Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 76
NÁMerlendis76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
F
yrr á árinu gerðu Eimskip og
Samband íslenskra nás-
manna erlendis með sér sam-
starfssamning. Felur samn-
ingurinn m.a. í sér að félagsmeðlimir
SÍNE fá sérstök afsláttarkjör af bú-
slóðaflutningum.
Þórunn Marinósdóttir er for-
stöðumaður Viðskiptaþjónustu Eim-
skips og segir hún allt gert til að
tryggja námsmönnum hagstæð kjör
á flutningum, veita þeim vandaða
ráðgjöf og snurðulausa þjónustu. Að
flytja út í heim með búslóðina og
fjölskylduna getur verið stórt verk-
efni en með rétta undirbúningnum
og góðri aðstoð verður ferlið allt ein-
faldara.
Bókastaflar og bílar
Að sögn Þórunnar eru það ekki
hvað síst námsmenn með fjölskyldur
sem taka búslóðina, og jafnvel bíl-
inn, með sér út í nám. Sumum dugi
að koma öllu sínu fyrir í ferðatöskum
en í öðrum tilvikum sé besti kost-
urinn að taka með húsgögn heim-
ilismeðlima og margt annað sem
þarf til að geta haldið heimili á nýj-
um stað.
Sumir sjá t.d. fram á að þurfa að
taka með sér mikið safn af bókum og
fer strax að verða óhagkvæmt að
taka þær með í farangrinum þegar
flogið er. Aðrir sjá fram á langa dvöl
erlendis og reikna það út að best sé
að taka húsgögnin með frekar en að
innrétta nýtt heimili erlendis.
Sendingin getur verið allt frá því
að vera aðeins ein palletta upp í
fjörutíu feta gám. „Hvort sem pal-
letta eða heill gámur verður fyrir
valinu önnumst við flutningana alla
leið frá dyrum á Íslandi og að dyrum
á áfangastaðnum. Flutningabílar
koma með tóman gáminn að heimili
viðskiptavinarins sem svo sér sjálfur
um að raða þar inn eigum sínum. Ef
um pallettu er að ræða þarf aðeins
að skilja hana eftir á gangstéttinni
svo bílstjórar okkar geti sett trillu
undir og tekið inn í bíl. Sé óskað eftir
meiri þjónustu, við t.d. burð á bú-
slóðinni, getum við einnig veitt þá
þjónustu.“
Framtíðar-viðskiptavinir
Gámurinn eða pallettan er því-
næst flutt niður á höfn, um borð í
næsta skip og áleiðis yfir hafið. Þeg-
ar skipið kemur í höfn erlendis ann-
ast starfsmenn Eimskips eða toll-
miðlarar tollafgreiðslu
sendingarinnar og gámurinn eða
pallettan er flutt áfram á áfangastað.
„Ekki má gleyma því að Eimskip vill
gjarnan flytja alla námsmenn heim
aftur að loknu námi og auðga þannig
hóp vel menntaðs fólks á Íslandi.
Eimskip lítur á alla námsmenn sem
sína framtíðar-viðskiptavini og því
er afar mikilvægt að reynsla náms-
manna af búslóðaflutningum með
Eimskip sé góð og traustvekjandi,“
segir Þórunn.
Afar mikilvægt er að gera ít-
arlega lista yfir það sem flutt er. Er
þægileg leið að skrá, samhliða því
að pakkað er niður, t.d. fjölda kassa
úr eldhúsi, stofu eða svefnherbergi
og tilgreina sérstaklega muni á
borð við listaverk og skartgripi.
„Því vandaðri sem þessi skrá er, því
betra,“ segir Þórunn. „Þá þarf að
tryggja allar búslóðasendingar.
Eimskip getur séð um milligöngu
um tryggingu eða eigandi gert það
sjálfur í gegnum sitt trygginga-
félag.“
Eins og Tetris að raða í gáminn
Verður líka að ganga mjög vand-
lega frá öllu því sem fer í gáminn.
„Á öllum tímum árs má eiga von á á
því því að siglingin yfir Atlantshafið
taki á, og alveg sérstaklega yfir
vetrartímann. Verður því að búa
þannig um húsmuni og kassa að
ekkert geti farið á hreyfingu. Inní í
gámunum eru festingar sem nota á
til að tjóðra niður staka muni og
verður að raða öllu vandlega. Þetta
getur verið krefjandi Tetris ef lág-
marka á hættuna á að hlutir fari á
hreyfingu.“
Í flestum löndum gildir sú al-
menna regla að búslóðir bera enga
tolla. Undantekning á þessu getur
verið ef fólk setur í gáminn húsmuni
eða aðrar vörur sem eru nýjar, og
yfirleitt miðað við að tollur leggist á
muni sem fólk hefur átt í skemmri
tíma en í eitt ár. „Ef stakir munir
eru yngri en eins árs er einfalt ferli
að greiða af þeim tilskilin gjöld og
þarf bara að muna að geyma kvitt-
anirnar.“
Allt frá pallettu upp í
fjörutíu feta gám
Með góðri leiðsögn og réttum undirbúningi þurfa búslóðaflutn-
ingar milli landa ekki að vera svo erfiðir Reiknivél á netinu hjálp-
ar fólki að velja rétta stærð af gámi m.v. stærð búslóðarinnar og
vanda verður til verka þegar húsmununum er raðað í gáminn
Morgunblaðið/RAX
Námsgögn Sumir verða að taka
með sér stóra bókastafla í námið.
Búslóðir fólks geta verið mis-
stórar og á meðan ein fjöl-
skylda þarf stærri gerð af gámi
getur önnur fjölskylda látið
minni gáminn duga eða jafnvel
bara eina til tvær pallettur. „Á
heimasíðu Eimskips er að finna
handhæga reiknivél til að áætla
hversu mikið rúmmál búslóðin
tekur,“ útskýrir Þórunn.
Siglingaáætlun Eimskips
liggur fyrir langt fram í tím-
ann. Er Eimskip með sjö skip í
reglulegum áætlunum og þar af
sigla fimm til Evrópu og tvö
eru með viðkomu í Norður-
Ameríku tvisvar í mánuði.
Flutningstíminn í vesturátt til
Portland er um níu dagar en
mun styttri þegar siglt er til
Evrópu.
Að sögn Þórunnar þarf ekki
að panta gáminn með miklum
fyrirvara og hafa búslóðir for-
gang um borð í flutningaskip
Eimskips. Þarf fólk þó að gæta
þess að gefa sér nægan tíma til
að fylla gáminn og ganga frá
tilheyrandi pappírum í tíma, til
að missa ekki af næsta skipi.
Níu daga á leiðinni vestur
Morgunblaðið/Eyþór
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,
góðu handverki, stöðugum prófunum
og vandlega völdum efnum.
Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn
á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.com
DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950
Gæði og þægindi síðan 1926
D
U
X
®,
D
U
X
IA
N
A
®
a
n
d
P
a
sc
a
l®
a
re
re
g
is
te
re
d
tr
a
d
e
m
a
rk
s
o
w
n
e
d
b
y
D
U
X
D
e
si
g
n
A
B
2
0
12
.