Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 56
VI TINN 2014 bátsskrokkur geti orðið söluvæn vara á alþjóðlegum mark- aði. Stjórnendur Rafnars vonast til að tilraunaframleiðsla fyrirtækisins komist á það stig á næsta ári að hægt verði að hefja markaðs- setningu og sölu. Rafnar má skil- greina sem þróunar- og nýsköp- unarfyrirtæki. Það hefur haft afar VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Rúmlega tveggja mánaða ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um landið, þar sem sjónum var einkum beint að vaxtarbroddum í atvinnu- lífinu, lauk í síðustu viku. Eins og kynnt var í upphafi ferðar ákvað blaðið að veita einu fyrirtæki í hverjum landshluta og einu á lands- vísu sérstaka viðurkenningu í ferða- lok fyrir að skapa ný störf og tekjur eða forsendur sem ný atvinnutæki- færi geta byggst á. Greint er frá þeim fyrirtækjum sem urðu fyrir valinu á næstu síðum. Á landsvísu hlýtur skipasmíðastöðin Rafnar í Vesturvör í Kópavogi viðurkenn- ingu Morgunblaðsins, Vitann 2014. Rafnar vinnur að þróun og til- raunasmíði báta með nýju skrokk- lagi sem hefur mikinn stöðugleika og mýkri hreyfingar en venjulegir bátsskrokkar. Lagið á að gera bát- unum auðvelt að ráða við válynd veður. Með 38 starfsmenn Starfsmenn fyrirtækisins eru 38 og hefur eig- andinn, Össur Kristinsson, stofnandi stoð- tækjafyrirtækisins Össurar hf., lagt til rekstrarfé. Að auki er aðgangur seldur að öfl- ugum vélum fyrirtækisins sem ekki eru til annars staðar hér á landi. Mikil bjartsýnir ríkir um að þessi takmarkaðar tekjur af meginstarf- seminni, en hún er hins vegar mjög kostnaðarsöm. Fyrirtækið þarf stórt húsnæði, öflugan vélbúnað og fjölda starfsmanna. Sannfæring um að verið sé að skapa eitthvað sér- stakt ræður því að eigandinn hefur undanfarin ár lagt starfseminni til verulegt fé. Eftirsóttar vélar Þær takmörkuðu tekjur sem Rafnar hefur sem stendur stafa frá vélum fyrirtækisins. Búnaðurinn er öflugur og ekki til annars staðar hér á landi. Til dæmis um búnaðinn má nefna fimm ása vatnsskurð- arvélar fyrir nánast öll efni, allt frá þykku stáli niður í þunnt gúmmí. Hafa ýmsir aðilar keypt þjónustu á þessu sviði af fyrirtækinu. Samstarf við Gæsluna Rafnar hefur við prófanir sínar á bátsskrokkum átt samstarf við Landhelgisgæsluna sem sýnt hefur verkefninu mikinn áhuga. Hefur Gæslan haft bátinn Leiftur til próf- unar um skeið. Hann er skil- greindur sem aðgerðaslöngubátur. Hefur honum verið prufusiglt um þrjú þúsund sjómílur og reynst afar vel við erfiðar aðstæður á hafinu umhverfis landið. Hægt er að taka 90 gráða beygju á 40 hnúta hraða án þess að slá af eða vera nokkurn tíma hræddur um að detta útbyrðis. Þykir báturinn fara mjög vel með áhöfnina í slæmu sjólagi. Ný tegund af bátsskrokki Ljósmynd/Rafnar ehf. Lofar góðu Tilraunir Landhelgisgæslunnar með bátinn Leiftur frá Rafnari hafa gefist mjög vel.  Morgunblaðið veitir 10 vaxtarbroddum í atvinnulífinu viðurkenningu eftir hringferð um landið  Skipasmíðastöðin Rafnar í Vesturvör í Kópavogi hlýtur Vitann 2014 á landsvísu VITINN 20142014 Á FERÐ UM ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Meðan unnið var að greinaflokki Morgun- blaðsins um vaxtarbrodda atvinnulífsins bár- ust ábendingar um tugi fyrirtækja um land allt sem ástæða væri til að veita athygli. Hafa sum þeirra áður verið til umfjöllunar á síðum blaðs- ins, en frá öðrum verður sagt síðar þegar til- efni gefst til. Hér verða nefnd örfá fyrirtæki sem oft var bent á án þess að tækifæri gæfist til að fjalla um þau að þessu sinni í greina- flokknum. Á Vesturlandi: Vignir G. Jónsson sem sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum. Það er sagt eitt farsælasta og best rekna fyrirtæki á Akranesi. Niðursuðuverksmiðjan Akraborg sem í rúm 20 ár hefur verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur. Norðanfiskur sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stó- reldhús- og neytendapakkningar. Loftorka í Borgarnesi sem er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði framleiðslu húseininga úr steinsteypu. Límtré Vírnet í Borgarnesi sem framleiðir valsað stál og ál til klæðninga utan- húss og innanhúss. Brugghúsið Steðji í Flóka- dal sem er fjölskyldufyrirtæki. Garð- yrkjustöðin Sólbyrgi í Reykholtsdal. Fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 10% allra jarðarberja á íslenskum neytendamark- aði. Snæfellsnes og Dalir: Rjómabúið að Erps- stöðum, fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ís, konfekt og osta fyrir sælkera og rekur að auki gistingu fyrir ferðalanga. Hótel Framnes í Grundarfirði sem gerir m.a. út á hvalaskoð- unarferðir í Kolgrafafirði. Fiskiðjan Bylgjan í Ólafsvík sem verkar, frystir og flytur út yfir fimmtán fiskitegundir og leggur áherslu á vandaða umhverfisstefnu. Skipavík í Stykk- ishólmi sem rekur dráttarbraut og vélsmiðju og stundar einnig almenna verktakavinnu. Hraðfrystihús Hellissands sem er eitt stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið í Snæ- fellsbæ með aðsetur á Rifi. Hjá fyrirtækinu starfa fimmtíu manns við fiskvinnslu og tutt- ugu á sjó. Vestfirðir: Standaber sem nýtir aðalbláber tínd í Strandasýslu. Berin eru pressuð og nýtt í safa og hratið er nýtt sem hráefni fyrir búst eða þurrkað sem millimál. Vélsmiðjan Logi sem sinnir almennum skipa- og véla- viðgerðum á Patreksfirði. Gullsteinn á Reyk- hólum sem er að þróa og sérhæfa sig í fram- leiðslu á lífrænum þara og þangi í formi fæðubótarefnis. Arna í Bolungarvík sem fram- leiðir laktósafríar mjólkurvörur. Norðurland: Pharmarctica á Grenivík sem framleiðir snyrtivörur, fæðubótarefni, sápur, smyrsl og fleira. Frís litla íspsinnagerðin á Sauðárkróki sem framleiðir íspinna. Steindór Haraldsson á Skagaströnd sem undirbýr fram- leiðslu á súpum til útflutnings á Japans- markað. Ferðaþjónustufyrirtækið Haf og land sem stendur fyrir siglingum um Skagafjörð. Austurland: Fjölskyldufyrirtækið Tanni Tra- vel á Eskifirði sem rekur persónulega ferða- þjónustu. Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdals- héraði sem sinnir lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Suðurland: Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Activities í Hveragerði. Ölvisholt Brugghús sem framleiðir nokkrar vinsælar bjórtegundir. Millibör á Höfn í Hornafirði sem hannar og framleiðir föt. Suðurnes: Útgerðarfyrirtækið Einhamar Sea- food í Grindavík. Veitingahúsið Vitinn í Sand- gerði. Höfuðborgarsvæðið: Hugbúnaðarfyrirtækið Handpoint. Reykjavík: Mentor sem rekur upplýsingakerfi fyrir menntastofnanir. Mint Solutions sem hef- ur hannað og þróað MedEye-lyfjaskannann sem talinn er geta stóraukið lyfjaöryggi hjá sjúkrahúsum. Nýsköpunarfyrirtækið Hugvak- inn sem framleiðir snjallsímaforritið Tuneri- fic. Það er nú notað í yfir milljón farsímum. Þess má geta að ábendingar bárust um nokkra tugi nýsköpunarfyrirtækja í Reykjavík sem ekki var rúm til að fjalla um í greinaflokknum. gudmundur@mbl.is Ábendingar bárust um tugi fyrirtækja Morgunblaðið/Kristinn Sproti Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur vakið mikla athygli fyrir vörur sínar.  Fjölskrúðugir vaxtarsprotar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.