Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is 2 eða 4 hraða Bor- og skrúfvélar 14,4 og 18 volt Frábær ending á rafhlöðum ASCD W4 ■ 18 volta ■ Kraftur 158 Nm ■ Fyrir ¼" skrúfbita ■ 2200 rpm ■ Þyngd: 1,5 kg ASCM 18 QX ■ 18 volta ■ 4 hraðar ■ Tvær patrónur ■ Kolalaus mótor ■ Kraftur 90 Nm ■ Þyngd: 2,0 kg með fjölskyldur leiti frekar í nám á hinum Norðurlöndunum þar sem þeir geta þar reiknað með meiri stuðningi í félagslega kerfinu en ef t.d. væri haldið til Bretlands eða Bandaríkjanna. Að sama skapi er væntanlega meiri áskorun fyrir fólk með maka og börn að halda með allt sitt hafurtask í nám í fjar- lægum og framandi heimsálfum.“ Upphæðir eftir aðstæðum Í aðalatriðum veitir LÍN lán fyr- ir framfærslu nemenda annars veg- ar og fyrir skólagjöldum hins veg- ar. Upphæð framfærslunnar tekur mið af framfærslukostnaði í hverju landi fyrir sig og þannig eru veitt hærri námslán þar sem dýrara er að búa en lægri mánaðarleg upp- hæð annars staðar. Til viðbótar eru veitt lán fyrir ferðakostnaði og bóka- og efniskaupum, en þar er ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. Skólagjaldalán mega ekki vera yfir ákveðnu hámarki á öllum námsferlinum og er þetta hámark breytilegt eftir námslandi. Í Banda- ríkjunum er t.d. hámark skóla- gjaldalána nú 44.100 dalir eða um 5,3 milljónir króna miðað við gengi dagsins í dag. Við dýrustu há- skólana vestan hafs gengur fljótt á þessa heimild ef námsmaðurinn nýtur engra námsstyrkja hjá skól- anum. Námsmenn verða því að hafa þetta í huga þegar þeir skipu- leggja nám sitt til framtíðar.“ Hrafnhildur bendir jafnframt á að skipulag námsins fellur ekki alltaf alveg að reglum sjóðsins, t.d. ef um launað starfsnám er um að ræða, en þá er það skoðað sér- staklega í hverju tilviki fyrir sig. Eins getur gerst að skipting skóla- ársins í annir og kennsluár reynist ólík því sem algengast er á Vest- urlöndum og reynir þá LÍN að Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Lánasjóður íslenskra náms-manna býður upp á ým-iskonar lánamöguleikahanda þeim sem stefna á nám erlendis. Reglurnar eru að mestu svipaðar og þær reglur sem gilda um lán til náms á Íslandi, en þó með nokkrum minniháttar und- antekningum sem nemendur ættu að kynna sér vel. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir að undanfarin ár hafi eitthvað dregið úr umsóknum um lán vegna náms erlendis, en það sé í takt við þann samdrátt sem á sér stað í umsókn- um vegna námslána almennt. „Við erum að sjá fækkun umsækjenda í heildina. Varð mikil fjölgun nem- enda í háskólanámi árin eftir hrun en sú bylgja virðist nú vera smám saman að ganga til baka.“ Þá má greina áhugaverðar breyt- ingar á þeim hópi námsmanna sem stundar nám sitt erlendis. „Hefur til að mynda orðið veruleg fækkun á umsóknum um lán vegna náms í Danmörku, mögulega vegna þess að sumir íslenskir námsmenn eiga þar kost á námsstyrkjum frá danska ríkinu. Við höfum séð tölu- verða aukningu í áhuga á lækna- námi í Ungverjalandi og nú síðast Slóvakíu og á þessu skólaári hefur orðið tvöföldun á fjölda lánþega sem stunda nám í Kína. Gerist það á sama tíma að fækkun er í hópi þeirra íslensku námsmanna sem mennta sig í Japan.“ Stærstur hluti íslenskra náms- manna erlendis leitar í nám í Skandinavíu og svo hjá enskumæl- andi þjóðum á Vesturlöndum, ss. í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Þá er alltaf töluverður fjöldi sem menntar sig í Þýskalandi sem og Hollandi.“ Fjölskyldugerðin virðist líka vera breytileg eftir námslandinu og ætti ekki að koma á óvart. „Má reikna með að þeir námsmenn sem eru koma til móts við nemendur eins og frekast er unnt. Miklu máli skipti að hafa samband við sjóðinn ef einhver vafi leikur á því hver réttindi og skyldur námsmannsins eru. Er námið lánshæft? Þarf iðulega að undirbúa námið með góðum fyrirvara. Til viðbótar við umsóknarferlið við sjálfa skólana verður að tryggja að námið sé lánshæft. „Sjóðurinn lánar fyrir formlegu háskólanámi við al- þjóðlega viðurkennda háskóla er- lendis og þarf námið að vera skipu- lagt sem fullt nám,“ útskýrir Hrafnhildur og segir að ef ekki hafi verið áður veitt lán vegna náms við umræddan skóla verði námsmað- urinn að framvísa nauðsynlegum gögnum svo stjórn sjóðsins geti lag mat á hvort skólinn og námið sé lánshæft. „Til viðbótar við há- skólanám er einnig mögulegt að fá námslán fyrir sérnámi af ýmsum toga, s.s. ýmiskonar starfsnámi og iðnnámi.“ Fækkun í Danmörku en fjölgun í Kína  Þeir sem stefna á nám erlendis verða að kynna sér vel réttindi sín hjá LÍN og undirbúa sig vel  Hægt að fá lán fyrir skólagjöldum og tungumálanámi, en þó háð ákveðnum skilyrðum Eitt það besta við að stunda nám erlendis er að læra nýtt tungumál. Reyndar færist í vöxt að skól- ar um allan heim bjóði upp á alþjóðlegt nám þar sem kennt er á ensku en að vissum skilyrðum upp- fylltum er hægt að fá framfærslulán fyrir tungu- málanámi einu sinni á námsferlinum hjá lánasjóðn- um. „Lán fyrir tungumálanámi er veitt í eitt, tvö eða þrjú misseri eftir málsvæði, þar sem nemendur fá lengri tíma til að læra fjarskyld mál eins og arab- ísku eða kínversku. Er sú krafa gerð að tungu- málanámið fari fram við útlendingadeild háskóla og sé til þess að búa námsmanninn undir formlegt háskólanám sem fer fram á viðkomandi tungumáli. Standa þessi lán ekki til boða vegna náms í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð eða í enskumælandi löndum enda reiknað með að flestir hafi ágætan grunn í þeim málum eftir stúdentsnámið.“ AFP Verðmæti Lánasjóðurinn getur hjálpað til við tungumálanám í ákveðnum tilfellum. Kátur karl og kameldýr. Hvað með að skerpa á arabískunni? NÁMerlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.