Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 70
70 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Lausnarans venju lær og halt, lofa þinn Guð og dýrka skalt, bænalaus aldrei byrjuð sé burtför á þínu heimili. (H.P. Ps. 1) Þennan ferðasálm fór ég með á leiðinni í Hörpu nýlega og þar átti ég góða stund. Á dagskrá var m.a. verkið Hallgrímur kvað með texta úr Passíusálmunum, en annar af tveimur höfundum tón- verksins var sá ágæti tónlist- armaður Karl Sighvatsson (1950- 1991). Það eru nú 400 ár liðin síðan Hallgrímur Pétursson fæddist (1614-1674) og margir hafa heiðrað minningu hans, enda hefur fjöldi fólks lofað ljóðin hans í gegnum tíð- ina. Það má geta þess hér að 2011 kom út bókin Out of the Shadows bæði í Bretlandi og vestanhafs eftir hinn víðlesna rithöfund Faith Cook. Í bókinni er að finna æviágrip og kvæði nokkra valinkunnra kristinna listamanna, sem lifðu á liðnum öld- um. Þar er fjallað um Hallgrím og verk hans undir yfirskriftinni Poet of the cross. Á sínum tíma auðnaðist mér að koma enskri þýðingu á Pass- íusálmunum á framfæri við þennan rithöfund. Sigurbjörn Einarsson rit- ar formála að þessari ágætu þýð- ingu. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar um líf og störf Hallgríms og mik- ilvægi verka hans fyrir íslenska þjóð. Það er ágætt að allt þetta kom fyrir sjónir enskules- andi fólks. Mínir Pass- íusálmar á íslensku eru reyndar ættargripur frá 1890, sem nokkrar kynslóðir hafa lesið á undan mér. Sum orð í þeirri bók hafa nú breyst í rithætti en önn- ur ekki, svo sem: Bæn þína aldrei byggðu fast á brjóstvit náttúru þinnar. Í Guðsorði skal hún grundvallast, það gefur styrk trúarinnar. (Ps. 44.17) Ýmsir hafa ort vandaðan kristinn kveðskap á íslensku eftir daga Hall- gríms. Ég nefni hér tvo þeirra; Valdemar Briem (1848-1930) og Sig- urbjörn Einarsson (1911-2008). Báð- ir áttu þeir það sameiginlegt með Hallgrími að hafa starfað sem prest- ar einhvern tíma á lífsleiðinni. Eftir hvern og einn af þessum þremur sálmaskáldum er að finna fjölda sálma í Sálmabók íslensku kirkj- unnar. Byrjum á Valdemar Briem. Hann orti miklu meira en það sem birtist í umræddri sálmabók. Eftir hann komu út ýmis kvæðarit, eins og Biblíuljóð 1 og 2. Þar er að finna spennandi biblíusögur í bundnu máli. Í fyrri bókinni er yrkisefnið úr Gamla testamentinu. Þar er baráttu Davíðs við Golíat m.a. lýst svona: Hugað að kristnum kveðskap Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson Ævar Halldór Kolbeinsson Ótrúleg fáfræði lýs- ir sér í umræðu á netinu og í fjölmiðum um þörf lögreglunnar fyrir skotvopn og annan varnarbúnað. Sem fyrrverandi lög- reglumaður í Reykja- vík tel ég mig knúinn til að blanda mér í umræðuna. Allt tal um að glæpamenn vopnist ef lögreglan vopnast er bull. Glæpa- menn vopnast til að ná yfirhönd- inni gegn öðrum glæpamönnum. Þeir forðast eins og heitan eldinn að eiga í samskiptum við lögregl- una, hvað þá að lenda í skotbar- daga við hana. Lögreglu er skylt að hafa yf- irhöndina í öllum tilfellum þar sem til átaka getur komið. Lög- reglu er ætlað að vernda líf og limi borgaranna og verður að hafa úrræði til þess. Annars væri lítið gagn að henni og ofbeldismenn næðu undirtökum í þjóðfélaginu. Diskútera hvað? Hugmyndin um að almenningur og Alþingi diskúteri hvort lög- reglan megi nota hin eða