Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 ✝ Helga K. Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. september 1941 en ólst upp í Kópavogi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund við Hringbraut þann 31. október 2014. Helga var dóttir Þrúðar Ólafsdóttur Briem, kennara, frá Eyjum í Breiðdal og Einars Baldvins Guðmundssonar frá Hraunum í Fljótum. Þau bjuggu ekki saman og Helga ólst upp hjá móður sinni í Kópavogi. Helga giftist Finni Torfa Hjör- leifssyni kennara, seinna lög- fræðingi og héraðsdómara, 1965 og eignuðust þau 3 börn. Einar Torfa, leiðsögumann og deild- arstjóra hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum, f. 1965. Kona hans er Ingibjörg G. Guðjóns- dóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Helga Bryndís, f. 1999 og Ísar Örn, f. 2006. Hjörleif, þjóðgarðs- vörð í Vatnajökulsþjóðgarði, f. 1969. Synir hans og Ingu Fann- eyjar Sigurðardóttur eru Dýri, f. 2009 og Kolbeinn, f. 2011. Gló- ey, lögfræðing hjá Isavia, f. 1970. Eiginmaður hennar er en hún hóf störf á Borg- arbókasafninu þar sem hún vann fyrst á Bústaðasafni, þá Kringlusafni og loks Ársafni, þar til hún varð að láta af störf- um sökum veikinda árið 2006. Á sumrin vann hún í landvörslu í á annan áratug. Helga tók virkan þátt í ýmiskonar félagsstarfi. Hún var m.a. formaður Félags bókasafnsfræðinga 1979-1981, formaður Landvarðafélags Ís- lands 1990-1994, tók virkan þátt í starfi Íslandsdeildar IBBY og var meðal stofnfélaga í Nátt- úruverndarsamtökum Íslands. Helga ritaði fjölda greina í blöð og tímarit, aðallega um barnabækur og barnamenningu auk þess sem hún sagði sögur bæði í útvarp og sjónvarp. Hún skráði ævisögu Ragnars Stef- ánssonar þjóðgarðsvarðar í bók- inni Ragnar í Skaftafelli, end- urminningar og frásagnir (1995). Hún tók saman tvö safn- rit um íslensk náttúruljóð, Allt fram streymir (2003) og Cold was that Beauty (2002) auk þess sem hún valdi náttúruljóð í ritið Náttúrusýn (1994). Helga gaf út hefti með ljóðum, Helgudaga (1995). Þá voru birt ljóð eftir hana í bókunum Ljóðmál (1997) og Sköpun (2001). Þá þýddi Helga nokkrar barnabækur og tók að sér prófarkalestur fjölda bóka. Jarðarför Helgu verður gerð frá Salnum í Kópavogi í dag, 6. nóvember 2014, og hefst athöfn- in kl. 15. Scott Riddell, um- hverfisfræðingur, f. 1967. Sonur þeirra er Lewis Árni, f. 2009. Stjúp- synir Helgu, synir Finns Torfa frá fyrra hjónabandi, eru Árni Finnsson, f. 1958, giftur Hrafnhildur Arn- kelsdóttir og eiga þau tvær dætur og Magnús Einar Finnsson, f. 1959, d. 2005. Kona hans var Jóhanna Erla Birgisdóttir og þau áttu þrjú börn. Helga og Finnur skildu 1988. Systkini Helgu sam- mæðra eru Örn Þorvaldsson og Rannveig Þorvaldsdóttir. Helga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960, kennaraprófi 1963 og BA- prófi í bókasafnsfræði frá H.Í. 1977. Hún stundaði framahalds- nám í bókasafnsfræði við Osló- arháskóla veturinn 1981-2 og lauk landvarðaprófi 1989. Helga var kennari í Kópavogi 1963 til 1970 og 1972-1973. Hún vann sem bókasafnsfræðingur frá 1977, fyrst á skólabókasafni Víghólaskóla, síðan á Bókasafni Kópavogs og á bókasafni Kvennaskólans í Reykjavík áður Ég þarf að hugsa aftur ein 20 ár til að muna mömmu eins og hún var áður en Alzheimer-sjúk- dómurinn fór að læða klónum í hana. Mömmu sem kunni ráð við öllu. Mömmu sem var alltaf með bók í hendi. Mömmu sem þekkti öll blóm. Mömmu sem sagði sög- ur. Mömmu sem kunni öll ljóð. Mömmu sem þoldi ekki óréttlæti. Mömmu sem lét stundum of mik- ið yfir sig ganga. Mömmu sem átti svo marga vini. Mömmu sem var rauðsokka og femínisti. Mömmu sem prjónaði peysur. Mömmu sem fannst gaman að