Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jólatré eru farin að rísa í Reykjavík og boða þau að farið sé að styttast í árlega hátíð ljóss og frið- ar og fæðingarhátíð frelsarans. Borgarstarfsmenn voru í gær að reisa þetta fallega jólatré á hól við enda gömlu Suðurlands- brautar, á sömu slóðum og merki borgarinnar gert úr blómum gleður borgarbúa á sumrin. Borgarstarfsmennirnir sögðu að setja ætti upp 20-30 jólatré á víðavangi að þessu sinni og voru þeir um það bil hálfnaðir við verkið í gær. Tréð sem sést á myndinni var höggvið í Öskju- hlíðinni og hefur augljóslega þrifist vel þar. Einnig verða sótt jólatré í Elliðaárdal og víðar í skóga innan borgarinnar. Almennt stendur til að hefja jólaskreytingar í Reykjavík í kringum 15. nóvember, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Reykjavíkurborg í gær. Það er nokkru fyrr en venjulega. Í dag eru réttar sjö vikur þar til sjálfur jóla- dagurinn, 25. desember, rennur upp en að- fangadag ber upp á miðvikudag. Bráðum koma blessuð jólin – eða eftir 7 vikur Morgunblaðið/Golli Jólatrén eru farin að rísa í Reykjavík sjö vikum fyrir jól „Þetta kemur sér illa fyrir þá sem eru í eftirfylgd og í bata. Það getur hugsanlega dregið úr bata hafi fólk ekki stuðning,“ sagði Anna Gunn- hildur Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, um áhrif tveggja sólarhringa verkfalls lækna á geð- sviði Landspítalans. „Þetta kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem njóta lítils stuðnings frá fjölskyldu, vinum og nærsamfélagi.“ Verkfallið hófst á miðnætti í fyrri- nótt og lýkur á miðnætti. Anna Gunnhildur sagði að unnið væri á geðsviði líkt og á helgarvakt meðan á verkfallinu stendur. Veitt er bráða- þjónusta en 100 göngudeildarviðtöl í gær og í dag voru felld niður. Anna Gunn- hildur sagði að læknar á geðsviði Landspítalans hefðu veitt þjón- ustu þeim sem töldu sig vera í brýnni þörf. Hún sagði að þetta hefði gengið vel í gær miðað við að- stæður. Geðhjálp er með ráðgjafa á sínum vegum og getur fólk komið til þeirra. „Við höfum ekki orðið vör við að fólk hafi hringt sérstaklega í dag vegna verkfallsins,“ sagði Anna Gunnhildur síðdegis í gær. „Við er- um ekki með meðferð en bjóðum upp á ráðgjöf og stuðning fyrir notendur og aðstandendur.“ Hún sagði að ekki mætti gleyma því að þetta ástand yki álag á aðstandendur. Nokkur úrræði standa til boða á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk getur leitað stuðnings. Anna Gunn- hildur nefndi t.d. Vin við Hverfis- götu, Hlutverkasetur og Hugarafl í Borgartúni, Klúbbinn Geysi í Skip- holti, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði. Hún segir að þessir staðir höfði til ólíkra hópa og mis- jafnt hvert fólk vilji leita. Anna Gunnhildur nefndi að að- gerðir lækna hefðu verið ákveðnar í sjö vikur og þeim lyki 11. desember. Á geðsviði Landspítalans er gert ráð fyrir tveimur tveggja daga verkföll- um til viðbótar eftir að þessu lýkur. Hún kvaðst ekki reikna með að verk- fallsaðgerðir yrðu frá 11. desember til áramóta. „Deiluaðilum ber mikið á milli. Við vitum ekki til hvaða ráða læknar grípa eftir áramót ef ekki gengur saman í deilunni. Við höfðum til sam- félagslegrar ábyrgðar stjórnvalda að leysa kjaradeiluna. Það verður hræðilegt ef boðað verður til ótíma- bundins verkfalls lækna eftir ára- mót. Ég vona innilega fyrir hönd okkar hóps og annarra að til þess komi ekki,“ sagði Anna Gunnhildur. gudni@mbl.is Getur dregið úr bata fólks  Tveggja