þessi vopn í störfum sínum er í besta falli heimskuleg. Um hvað á að ræða? Á pólitík að ráða? Enginn hefur betri þekkingu á nauðsyn- legum tækjabúnaði en lögreglan sjálf. Rómantísk sýn á hið friðsæla og vopnlausa þjóð- félag leysir ekki af hólmi þekkingu lög- reglunnar til að bregðast við þegar líf fólks er í hættu. Sagan sýnir að ís- lenska lögreglan er fullfær um að taka réttar ákvarðanir um viðbrögð í erfiðum málum. Það sýndi sig best í búsáhaldabylt- ingunni. Aldrei kom til greina að beita skotvopnum, þó nóg væri til af þeim. Hvers vegna ætti það að breytast núna, þó svo að vopn séu endurnýjuð eða þeim dreift víðar en verið hefur? Lög- reglan hefur aðeins einu sinni beitt skotvopnum og þá gegn vopnuðum manni sem skaut að henni. Lögreglan er ekki að auka vopnaburð Miðað við æsinginn í þessari umræðu mætti halda að lögreglan ætlaði að fara að ganga með hríð- skotabyssur við dagleg störf. Ein- att er talað um aukinn vopnaburð lögreglu. En lögreglan ber engin vopn, hefur aldrei gert og hefur ekkert slíkt á dagskrá. Þeir sem halda öðru fram gera það gegn betri vitund. Komið hefur fram að á Íslandi eru 60 þúsund skotvopn í eigu al- mennings. Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum þar sem lögregla fer vopnuð á vettvang, þá er það vegna þess að einstaklingar hafa beitt skotvopni eða hótað því. Árið 2013 var sérsveit lögreglunnar kölluð til í 30 skipti um allt land þar sem slík tilfelli komu upp. Það væri óðs manns æði af lögreglu að ætla að vera óvopnuð við þannig aðstæður. Skjót viðbrögð geta skipt meg- inmáli og því er nauðsynlegt að allir lögreglumenn á öllum lög- reglustöðvum landsins hafi þekk- ingu og getu til að bregðast við hættulegum aðstæðum. Þetta er ástæða þess að lögreglan er að bæta við sig skotvopnum og end- urnýja eldri búnað. Ekkert annað býr þar að baki. Skotvopnum lögreglu má líkja við hlutverk sjúkrakassa. Best er að þurfa aldrei á honum að halda, en ef slys verður er skynsamlegt að hafa hann tiltækan. Ótrúlegur aulagangur yf- irstjórnar lögreglunnar í um- ræðunni um þetta málefni breytir engu um þessar grundvall- arstaðreyndir. Heimskuleg umræða um skotvopn lögreglunnar Eftir Ögmund Brynjar Sigurðsson » Árið 2013 var sér- sveit lögreglunnar kölluð til í 30 skipti þar sem skotvopnum hafði verið beitt eða því verið hótað. Ögmundur Brynjar Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi lög- reglumaður í Reykjavík. „Hvort sefur þú Njáll,“ spurði Berg- þóra og Njáll svaraði: „Sofið hef ég en nú vaki ég.“ Vonandi væri að ís- lenska þjóðin svaraði svona, nú vaki ég, eftir að hafa sofið og látið allt yfir sig ganga. Hversu margir þiggja matargjafir og eru húsnæðislausir vegna tilbúinna að- stæðna og gjörða ríkisvaldsins og þeirra sem taka eignir annarra ráns- hendi? Er það eðlilegt að fólk sem kaupir sér íbúð sem kostar 20 milljónir þurfi að borga hana tvisvar til þrisvar, þannig að raunverulegt söluverð íbúð- arinnar sé í raun kr. 40 - 60 milljónir þegar upp er staðið? Ef ég sem eldri borgari hef sparifé mitt í banka fæ ég 4% í vexti á ári, mínus 20% fjármagns- tekjuskatt, en bankinn sem lánar lík- legast eitthvað af mínum peningum til íbúðakaupa tekur margfalt meira og eftir svo og svo mörg ár hefur hann fengið 200-300% upp úr viðskiptunum. Þú heldur að þú sért að eignast íbúð með því að kaupa