Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 66
66 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Áætlað er að fuglum hafi fækkað um 421 milljón í Evrópu á 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Ecology Letters. Rann- sóknin byggist á talningu fugla í 25 Evrópulöndum. Skýrsluhöfundarnir rekja fækkunina einkum til breytinga í landbúnaði og landnýtingu og þess að gengið hefur verið á búsvæði fugla. Fækkunin er mest, eða 90%, meðal algengustu fuglategunda álf- unnar og skýrsluhöfundarnir segja að til að koma í veg fyrir að fuglunum fækki enn meira þurfi að vernda búsvæði þeirra. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fuglum af nokkrum sjaldgæfari tegundum hef- ur fjölgað í álfunni, líklega vegna friðunar og vernd- unarráðstafana. Fuglum í álfunni hefur fækkað um 421 milljón á 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn 90% fækkunarinnar urðu í 36 algengustu og útbreiddustu fuglategundum álfunnar Fuglum í Evrópu fækkar Sönglævirki Lítill brúnleitur fugl. Lyftir kambinum þegar hann verður hræddur eða æstur. Honum hefur fækkað til mikilla muna víða í Evrópu Stari Starar, eða starrar, fljúga oft saman í risastórum hópum og eru á meðal algengustu garðfugla Evrópu Akurhæna Verpur á ræktarlandi um nær alla Evrópu og hefur verið veidd til matar. Akurhænunni hefur stórfækkað í allri álfunni Gráspör Verpur yfirleitt við mannabústaði og er einkennisfugl borga og bæja. Heldur sig einnig við sveitabæi en hefur verið álitinn meindýr þar vegna þess að hann étur fræ og spillir uppskeru. Er á meðal fugla sem hefur fækkað mjög í Bretlandi Talning á vegum stjórnvalda hefur leitt í ljós að fuglum hefur fækkað um 12% í Bretlandi frá árinu 1970 Algengir fuglar í Evrópu Fuglar eftir búsvæðum 100 120 Fækkun í prósentum 55 28 24 17 1970 75 80 85 90 95 00 05 10 2013 80 60 40 20 Fuglar í Bretlandi Fuglar á ræktar- landi Fuglar í skógum 1970 = 100 1975 = 100 Fuglar á vötnum og votlendi 1986=100 Sjófuglar Heimildir: Royal Society for the Protection of Birds/Ecology Letters/bresk stjórnvöld/DEFRA Fækkunin stafar einkum af eyði- leggingu búsvæða fugla og breytingum í landbúnaði, skv. niðurstöðum rannsóknarinnar Fuglum fækkaði um 421 milljón Kúrdískir piltar mynda sigurmerki með fingrunum í flóttamannabúðum við tyrkneska bæinn Suruc, við landamærin að Sýrlandi. Herlið íraskra Kúrda fór yfir landamærin frá Tyrklandi um helgina til að taka þátt í átök- um við vígasveitir samtaka íslamista, Ríkis íslams, um bæinn Kobane. Kúr- díska herliðið gerði harðar sprengjuárásir í vígasveitirnar í gær. AFP Sigurvon í búðum flóttafólks Norska öryggislögreglan (PST) var- aði í gær við því að hætta væri á að hryðjuverkamenn reyndu eða gerðu árásir í Noregi innan árs. Odd Reidar Humlegård ríkis- lögreglustjóri sagði á fréttamanna- fundi að talið væri að hættan beindist einkum að lögreglu- og hermönnum, frekar en almenningi. Benedicte Bjørnland, yfirmaður öryggislögreglunnar, tók í sama streng en bætti við að talið væri að stjórnmálamenn væru einnig í hættu. Ríki íslams hvatti til árása Humlegård sagði að lögregluyfir- völd væru að íhuga þann möguleika að vopna lögregluna vegna hættunn- ar á hryðjuverkum gegn lögreglu- mönnum. Formaður samtaka norskra lögreglumanna, Sigve Bolstad, sagði að þau myndu ekki krefjast þess að lögreglan yrði vopnuð og vildu láta yfirvöld um að meta hvort það væri nauðsynlegt. „Á næstu tólf mánuðum er líklegt að Noregi verði hótað hryðjuverka- árásum eða að slíkar árásir verði reyndar,“ segir í nýju áhættumati norsku öryggislögreglunnar. Benedicte Bjørnland sagði í viðtali við TV2 að engar nákvæmar upplýs- ingar um hugsanlega árás lægju fyrir. „En við höfum orðið vör við slæma þróun,“ sagði hún og skírskotaði með- al annars til nýlegra árása eða til- rauna til árása í Kanada, Bretlandi og Ástralíu. Bjørnland vísaði einnig til þess að samtök íslamista, Ríki íslams, hvöttu í september stuðningsmenn sína til að gera árásir á öll lönd sem tækju þátt í árásum Bandaríkjahers á vígamenn samtakanna í Írak og Sýrlandi. Noregur tekur ekki þátt í árásun- um sjálfum en tilkynnti í vikunni sem leið að 120 norskir hermenn yrðu sendir til Íraks til að aðstoða við þjálf- un hermanna í baráttunni gegn öfga- samtökunum. Að sögn PST hafa sextíu manns með tengsl við Noreg farið til Sýr- lands til að taka þátt í styrjöldinni þar í landi. bogi@mbl.is Beinist að her og lögreglu  Hætta talin á hryðjuverkum í Noregi innan árs, að sögn öryggislögreglunnar Hafnar eru tilraunir með bóluefni gegn ebólu í Sviss. Þetta var mögu- legt í kjölfar þess að heilbrigðis- yfirvöld í landinu heimiluðu til- raunirnar. Tilraunirnar með bóluefnið fara fram á sjúkrahúsi í borginni Laus- anne. 400 sjálfboðaliðar hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þeim. 120 verða valdir til þátttöku. Af þeim munu um 50 líklega fara til Vestur- Afríku. Spænski hjúkrunarfræðingurinn Teresa Romero, sem smitaðist af ebólu, fékk að fara heim til sín af sjúkrahúsi í Madríd í gær. Átti hún erfitt með halda aftur af tárunum þegar hún ræddi við fjölmiðla. „Ég er hér til þess að þakka öll- um fyrir, ég er ennþá mjög veik- burða,“ sagði hún á blaðamanna- fundi á sjúkrahúsinu. Þar hefur hún verið í mánuð, lengst af í sóttkví. SPÆNSKUR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ÞAKKLÁTUR EFTIR AÐ HAFA LÆKNAST AF EBÓLU Tilraunir með bóluefni gegn ebólu hafnar í Sviss Verið velkomin í breytta og betri verslun okkar í Smáralind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.