Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 34
BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Jólabækurnar streyma nú á mark- að, fjöldi prentaðra titla er nú kom- inn í verslanir en fáar rafbækur standa kaupendum til boða. Í Bóka- tíðindum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, eru 49 raf- bækur skráðar. Í fyrra voru þær 60 talsins og árið þar áður, 2012, voru þær 94. Útgefnum rafbókum hefur því fækkað en ekki fjölgað. Bryndís Loftsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, segir þróun raf- bókamarkaðarins vera svipaða og á Norðurlöndum; hann stækkar hægt. Rafbókamarkaðurinn er inn- an við 1% af markaðnum hér á landi, að sögn Bryndísar. „Þetta tekur tíma og sala rafbóka á án efa eftir að aukast en markaðurinn er enn sem komið er mjög lítill. Bóka- bransinn hér snýst mikið um að gefa bækur, sérstaklega á þessum árstíma.“ Þó svo að tölurnar sýni að færri rafbækur komi út í ár miðað við ár- ið 2012, þá segir fjöldinn ekki alla söguna, bendir Bryndís á. Margar af þeim rafbókum sem komu út árið 2012 komu eingöngu út sem rafbók. „Minni tilraunamennska er nú í gangi en miðað við t.d. árið 2012. Færri bækur koma nú eingöngu út á rafrænu formi.“ Sala íslenskra rafbóka lakari Sala á íslenskum rafbókum hefur verið lakari í ár en í fyrra en auð- vitað er helsti sölutíminn eftir, seg- ir Stefán Hjörleifsson eigandi eBóka, sem selur rafbækur og hljóðbækur. „Ástæðan eru sú að fá- ar íslenskar rafbækur koma út á árinu. Það hefur þó gengið ágæt- lega að selja þær rafbækur sem við höfum fengið í sölu,“ segir Stefán. Hann vonast til að fleiri útgef- endur, að undanskildu Forlaginu, átti sig á því að þeir þurfi að taka þátt í þessari þróun ef ekki eigi illa að fara. Stefán segir vandamálið liggja í því að útgefendur vilji halda í prentuðu bókina og komi titlunum ekki yfir á rafbókarform fyrr en mun seinna. „Segja má að útgef- endur séu í samkeppni við sjálfa sig. Það hefur ekki verið hvetjandi fyrir þá að gefa út rafbækur því salan hefur verið svo lítil. Á móti kemur að salan verður aldrei al- mennileg fyrr en gott úrval er í boði.“ Hann bendir á að bókin sé í eðli sínu þannig vara að fólk vill fá að lesa sinn uppáhaldshöfund um leið og verkið kemur út. „Raf- bókaunnendur sitja ekki við sama borð og aðrir neytendur bóka því þeir þurfa jafnvel að bíða í nokkra mánuði til að fá verkið.“ Hann líkir rafbókavæðingunni við tónlistarútgáfu og segir að um leið og afritunarvarnir hafi verið af- numdar af tónlist þá hafi sú útgáfa vaxið. Hann segir höfundavarnir, sem útgefendur hafa valið, haml- andi í bókaútgáfu. Hann tekur fram að aðgengi þurfi að vera gott og hvert aukaskref sem kaupandinn þurfi að taka á netinu sé hamlandi. Forlagið með svipaðan fjölda Tæplega 40 nýjar rafbækur koma út hjá Forlaginu í ár. Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra en er þó nokkuð meira en árið 2012. „Stefna Forlagsins er að reyna að gefa út flestar skáldsögur sem rafbók á svipuðum tíma og prent- aða bókin kemur,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann bendir á að útgefendur séu ekki eins hikandi við að gefa út raf- bók samtímis prentuðu bókinni og þeir voru í fyrstu. Egill segir sölu rafbóka vera litla enn sem komið er. „Ég trúi því að með auknu framboði aukist eftirspurnin.“ Unn- ið er að því að koma nýjustu titl- unum yfir á rafbókarform en enn sem komið er eru engar slíkar í boði. Forlagið er með rafbækur til sölu á svokallaðri ePub-skrá. „Vonandi í náinni framtíð verður þetta skrá- arsniðsvandamál úr sögunni þegar við förum að streyma rafbókum.“ Egill, ásamt fleirum, hefur unnið að því í rúmt ár að koma á fót raf- bókaveitu. Hún yrði í sambærileg við efnisveituna Netflix og tónlist- arveituna Spotify. „Þar yrði boðið upp á áskrift að bókum, aðgengi að miklu úrvali bóka gegn föstu gjaldi. Það sem helst stendur í vegi fyrir því er ekki tæknin heldur skortur á framboði. Það þýðir lítið að bjóða upp á hlaðborð með einum eða tveimur réttum.