dansa. Mömmu sem elskaði mig skilyrðislaust. Svo kom sjúkdómurinn. Lædd- ist í fyrstu og lét lítið fyrir sér fara en varð frekari og minna feiminn með árunum. Sjúkdóm- urinn sem breytti mömmu. Kom í veg fyrir að mamma gæti lært nýja hluti. Gerði mömmu minna ræktarlega við vini og fjölskyldu. Svipti mömmu sjálfstrausti. Tók af mömmu prjónana. Tók af mömmu bækurnar. Tók af mömmu málið. Tók af mömmu að þekkja sína nánustu. Síðasti áratugur var mömmu erfiður. Hún stóð sig vel og hélt sinni reisn eins lengi og unnt var. Á meðan hún gat enn búið heima sneið hún sér stakk eftir vexti og naut þess sem notið varð. Löngum og miklum ferðalögum um landið var skipt út fyrir síend- urtekna sömu ferðina, fyrst í Heiðmörk og svo æ styttri göngu- ferðir um nágrennið. Hún naut þess að hlusta á tónlist og þó hún gæti ekki lengur lesið gekk hún um með bækurnar sínar sem gamla vini. Svo kom að því að hún varð að flytja að heiman og það var henni þungt. Hamingjan er í stundinni, hvort sem hún gleymist strax eða geymist í minningunni. Ham- ingjustundir voru inn á milli þó þeim fækkaði eftir því sem sjúk- dómurinn dró mömmu niður. Ekki fyrir löngu sat ég hjá henni og hún virtist víðsfjarri og lítið vita af mér. Svo leit hún allt í einu upp, horfði í augun á mér, strauk mér um hárið og sagði: Þú ert svo góð. Á þeirri stundu vissi ég að þrátt fyrir allt þá vissi hún í hjarta sínu að ég var hennar. Það var hamingjustund. Hvíl í friði, elsku mamma. Glóey Finnsdóttir Mamma mín hún Helga K. Einarsdóttir lést síðastliðinn föstudagsmorgun eftir langa bar- áttu við Alzheimer og krabba- mein að auki. Hún var 73 ára. Mamma var mér fyrirmynd um margt, hún hafði ríka réttlætis- kennd og stóð með minni máttar, hún var rauðsokka og femínisti og mikill talsmaður jöfnuðar og jafnréttis. Hún ræktaði stóran vingarð og leitaði eftir því sem sameinaði hana við vini sína frek- ar en því sem skildi að. Hún fór ekki í manngreinarálit, tengdist vináttuböndum við fólk þvert á kynslóðir bæði eldri og yngri en hún var sjálf. Hún leit á börn og unglinga sem jafningja og vini. Margir vinir mínir og systkina minna minnast hennar fyrir þetta. Mamma var mikil bókaunn- andi og mikil áhugakona um barnabækur. Smekkur hennar á bókmenntum var fjölbreyttur, ljóð, krimmar, skáldsögur og fantasíur ásamt öllu hinu sem hinn óþrjótandi heimur bók- mennta býður upp á. Ævistarf hennar snerist um bækur og þar var hún á heimavelli. Hún var mikill náttúruunnandi og náttúruverndarkona. Það voru fáar plöntur í íslenskri flóru sem hún gat ekki greint á staðnum. Gönguferðir, ferðalög og útilegur voru stór hluti af hennar lífi. Hún var tónlistarunnandi og kenndi mér að meta þjóðlagatón- list af ýmsu tagi. Hún hafði mikinn áhuga á ætt- fræði og tók þátt í að skrá sögu Briem-ættarinnar sem báðir for- eldrar hennar voru hluti af. Hún var afar dugleg hannyrða- kona þótt henni fyndist ekki alltaf mikið til um það sjálfri, saumaði sér og börnum sínum föt og prjónaði mikið. Eins og áður hefur komið fram var hún félagslynd og fannst ekk- ert skemmtilegra en að gera sér glaðan dag í hópi vina. Þegar ég horfi til baka sé ég að hún lagði sig fram um að lifa í núinu og njóta líðandi stundar, hún hafði alltaf tíma fyrir tíu dropa, eitt sérrístaup með vinkonunum eða gönguferð upp í Heiðmörk. Hún var hófsöm og sóttist ekki eftir miklum efnislegum gæðum, kaus frekar að eiga tíma til að sinna hugðarefnum sínum, fjölskyldu og vinum. Því miður lagðist Alzheimers- sjúkdómurinn á hana fyrir aldur fram. Við það skertist fé- lagsfærnin, hún fór að eiga erf- iðara með að læra nýja hluti, varð gleymin og að lokum varð hún al- veg ósjálfbjarga