sólarhringa verkfall á geðsviði Landspítala kemur sér illa fyrir fólk í eftirfylgd og bata  Nokkur úrræði standa til boða þeim sem vilja leita stuðnings Anna Gunnhildur Ólafsdóttir „Við vitum það að við verðum að halda áfram. Það verður að semja. Eðlilega dregur úr bjartsýni okkar með tímanum en það breytir því ekki að við erum tilbúin að skoða allar hliðar málsins og höfum verið í níu mánuði,“ segir Sigurveig Pét- ursdóttir, formaður samninganefnd- ar Læknafélags Íslands. Fundað verður í kjaradeilu lækna í dag en Skurðlæknafélag Íslands fundar næst með fulltrúum ríkisins í næstu viku. Sigurveig segir að læknar ætli ekki að ræða kröfur sínar í fjöl- miðlum. „Kröfugerðin er og verður trúnaðarmál á meðan við erum á samningsstigi. Við ætlum ekki í fjölmiðla og ræða krónur og aura.“ Áður hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagt þær kröfur lækna, sem hann hafi heyrt af, vera óraunhæfar. „Hann er auðvitað bara að rökstyðja sitt mál. En bæði hann og forsætisráðherrann virðast báðir vera sammála okkur læknum í því að við höfum dregist aftur úr í launaþróuninni, það segja þeir báð- ir,“ segir Sigurveig. Verkfall lækna hófst í síðustu viku og mun boðuðu verkfalli ljúka hinn 11. desember ef ekki nást samningar fyrr. bmo@mbl.is Dregur úr bjartsýninni Morgunblaðið/Golli Læknar Verkfall þeirra hófst í síð- ustu viku og viðræðum miðar lítið.  Ræða ekki kröfur í fjölmiðlum Fyrirspurnum á Alþingi hefur fjölgað gríð- arlega á yfir- standandi þingi. Hafa þingmenn nú borið upp 177 fyrirspurnir frá þingsetningu í október, en á sama tíma í fyrra höfðu borist 47, sem er í samræmi við fjöldann á síðustu fimm löggjafarþingum. Ein- ar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þróunina athyglisverða, en engin sérstök skýring á þessari aukningu sé sjáanleg. „Fyr- irspurnir eins og þessar eru auðvit- að mikilvægt tæki sem liður í eft- irlitshlutverki Alþingis með fram- kvæmdavaldinu. Þetta er hins vegar rúmlega þreföldun á þeim fjölda sem við höfum séð á síðustu árum.“ Einar segir aukinn fjölda fyrir- spurna leiða til aukins álags á stjórnsýsluna. Því sé það athygl- isvert að svör við fyrirspurnunum séu þegar orðin 81 það sem af er þingi og er það töluvert meira en undanfarin ár. „Mér sýnist stjórn- arráðið hafa brugðist mjög vel við þessu aukna álagi. En auðvitað leiðir þessi aukning til þess að ráðuneytin eru í vandræðum með að svara þessum fyrirspurnum inn- an tilsettra tímamarka,“ segir Ein- ar. bmo@mbl.is Þingmenn spyrja og spyrja Einar Kristinn Guðfinnsson  Fjöldi fyrirspurna og svara hefur aukist Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2014 liggur nú fyrir en það gefur upplýs- ingar um afkomu ríkissjóðs á grund- velli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Innheimtar tekjur hækkuðu um 60,6 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 21,6 ma.kr., sem er heldur minna en búist hafði verið við. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu á þessu tímabili 443,4 mö.kr., sem er aukning um 15,8% á milli ára og 40,8 ma.kr., rúmlega 10% yfir tekjuáætlun fjárlaga, að því er fram kemur á vefsíðu fjármála- og efna- hagsráðuneytisins. Greidd gjöld námu 434,1 ma.kr. Sá einstaki gjaldaflokkur þar sem hækkun varð mest var flokkurinn önnur útgjöld, sem hækkaði um tæp 30% frá sama tímabili í fyrra. Næst- mesta hækkunin varð í flokknum efnahags- og atvinnumál. Gjöld og tekjur jukust Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.