“ Hann bendir á að ef slíkt hlaðborð eigi að vera girni- legt þurfi framboðið að vera á bilinu 500-1.000 titlar. Bjartur og veröld gefa út um 20 titla á rafbók á árinu, sem er örlítil aukning frá því í fyrra. Helming- urinn af þeim eru nýir titlar. Engar rafbækur fyrir jólin Enginn af þeim titlum sem bóka- útgáfan Salka gefur út fyrir jólin kemur út sem rafbók. Titlarnir eru á bilinu 30 til 40 og örlítið færri en í fyrra. „Við gefum líklega út nokkr- ar rafbækur eftir áramótin, þá skáldsögur og kannski hugsanlega einhverjar handbækur sem ekki eru mikið myndskreyttar. Við tök- um þetta rólega því þetta hefur ekki skilað miklu og þá erum við ekki stórtæk í bráð,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku. Innan við tugur rafbóka hefur alls komið út hjá Sölku. Að sögn Hildar þá hafa þær ekki selst mikið. Bókaútgáfan Sögur gefur út 28 titla fyrir jólin. Engin af þeim bók- um mun koma út sem rafbók. Sömu sögu er að segja um bókaútgáfuna Dimmu. Dræm sala íslenskra rafbóka helst í hendur við lítið framboð  Engar nýútkomnar íslenskar skáldsögur komnar út sem rafbækur en eru væntalegar, að sögn útgefenda Morgunblaðið/Ómar Rafbækur 49 rafbækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár, færri en í fyrra. 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 „Okkar stefna er að gefa allar texta- bækur líka út sem rafbækur. Þetta hefur verið markmið okkar frá upp- hafi og við lítum á rafbókina sem sjálfsagða þjónustu við kaupand- ann,“ segir Marta Hlín Magnadóttir sem á bókaútgáfuna Bókabeituna ásamt Birgittu Elínu Hassell. Bóka- beitan gefur eingöngu út barna-, unglinga- og ungmennabækur. Í ár koma átta titlar út á rafbókarformi sem eru um 80% útgefinna titla. „Við viljum fá börn og unglinga til að lesa meira og á því formi sem þau kjósa sjálf. Þau geta verið með rafbókina í símanum og þar með í vasanum.“ Allar bækur Bókabeitunnar eru fáanlegar á Amazon.com. Að sögn Mörtu er sala rafbókanna ekki kom- in almennilega af stað ennþá, hvorki hjá Amazon né hjá inn- lendum rafbókasölum. „Við teljum samt mikilvægt að bjóða líka upp á rafbækurnar á Amazon. Sumir vilja bara lesa á íslensku en ekki ensku og því þurfa íslenskar rafbækur að vera á boðstólum fyrir allar teg- undir rafbókalesara. Margir á Ís- landi nota Kindle fyrir Amazon og einnig þeir sem búa erlendis.“ Þjónusta við kaupendur BÓKABEITAN GEFUR ALLAR TEXTABÆKUR ÚT SEM RAFBÓK Birgitta E. Hassel og Marta H. Magnadóttir. Frumkvöðlasetrið Djúpið hefur ver- ið opnaði á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar á Austurlandi. Það var síðastliðið vor sem Aust- urbrú ses., AFL Starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun frum- kvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa ný atvinnu- tækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum, segir í fréttatilkynn- ingu. AFL Starfsgreinafélag leggur setrinu til að byrja með til húsnæði í Sambúð, Mörkinni 12, á Djúpavogi auk aðgangs að nettengingu. Djúpa- vogshreppur leggur frumkvöðla- setrinu til 250.000 kr. til að standa straum af nauðsynlegum stofnkostn- aði. Austurbrú ses. veitir Djúpinu samræmda og þverfaglega þjón- ustu.Efnt var til nafnasamkeppni í haust til þess að finna frum- kvöðlasetrinu nafn. Alls bárust 33 tillögur að nafni og varð nafnið Djúpið fyrir valinu. Djúpið var opnað formlega mánu- daginn 3. nóvember og í tilefni dags- ins var boðið upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur sem byggt er laus- lega á bókinni Sköpunarkjarkur eft- ir bræðurna Tom og David Kelly. Kennari var Karl Guðmundsson ráð- gjafi í vöruþróun og markaðsmálum. Ljósmynd/Djúpið Í Djúpinu Fjöldi gesta leit inn þegar frumkvöðlasetrið var opnað. Frumkvöðlasetur opnar á Djúpavogi Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flot tir í fötum Frímúrarar – Oddfellowar Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Ótrúlegt verð: 72.900,- með svörtu vesti á meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.