og ekki nema skugginn af sjálfri sér. Þó ég sakni hennar mikið þá finnst mér gott að hún hefur nú fengið hvíld- ina löngu. Við sem eftir sitjum yljum okk- ur við góðar minningar. Einar Torfi Finnsson Eftir fráfall Helgu Einarsdótt- ur vinkonu minnar og frænku er heimurinn snauðari en áður. Þrátt fyrir að við Helga vissum hvor af tilveru annarrar lágu leið- ir okkar ekki saman fyrr en báðar bjuggu í Ósló á níunda áratug síð- ust aldar. Helga kom til Óslóar til að bæta við menntun sína í bóka- safnsfræði og sérhæfði sig í þjón- ustu bókasafna fyrir börn. Að venju héldu íslensku stúdentarn- ir vel saman. Helga var heldur eldri en hinir en aðlagðist hópn- um mjög fljótt. Oft var gaman í Ósló og lífið ekki tekið allt of há- tíðlega, án þess þó að slá slöku við námið. Helga var mikill náttúru- nnandi. Hún gekk mikið um land- ið, þekkti nánast allar jurtir, hafði gaman af því að tína ber og vann nokkur sumur við landvörslu. Einnig var hún bókelsk, las heil lifandis ósköp af bókum, bæði þær sem skrifaðar eru fyrir full- orðna og börn. Þá unni hún mjög ljóðum. Þannig sameinaði hún áhugamál sín þegar henni var fal- ið að velja ljóð í bækurnar Nátt- úrusýn (Háskóli Íslands 1994), Cold was that beauty (Salka 2002) og Allt fram streymir – ís- lensk náttúruljóð (Salka 2003). Þá gaf Helga einnig út sína eigin ljóðabók, Helgu dagar árið 1995. Ættfræði og þjóðlegur fróðleikur voru einnig Helgu hugleikin og hún var í útgáfunefnd þegar Briemsætt var gefin út og skráði ævisögu Ragnars í Skaftafelli sem Hörpuútgáfan gaf út árið 1995. Helga var bókasafnsfræðingur af gamla skólanum, vissi allt um bækur og las iðulega fyrir börn á þeim bókasöfnum þar sem hún starfaði. En nútíma rafræn tækni kom örlítið of seint til sögunnar til þess að hún næði að tileinka sér alla þá tækni. Aðeins 64 ára að aldri greindist Helga með Alzheimer-sjúkdóm og kom þá í ljós að sjúkdómsferlið hafði hafist nokkru áður. Á þeim árum sem liðin eru síðan breyttist þessi skrafhreifna, lifandi kona smátt og smátt í þögla veru sem þekkti ekki alltaf sína nánustu. Fyrst í stað reyndu börnin henn- ar, systkini og vinir að annast hana. En síðan var Helga svo heppin að hún fékk inni á hjúkr- unarsambýlinu Roðasölum og síðar á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund þegar heilsu hennar hrakaði enn frekar. Vil ég nota tækifærið til að þakka frá- bæru starfsfólki á báðum stöðum fyrir elskulegt og notalegt viðmót og góða umönnun. Það hefði ekki á nokkrum öðrum stöðum farið betur um Helgu mína. Minning um góða konu mun lifa. Ég votta börnum og systk- inum Helgu og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína og kveð mína kæru vinkonu með ljóðinu Sorg sem birtist í Allt fram streymir, náttúruljóðabók- inni hennar. Eins og blóm án blaða söngur án raddar skyggir dökkur fugl á heiðríkjuna. Vorið, sem kom í gær, er aftur orðið að vetri. (Magnús Jóhannsson) Brynhildur Briem. Það er alltaf erfitt að kveðja, alveg sama þó viðkomandi hafi í raun verið löngu farinn. Sú Helga sem við þekktum og nutum sam- vista við á árum áður var löngu horfin þó líkaminn hafi enn verið þessa heims. Við sem þetta skrifum erum svo heppnar að hafa þekkt Helgu lengi. Við komum úr ólíkum átt- um en hún leiddi okkur saman í bókaklúbbi, Krimmaklúbbnum, þar sem eingöngu átti að lesa glæpasögur eftir konur. Sá til- gangur klúbbsins var okkur reyndar gleymdur en rifjaðist upp af þessu tilefni. Enn hittumst við, ræðum bækur og skiptumst á skoðunum þó Helga hafi verið fjarverandi um nokkurt skeið. Helga var full af lífsvilja og átti mikið að gefa, af miklu að miðla og var dugleg að fræða. Hún var t.d. óþreytandi