu og verður innan skamms 70 manna vinnustaður. Senegalflúran er flutt til Íslands frá Spáni og alin í landeldisstöð fyr- irtækisins á Reykjanesi. Þegar slátrun hefst í janúar næstkomandi verður fiskurinn um 500 til 600 grömm að þyngd. Eldisstöðin er ein- hver hin stærsta sinnar tegundar í heimi. Er byggingin rúmlega 20 þús- und fermetrar að stærð og á eftir að verða enn stærri. Fiskurinn verður seldur óunninn úr landi eftir slátrun, mest sjóleiðis en einnig flugleiðis. Markaður fyrir senegalflúru er jafnt í Ameríku sem Evrópu, mest í Bene- lux-löndunum. Ástæðan fyrir staðsetningu eld- isstöðvarinnar á Reykjanesi er að- gangur þar að hreinum og góðum jarðsjó. Á grundvelli samnings við HS Orku fær stöðin aðgang að volgu kælivatni sem rennur frá Reykja- nesvirkjun til sjávar. Vatnið er 35 gráður og er sjálfrennandi inn í stöð- ina. Það er blandað með köldum jarðsjó úr borholum fyrirtækisins, þannig að það er 21 gráða þegar fiskurinn svamlar í því. Þykir það vera kjörhitastig fyrir senegalflúru. Stolt Sea Farm er í eigu norskra aðila. Móðurfyrirtækið StolNielsen Ltd. er ein stærsta tankskipaútgerð heims, rekur olíubirgðastöðvar og annast gasflutninga. Það er skráð í kauphöllina í Osló. Dótturfyrirtækið sem hér starfar rekur fiskeldi í sex löndum. gudmundur@mbl.is Rækta senegalflúru á Reykjanesskaga  Þykir lostæti víða um heim  Starfsmenn allt að 70 innan tíðar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldi Senegalflúran dafnar vel við kjöraðstæður á Reykjanesi. 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga Gríptu með úr næstu verslun www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.