Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 göngu við netið við matreiðslu og fari þá bæði á innlendar og erlendar síður. Hann er með vinsæla síðu, Læknirinn í eldhúsinu, gefur út matreiðslubækur og gerir sjónvarpsþætti. Hann segir að matarbloggararnir sjái hvaða fólk lesi færslurnar. „Þeir sem eru nær mér í aldri fylgjast með hjá mér. Ég held að það sé alltaf þannig, fólk þroskast á svipaðan hátt í matreiðsl- unni, byrjar á einhverju einföldu og fer einhvern tímann að standa sjö tíma í eldhúsinu. Eftir að hafa farið um matargerðarlist alls heimsins kemur svo gamli heimilismaturinn allt í einu aftur og maður fer að gera eigin kæfu og annað slíkt,“ segir Ragnar. Hann telur að lambakjötið sé samofið þessari þróun. Það taki tíma fyrir fólk að þroskast inn í það og átta sig á því hvernig best er að nota það. Þá skipti tíminn máli, að sögn Ragnars. Kjúklingurinn hafi yf- irburði á því sviði því það taki aðeins nokkrar mínútur að gera góðan rétt úr honum. Ef taka eigi sambæri- legan vöðva af lambinu, til dæmis lambalund, taki það klukkutíma og kortér, hjá manni sem kunni vel til verka. „Á því sviði verður lambið undir, því miður,“ segir Ragnar. Berglind Guðmundsdóttir telur algengt að fólk hugsi um lambakjöt sem læri eða hrygg í ofni. Það henti ekki vel í hraða dagsins, þegar fólk komi heim úr vinnu og taki til við að elda kvöldmatinn. Meiri skipulagn- ingu þurfi til þess. Þess vegna verði fljótlegri réttirnir fyrir valinu, til dæmis kjúklingur. Berglind segir hægt að vinna heil- mikið með lambakjötið. Elda það samkvæmt aðferðum sem notaðar eru í fjarlægum löndum þar sem það er vinsælt. Þarf að gera betur Sigurður Eyþórsson kannast vel við umræðuna um að lambakjötið sé að verða undir. „Stærstu breyting- arnar á kjötmarkaði eru ekki sér- íslenskar. Hlutdeild kjúklinga á kjötmarkaði hefur fimmfaldast frá því byrjað var að selja þá ferska.“ Hann segir að afurða- og sölufyr- irtæki lambakjöts þurfi að gera bet- ur í vöruþróun til að bregðast við breytingum á markaðnum og hafa samtök sauðfjárbænda ýtt á það. Fyrirtækin hafa gert ýmislegt í því að koma aðgengilegri vöru á mark- að. Sigurður segir að það sé ekki ný umræða að ungt fólk borði minna af lambakjöti. „Þetta er samt þannig að þegar fólk eldist, fer það meira að huga að lambakjötinu. Það sýna einnig sölutölur. Lambakjötið hefur haldið ágætlega hlutdeild sinni á kjötmarkaðnum á undanförnum ár- um.“ Markaðsfólk lambakjötsins hefur reynt að nota sér nýjað aðferðir við markaðssetningu. Það rekur upp- skriftavefinn lambakjot.is sem tengdur samfélagsmiðlum og dreifir snjallsímaappi á síðunni. Sigurður tekur fram að fólk noti mismunandi aðferðir til að ná sér í upplýsingar og því þurfi víðtæka miðlun til að ná til allra. Vissulega séu þarna tæki- færi sem mætti nýta betur. Erlend neysluáhrif Kjötneysla Íslendinga er nokkuð frábrugðin því sem algengast er í nágrannalöndum. Einkum sker lambakjötið sig úr, með margfalt stærri hlutdeild hér en víðast hvar annars staðar. Ragnar Freyr telur aðspurður ekki ólíklegt að neyslumynstrið frá nágrannalöndunum smiti hingað í gegnum innlend og erlend mat- arblogg og matreiðsluþætti í sjón- varpi. Sú staðreynd að mikið þurfi að hafa fyrir því að finna lambakjöt í stórmörkuðum erlendis endurspegl- ist í þeim upplýsingaveitum sem fólk noti. Þar fari jafn lítið fyrir lamba- kjötinu. „Öll speglum við þann veruleika sem við viljum lifa í. Minn veruleiki er að kaupa gott hráefni, nostra við það frá grunni og elda og setjast síð- an niður með fjölskyldunni. Það vil ég sýna á minni síðu,“ segir Ragnar. Sækja þarf fram á nýjum markaði  Matarbloggarar endurspegla eigin áhugasvið  Lambakjötið nær ekki í gegn í nýju miðlunum  Kjúklingurinn hefur yfirburði í hraða dagsins  Sauðfjárbændur vilja fjölbreyttara vöruframboð Morgunblaðið/RAX Kjötvinnsla Afurðasölufyrirtækin vinna stöðugt að vöruþróun. Meðal annars er farið að úrbeina og hálfúrbeina lærin meira en gert hefur verið. Morgunblaðið/Golli Kvöldverður Hægt er að galdra fram góðan hversdagsmat úr ferskum kjúklingi á stuttum tíma. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég kem með það sem ég sjálf hrífst af og margir lesa. Þar kemur kjúk- lingurinn langsterkastur inn og hann er notaður bæði spari og hversdags,“ segir Berglind Guð- mundsdóttir matarbloggari sem heldur úti síðunni Gulur-Rauður- Grænn & Salt með áherslu á fljót- lega rétti fyrir sælkera. Hún nefnir að auk kjúklingauppskrifta lesi fólk mikið eftirréttauppskriftir. Færslur um kjöt og fisk eru ekki eins vinsæl- ar. Í framhaldi af fréttum um nokk- urn samdrátt í sölu lambakjöts á þessu ári hafa vaknað spurningar um það hvort lambakjötið höfði til ungs fólks, það kunni jafnvel ekki að elda það og finnist það dýrt. Einn Facebook-notandi skoðaði síður tveggja vinsælla matarbloggara sem talið er að yngra kynslóðin noti mik- ið. Lausleg talning sýndi að á ann- arri síðunni voru um 90 kjúklinga- uppskriftir á móti 6 lambakjöts- réttum og á hinni rúmlega 40 uppskriftir með kjúklingi á móti 4 með lambakjöti. Auk þess var mikill fjöldi af nautahakksuppskriftum á báðum síðum. „Þetta er örugglega einhver hluti af skýringunni enda teljum við að sækja þurfi meira fram á þessum markaði. Hafa fjölbreyttara vöru- framboð og sveigjanlegri vörur,“ segir Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda og Markaðsráðs kinda- kjöts, þegar þetta er borið undir hann og spurt hvort lambakjötið höfði ekki lengur til ungs fólks. Sækja uppskriftir á netið Matarbloggarar höfða til mismun- andi markhópa, bæði eftir aldri og áhugasviðum í matreiðslu. Flestir eru að draga eitthvað nýtt fram. Ragnar Freyr Ingvarsson mat- arbloggari telur að sú kynslóð sem kemur á eftir hans styðjist nær ein- Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.