í að kynna okkur fyrir rithöfundum, sérstaklega konum, sem henni fannst að við ættum að lesa. Hún var hugsjóna- manneskja og þreyttist aldrei á að vinna þeim málum brautar- gengi sem hún hafði trú á. Kven- frelsi, náttúrvernd, hverskonar jöfnuður, bókmenntir og bóka- söfn voru henni hugleikin en Helga sagði einhverju sinni að það væri trú sín að bókasöfnin myndu frelsa heiminn. Helga var góður félagi, hlátur- mild og naut þess að skemmta sér í góðra vina hópi. Henni þótti einkar gaman ef þar var sungið og ekki verra ef einnig var dans- að. Helga hafði einstaklega þægi- lega nærveru, var fróð og mikil sagnakona sem alltaf var gaman að hlusta á. Hún hafði afskaplega skemmtilega kímnigáfu en gat stundum verið ögn fljótfær en var jafn fljót að biðjast afsökunar ef henni fannst hún hafa hlaupið á sig. Helga var alla tíð mikill nátt- úruunnandi eins og ljóðasafn hennar og hennar eigin ljóðabók sýna. Á heimleið eftir síðasta krimmaklúbbsfundinn sem hún komst á naut hún þess ljóslega að horfa á norðurljósin dansa á vetr- arhimninum, þrátt fyrir að vera þá orðin afar veik. Á kveðjustund minnumst við kraftmikillar, sterkrar, glað- lyndrar og ráðagóðrar konu, góðrar vinkonu sem skilur eftir margar skemmtilegar minningar sem við getum yljað okkur við. Eftirfarandi ljóðbrot er niður- lag ljóðs eftir Helgu sem heitir „Kveðja til Gests Guðfinnssonar“ og birtist í kveri hennar „Helgu dagar“ sem út kom árið 1995. Okkur finnst það eiga vel við á þessari stundu. Langt er síðan við fundumst síðast en gott var að sitja með þér undir því fjalli Ef ég hitti þig einhvern tíma tínum við bláber teljum blómin á þúfunum og að kvöldi sjáum við rauð ljós kvikna í heiðinni hinum megin. Anna Jensdóttir, Dóra Juliussen, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Sigurborg Rögnvaldsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir. Hér kveðjum við kæran vin. Helga K. Einarsdóttir lést 31. október síðastliðinn eftir langvar- andi veikindi. Ég kynntist Helgu árið 1974 þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni á Álfhólsveg 113 í Kópa- vogi. Þessi flutningur úr hinu gróna umhverfi Vesturbæjar í Reykja- vík inn í víðáttu Kópavogs, sem á þeim tíma var í uppbyggingu, reyndist börnum mínum dásam- leg breyting þar sem þau fengu að búa við meira frjálsræði og svigrúm. Helga bjó í næsta húsi ásamt fjölskyldu sinni og urðu börn okk- ar beggja strax mestu mátar og eru enn í dag. Fljótlega tengd- umst við Helga traustum vináttu- böndum sem aldrei hafa rofnað. Hún skipar stóran sess í minn- ingum frá þessum árum sem eru mér einstaklega kærar. Hér áður fyrr sveif andi frum- byggja Kópavogs yfir vötnunum og var Helga tákn þess tíma þar sem hún hafði alist upp ásamt systkinum sínum og móður. Helga hafði einstaklega góða frásagnarhæfileika sem ein- kenndust af látleysi og gaman- semi, en var um leið fræðandi. Hún var í alla staði hógvær manneskja og þeim eiginleikum gædd að geta miðlað þekkingu og fróðleik án þess að maður tæki eftir því. Hún var jafnframt merkisberi frelsis og jafnréttis og hafði víðtæk áhrif á umhverfi sitt í þeim efnum. Helga var skemmtilegur ferða- félagi þar sem hún þekkti hverja þúfu, holt og hæðir á ferðalögum sínum og oftar en ekki fylgdu skemmtilegar sögur með. Marg- sinnis var leitað í hennar visku- brunn og óbrigðult minni eftir að- stoð við að stílfæra og koma skrifum á prent. Hún var „kúnst- ner“ í öllu sem viðkom íslensku máli, hvort sem það var bundið eða óbundið. Því var það ekki sársaukalaust að sjá Helgu hverfa á síðustu ár- um inn í huliðsheim þann sem ekkert okkar hefur aðgang að. En bros hennar og hlýtt handtak minnti okkur