Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 NÁMerlendis Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á sdís Sigurðardóttir og unnusti hennar Jón Pétur Jóelsson völdu Noreg sem sitt námsland eftir að hafa vegið vand- lega og metið þann félagslega stuðn- ing sem þau og börn þeirra myndu fá á meðan á náminu stæði. Ásdís er með BSc-gráðu í vélaverkfræði frá HÍ en Jón Pétur er með BSc-gráðu í líftækni frá HA. Bæði leggja þau stund á mastersnám í Þrándheimi við alþjóðlega háskólann NTNU en áður bjó fjölskyldan á Akureyri. „Við vildum bæði stunda okkar framhalds- nám erlendis og sáum fram á að tækifærið væri nú eða aldrei á meðan börnin eru ekki eldri. Við sáum líka fram á að verandi með tvö börn yrði mikilvægt fyrir okkur að stunda námið þar sem stutt væri vel við bakið á barna- fólki og því vænlegast að við fyndum okkur há- skóla á Norðurlöndunum.“ Lengi að fá full réttindi í Danmörku Segir Ásdís að margir áhugaverðir háskólar hafi komið til greina, hver öðrum betri, en fjöl- skylduvænt umhverfið í Noregi hafi gert út- slagið. „Við sáum t.d. fram á það að ef við sett- umst að í Danmörku þá myndum við aðeins fá 25% barnabætur fyrsta hálfa árið, svo 50% og þannig koll af kolli og ekki verða komin með full réttindi í félagslega kerfinu fyrr en eftir tveggja ára dvöl. Í Noregi fá Íslenskir for- eldrar hins vegar full bótaréttindi á fyrsta degi, og til viðbótar fá námsmenn ókeypis leik- skólapláss.“ Einnig spilaði inn í að auðveldara var að flytja fjölskyldubílinn inn til Noregs. „Ég hringdi í viðkomandi yfirvöld í hverju landi og fékk reglurnar á hreint og sá að innflutningur bílsins yrði mun flóknari og dýrari ef við myndum velja Danmörku. Í Noregi getum við haft okkar íslenska bíl í tvö ár, eða einmitt þann árafjölda sem við erum í námi. Bíllinn fer svo aftur til baka til Íslands með okkur með Norrænu.“ Það innsiglaði ákvörðunina að NTNU gat lofað Ásdísi og Jóni fjölskylduíbúð. „Við feng- um boð um skólavist á öllum þeim stöðum þar sem við sóttum um. Ég hringdi til Þrándheims, sagði fulltrúum skólans hvernig málum var háttað og sagði þeim að NTNU yrði fyrir val- inu ef við gætum stólað á að fá fjölskylduíbúð á skólagörðum. Degi síðar fékk ég loforð frá skólanum um íbúðina og þar með var ákvörð- unin endanlega tekin.“ Byrja snemma að finna sumarvinnu Ásdís lætur vel af gæðum námsins og þykir vistin sömuleiðis fjarskagóð hjá frændum okk- ar í austri. Er hún jafnvel á því að meira sé fyr- ir fjölskylduna gert en ef þau hefðu valið að taka mastersnámið á Íslandi. Tókst bæði Jóni og Ásdísi líka að tryggja sér sumarvinnu og að sögn eru norsku launin ekkert til að kvarta yf- ir. „Er gaman að segja frá því að ég þurfti að sækja um sumarvinnuna strax í byrjun vetrar, og var í atvinnuviðtölum í október og nóv- ember. Fyrirtækin hér taka þessar sum- arráðningar greinilega alvarlega og hafa á þeim langan fyrirvara.“ Hjálpar líka að fleiri íslenskar fjölskyldur eru í námi við skólann, hópurinn samheldinn og allir af vilja gerðir að hjálpa og veita góð ráð. Er heldur ekki svo langt að ferðast til Ís- lands sem þýðir að stundum má leita til ætt- ingja þar um vel metinn stuðning. „Kom hún móðir mín þannig í heimsókn til okkar í þrjár vikur í sumar til að passa stelpurnar á meðan leikskólinn var lokaður. Gátum við Jón þá á meðan unnið ótruflað í gegnum sumarfríið.“ Fundu fjölskylduvænt nám í Noregi  Eftir að hafa skoðað vandlega og borið saman stuðning við barnafólk á Norðurlöndunum varð úr að Ásdís Sigurðardóttir og fjölskylda settu stefnuna beinustu leið á Noreg Buna Iðunn, Ásdís og Freyja á skíðum, rétt eins og er til siðs hjá heimamönnum. Undur Iðunn og Freyja við Trollstigen. Upplifun Iðunn, Ás- dís, Jón Ṕétur og Freyja á ferðalagi um Noreg. Landið er stórt og fagurt og mörg tækifæri til útivistar. Námið við NTNU fer fram á ensku en Ás- dís segir norskuna samt koma fljótt í gegnum daglegt amstur heimilismeð- lima. Hún var ánægð með að þurfa ekki að taka TOEFL, alþjóðlega enskuprófið, til að senda inn með háskólaumsókninni. „Það var ein af ástæðum þess að við höfð- um ekki áhuga á námi í Bretlandi eða Bandaríkjunum, Þýskalandi eða Hol- landi, því auk þess að eiga þar von á allt öðruvísi félagslegri þjónustu fyrir börnin þá nenntum við hreinlega ekki suður til Reykjavíkur til að taka þetta próf,“ segir Ásdís glettin. Aðspurð segir hún að það hafi gengið mjög áreynslulaust að aðlagast norsku samfélagi og siðum. „Þetta hefur verið ofboðslega þægilegur tími allt frá því við komum hingað fyrst. Við höfum eignast okkar norsku vini í gegnum skólann og reynt að temja okkur ýmsa siði Norð- manna eins og að stunda útivist af mikl- um krafti.“ Ásdís segir að Norðmennirnir séu svo duglegir við útivistina að nærri láti að sumir samnemenda hennar komi á gönguskíðunum í skólann. „Allir virðast eiga fjallakofa þar sem þeir verja frítíma sínum um helgar og skella sér á skíði. Við reynum að vera dugleg og fara með börnin í brekkurnar í kringum Þránd- heim eða Lillehammer þegar tækifæri gefst og væri gaman að verja góðri helgi í „hytte“ einhverntíma í vetur.“ Þá þykir Ásdísi það líka mikill kostur við Noregsdvölina hversu stutt er til ann- arra landa og ekki dýrt að fljúga hingað og þangað í Evrópu. „Bekkurinn skellti sér t.d. í hræódýra ferð til Póllands, ör- stutt að aka til Svíþjóðar og flugmiðinn til Lundúna kostar alls ekki mikið.“ Samt segir Ásdis vistina ekki það góða að ekki komi til greina að snúa aftur til Íslands eftir námið. Tengingin við Ísland er sterk og Akureyri staðurinn þar sem hjartað slær. „En við erum opin fyrir öllu og leyfum framhaldinu að ráðast af því hvaða möguleikar bjóðast okkur eftir námið. Við sjáum alltént fram á að ef við ílengjumst hér í Noregi þá verðum við fljótari að safna fyrir fyrstu innborgun á íbúð.“ „Ofboðslega þægilegur tími“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.