hana og borga svo af henni, en þetta er grundvall- armisskilningur. Bankinn er að eign- ast þig og þegar eitthvað kemur upp á, t.d. annað hrun, þá tekur bankinn íbúðina af þér og þú ert allslaus, en bankinn á allt og meira, þú skuldar áfram, þú ert kominn með skuldaól um ökklann eins og sakamaður. Allt lög- legt en siðlaust. En búum við ekki í siðmenntuðu samfélagi? Jú, en þetta er undantekning. Jafnvel kirkjan, höf- uðstöðvar siðmenningar og mann- kærleika, segir ekkert, þetta bara er svona. Eiginlega ættu allir sem kaupa sér íbúð að kaupa sér tjald, sem er nógu stórt fyrir fjölskylduna til að nota þegar allt hrynur. Það hrynur ábyggilega! Það veit bara enginn hve- nær. Áður en þú ferð að kjósa næst þá skaltu biðja Guð að benda þér á þann besta af flokkunum, en hann bendir þér ekki á neinn. Af hverju ekki? Því það er enginn góður flokkur í framboði. Ef þú ferð inn í banka þá skaltu lofa sjálfum þér því að skrifa ekki undir eitthvað og gleymdu ekki að signa þig. Ég fer aldrei inn í banka, nema með eyrna- skjól til að forðast að ég heyri tilboð sem ég get ekki hafnað. Íslenska þjóðin veit að þegar er eldgos eða einhverjar nátt- úruhamfarir, þá er ekkert hægt að gera, en þessi vitneskja hefur því mið- ur færst yfir á allt annað líka, allar gengisfellingarnar og glæpi bankanna og ríkisvaldsins t.d. í hruninu, þannig að fólki finnst að ekkert sé hægt að gera, lítur á þetta eins og á nátt- úruhamfarir. Auðvitað hefði átt að skipta verðtryggingunni á milli skuld- arans og þess er lánaði, því að láta skuldarann bera allan skaðann er glæpur. „Svona gerir maður ekki,“ sagði ónefndur maður af öðru tilefni. Eða að það hefði átt að vera eitt- hvert þak á verðtryggingunni. Eða að láta ekki áhrifa hrunsins gæta í verð- tryggingunni. Þá væru fjölskyldur enn í húsunum sínum. En nú er tækifæri að taka það besta af ofanrituðu upp. Líklegast væri best svo lengi sem við notum verðtrygg- inguna að reikna hana út og skipta henni svo á milli skuldarans og þess er lánaði peningana. Til eru dýraverndarfélög af öllu tagi en ekkert mannverndarfélag og því var bönkum heimilað ótakmarkað skotleyfi á skuldendur. Guð blessi Ís- land. Það verður hrun Eftir Eyþór Heiðberg » Auðvitað hefði átt að skipta verðtrygging- unni á milli skuldarans og þess er lánaði, því að láta skuldarann bera all- an skaðann er glæpur. Eyþór Heiðberg Höfundur er athafnamaður. Við sýnum allar eignir sjálf ERUM Á FACEBOOK Sveinbjarnargerði Eyjafirði 460 6060 Hafnarstræti 97 (Krónunni) á 1. hæð Allar upplýsingar eru veittar hjá Eignaveri fasteignasölu á Akureyri í síma 460-6060. eignaver@eignaver.is Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast til Eignavers fasteignasölu Hafnarstræti 97 Akureyri, fyrir lok dags þann 12.11.2014. Um er að ræða sveitahótel á fallegum útsýnisstað gegnt Akureyri. Húsin eru tvö (Sveinbjarnargerði II c og II d ) með gistingu fyrir allt að 70 manns í 33 herbergjum, öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Í stærra húsinu er góð ráðstefnu og fundaraðstaða og veislusalur fyrir allt að 100 mann. Innbú fylgir með í kaupunum. Húseignirnar eru samtals 1.354 fm. að stærð og standa á eignarlandi. Möguleiki er á fjármögnun frá eiganda húseignanna sem er Byggðastofnun, skv. lánareglum stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.