alltaf á hver hún var. Komið er að kveðjustund, en ljúft verður að eiga minningar um góðan samferðamann og vin. Með þakklæti fyrir góðar stundir. Sigurbjörg S. Jónsdóttir. Helga Kristín Einarsdóttir Fallin er frá yndisleg og falleg kona sem ég er mjög þakklát fyr- ir að hafa kynnst. Elsku Inga amma, það er svo margt í lífi mínu og fjölskyldu minnar sem þú hefur snert djúpt með þinni jákvæðni, góða og yfirvegaða skapinu þínu og ógleymanlega fallega brosinu þínu. Sá kærleik- ur og væntumþykja sem þú hefur sýnt mér, Stefáni (ömmustrákn- um þínum) og börnum okkar, þeim Hörpu Lind og Axel Gerð- ari er okkur óborganleg, við mun- um varðveita þá tilfinningu í Ingveldur Jónasdóttir ✝ Ingveldur Jón-asdóttir fædd- ist í Garðhúsum á Eyrarbakka 29.10. 1917. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, 23. októ- ber 2014. Útför Ingveldar fór fram frá Foss- vogskirkju 31. október 2014. hjörtum okkar alla tíð. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til ykkar hjóna hvort sem það var á Skeljagrand- ann eða síðan seinna í Seljahlíðina. Marg- ar sögur voru sagð- ar, minnisstæðust er þó sagan um fal- legu „næluna“ þína sem átti allan þátt í að leiða þig og Jón afa saman á sínum tíma, endalaust falleg og sönn saga. Margar vísur fengum við einnig að heyra og er mér ein helst of- arlega í huga …. „Amma, hún er mamma hennar mömmu, og mamma er það besta sem ég á. Gaman væri að gleðja hana ömmu, og gleðibros á vörum hennar sjá. Í rökkrinu segir hún mér oft sögur, og svæfir mig þá allt er orðið hljótt. Syngur við mig sálma og kvæði fögur, þá sofna ég svo vært og undur rótt.“ Elsku Inga amma, það er sárt að sakna og þekkir þú það einna best. Ég vona að þú hafir fundið hann Jón þinn og að þið njótið samveru ykkar á ný. Nú kveð ég þig með söknuði en mun ávallt minnast þín með jákvæðni og brosi á vör. Guð varðveiti þig og Jón afa, knús til ykkar beggja frá okkur í Ástralíu. Hrefna. Elsku Inga amma mín og æð- islegur vinur hefur nú lokið kafla í samveru okkar sem hefur verið bæði lifandi og skemmtilegur. Að eiga góða ömmu er æðislegt og að fá að vera samferða í góðum anda sem fylltur var af brosmildum sögum og upplifunum eru sönn forréttindi. Það er undarleg tilfinning að missa ömmu sem hefur alla tíð verið stór hluti af lífi mínu. Til- finningin er blönduð söknuði, skilningi fyrir tíma og öllum góðu minningunum sem við áttum saman. Listinn er langur af sam- verustundum og minningum sem við byggðum saman hvort sem var við Þingvallavatn með Ingu ömmu og Jóni afa, heimsókn í gömlu mjólkurbúðina nú eða sem oftar heimsókn til ömmu og afa í Bogahlíðina, Skeljagrandann eða síðustu árin í Seljahlíð. Það er mér mikils virði að hafa notið djúprar vináttu ömmu minnar og að hafa fengið að deila því með Hrefnu minni og börnum okkar, Hörpu Lind og Axel Gerðar. Bros kemur við hugsunina um heim- sóknir til langömmu þar sem Harpa Lind og Axel Gerðar eru að hlusta á sögurnar frá Eyrar- bakka af uppvaxtarárum ömmu í Garðhúsum, börnin höfðu ekki alltaf þolimæðina til staðar, en eitt veit ég að þau höfðu gaman af sögum langömmu sinnar sem hún sagði ávallt svo skemmtilega frá. Já og dagsferða á Eyrarbakka sem voru alveg óborganlegar, það var gaman að sjá og upplifa staðinn með henni. Margt situr eftir, því í ófá skipti hafa þau vitn- að í sögurnar gömlu. Inga amma mín kenndi mér margt gott sem er styrkur í mínum grunni sem einstaklingur, það er gott að hugsa til Ingu ömmu og minnast allra góðu stundanna með henni, hennar fegurðar og kærleika. Eðalkona sem gott er að minnast. Hvíl í friði, elsku amma mín. Kveðja, Stefán.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.