Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 80

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 NÁMerlendis Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á sgeir Bjarni Lárusson stundaði allt sitt há- skólanám erlendis, og ekki bara í einu landi heldur tveimur. „Ég lýk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2007 og held beint af stað sama ár í nám í framleiðslu- og rek- starverkfræði í útibúi Árósahá- skóla í bænum Herning. Það auð- veldaði ögn þessa ákvörðun að foreldrar mínir höfðu futt út til Danmerkur ári áður og bjuggu einmitt í Árósum en voru svo flutt aftur til baka til Íslands þegar ég hafði lokið tveimur námsárum úti.“ Ekki nafli alheimsins Ásgeir undi sér vel í Herning þó hann segi bæinn kannski ekki vera nafla alheimsins. Þaðan er um klukkustundarferðalag til Ár- ósa og vegalengdin til Kaup- mannahafnar ögn styttri en frá Reykjavík til Akureyrar. „Þetta reyndist miklu betri staður en ég hafði búist við, námið sjálft var vitaskuld gott en fyrir utan skóla- stofuna var margt í boði. Herning er ekki stór bær en „huggulegur“, mikill íþróttabær og miðstöð fyrir ýmsa stóra íþrótta- og tónlistar- viðburði. Góður andi var meðal nemendanna og oft mikið fjör á stúdentabarnum.“ Að sögn Ásgeirs voru það flutn- ingar foredra hans til Danmerkur sem urðu til þess að hann fór að skoða af alvöru þann mögueika að læra verkfræðina annars staðar en á Íslandi. „Ég hafði fengið inni hjá Háskólanum í Reykajvik og átti nánast bara eftir að borga skóla- gjöldin þegar ég uppgötva þennan skóla. Ég kveikti strax á perunni að það væri eftir miklu meira að sækjast ef ég myndi ljúka gráð- unni í öðru landi þar sem ég fengi að kynnast nýjum hlutum og nýju fólki.“ Bachelor-gráðan tók þrjú og hálft ár og tók þá við stutt vinnu- törn hjá ekki amalegra fyrirtæki en Bang & Olufsen. „Sem hluti af náminu hafði ég verið i starfs- þjálfun hjá þeim og unnið loka- verkefnið mitt undir verndarvæg B&O. Mín beið áhugavert verkefni hjá þeim að náminu loknu en fljót- lega hélt ég áfram til Bretands í meistaranám.“ Mastersgráða í hvelli Nú lá leiðin í Háskólann í War- wick. „Mastersnámið tók tólf mán- uði, og er það í dag vaninn við flesta breska háskóla. Fyrir vikið var námsálagið meira og kannski minni tími til að drekka í sig menninguna og mannlifið á staðnum, en engu að síður ánægjulegur og gefandi tími.“ Ásgeir segir greinilegasta muninn á Warwick og Herning að í breska skólanum var nem- endahópurinn mun fjölbreyttari. „Danir voru í yfirgnæfandi meirihluta í Herning en fólk frá öllum heimshornum í meirihluta í Warwick. Um leið fylgdu skól- anum ýmsar breskar háskóla- hefðir og virkt félagslíf en aftur varð hraðinn í náminu til þess að lítill tími gafst fyrir annað en bókalestur.“ Varð Háskólinn í Warwick fyrir valinu út af náminu frekar en staðsetningunni. Warwick er í Bretlandi miðju og svæðið frekar rólegt en fjarri því líflaust. „Námsbrautin þóti mjög góð og á þessum tíma var háskólinn að mælast með þeim bestu í Bret- landi, þó eitthvað hafi þeim hrak- að í mælingunum síðan þá.“ Í dag er Ásgeir kominn aftur til Íslands, ánægður með náms- gráðurnar og ekki síður með þá reynslu sem dvölin erlendis veitti honum. Er ekki laust við að hann sé orðinn ögn danskur og ögn breskur eftir samtals fimm ár í útlandinu, og hafi tileinkað sér sumt það besta frá báðum þjóð- um. Áætlanagerð og stundvísi „Maður kemst t.d. að þvi þegar búið er erlendis að Íslendingar hafa sín sérkenni og ekki endi- lega alltaf góð. Þurfti ég fljótt að venjast því í Danmörku að Dan- inn er ákaflega stundvís og gerir áætlanir langt fram í tímann. Ís- lendingurinn, vitaskuld, er á margan hátt villtari, og fylgir „þetta reddast“-reglunni.“ Hann segir líka dvölina erlend- is til þess gerða að kenna náms- manni aukið sjálfstæði. „Þegar út er komið upplifir maður fljótt að öryggisnetið er ekki lengur það sama og í heimalandinu og jafn- vel einföldustu hlutir geta orðið flóknir og erfiðir. Verður maður að temja sér ákveðna úrræðasemi til að takast á við allt það sem getur komið upp.“ „Eftir miklu meira að sækjast ef ég myndi ljúka gráðunni í öðru landi“  Eignaðist vini frá öllum heimshornum í samtals fimm ára löngu háskólanámi í Danmörku og Bretlandi  Ásgeir Bjarni vann lokaverkefið í bachelornáminu í Danmörku undir verndarvæng Bang & Olufsen Ljósmynd / Víkurfréttir Félagar Ásgeir með vinum sínum úr náminu í Bretlandi. Nemendahópurinn þar var mjög fjölþjóðlegur. Tækifæri „Ég kveikti strax á perunni að það væri eftir miklu meira að sækjast ef ég myndi ljúka gráðunni í öðru landi þar sem ég fengi að kynnast nýjum hlut- um og nýju fólki,“ seg- ir Ásgeir. Með mastersgráðuna i vasanum hefði Ásgeir ef- laust getað fundið sér vinnu hvar sem er í heim- inum. Hann valdi þó að snúa aftur til Íslands. „Eins og það virðist vera mikið ævintýri að fara út í heim eftir að hafa búið alla ævi á Íslandi þá verður það ævintýralegt að uppgötva Ísland á ný eftir langa fjarveru erlendis. Ég hafði fylgst úr fjarska með öllu því sem gerst hafði í samfélaginu og áhugavert að koma aftur og sjá þær breytingar sem höfðu orðið þessi fimm ár sem ég var í burtu.“ Ásgeir segir ekki hafa verið erfitt að smella aft- ur inn í íslenskt samfélag og auðvelt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið með vinum og ætt- ingjum. „Þegar ég var úti, sérstaklega fyrstu miss- erin, fannst mér stundum eins og ég væri að missa af öllu með því að vera ekki á Íslandi. Ég gat séð á Facebook að vinirnir voru að skemmta sér og upp- lifa alls kyns tímamót í lífinu. Þegar ég skaust heim til Íslands um jól og í sumarfríum uppgötvaði ég hins vegar að þrátt fyrir allt það sem ég var að missa af uppi á Íslandi var ég að upplifa eitthvað annað, og oft mikið meira, í útlandinu. Þegar ég svo kom heim voru vinirnir enn á sínum stað, og þau sambönd sem höfðu skipt mig mestu þegar ég hélt út í heim voru enn óbreytt, nema hvað ég var reynslunni ríkari.“ Ísland ævintýralegt eftir langa fjarveru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.