Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 9

Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn E-60 Stólar Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð Verð frá kr. 24.300 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Fallegir toppar kr. 7.900 str. M-XXXL Bátum sem eingöngu stunda strand- veiðar fækkaði í sumar fjórða árið í röð, á meðan krókaaflabátum sem fara á strandveiðar fjölgaði. Síðasta sumar stunduðu 146 af 648 bátum á strandveiðum ekki aðrar veiðar. Árið 2011 voru 233 smábátar eingöngu á strandveiðum, en þá stunduðu 246 krókaaflabátar þessar veiðar og alls voru 685 bátar á strandveiðum það sumar. Stöplaritið sýnir skiptingu strand- veiðibáta undanfarin sex sumur og hvort og hvaða aðrar veiðar bátarnir stunduðu yfir fiskveiðiárið. Þar sést að tæplega 100 grásleppubátar fóru á strandveiðar að lokinni grásleppu- vertíð síðasta sumar, en þeir hafa verið vel yfir hundrað undanfarin ár. 57 bátar voru á grásleppu, strand- veiðum og með krókaaflamark. Sjötta sumar strandveiða Sumarið 2014 var sjötta sumarið sem strandveiðar eru heimilaðar. Heimilt var að veiða á handfæri allt að 8.600 tonn af óslægðum kvóta- bundnum botnfiski. Heildaraflinn var nokkuð hærri eða 8.710 tonn, skv. yfirliti Fiskistofu. aij@mbl.is Færri bátar voru ein- göngu á strandveiðum Skipting strandveiðibáta 2009 til 2014 Smá bátar með aflamark á strandveiðum sem einnig stunda grásleppu Krókaaflabátar á strandveiðum sem einnig stunda grásleppu Smá bátar með aflamark á strandveiðum Krókaaflabátar á strandveiðum Bátar sem stunda eingöngu strandveiðar 2009 2011 20132010 2012 2014 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Heimild: fiskistofa.is 553 738 685 758 674 648  Fleiri krókaaflabátar á strandveiðum Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hrannari Páli Róbertssyni sem var sakfelldur fyrir tilraun til mann- dráps í desember í fyrra. Hrannar var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur hækkaði hins vegar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða. Hrannar var sakfelldur fyrir til- raun til manndráps í maí 2013 með því að hafa veist að öðrum manni og stungið hann einu sinni með hníf í bakið. Gekk hnífurinn inn í vinstra lunga mannsins með þeim afleið- ingum að lunga hans féll saman og hann hlaut blæðingu í lungnavefj- um. Auk fangelsisdóms var Hrann- ari gert að greiða þeim sem hann stakk milljón króna í skaðabætur. 5½ árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðs- dóms Vest- urlands yfir manni sem var fundinn sekur um að hafa haft samræði við konu með því að notfæra sér andlega fötlun hennar, þar sem hún gat ekki sporn- að við samræðinu eða skilið þýðingu þess. Maðurinn var í héraðsdómi dæmd- ur í sex ára fangelsi og gert að greiða konunni skaðabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna. Í Hæstarétti var manninum gert að greiða allan áfrýj- unarkostnað málsins, samtals 1,1 milljón króna og málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns. Maðurinn var í sambúð með dóttur brotaþola frá árinu 2007 en eftir and- lát föður brotaþola 2011 fluttu dóttir hennar og ákærði ásamt ungum syni sínum inn á heimili brotaþola. Mað- urinn var sakaður um að hafa á tíma- bilinu febrúar 2012 til febrúar 2013 haft reglulegt samræði við brotaþola og notfært sér andlega fötlun hennar en í sálfræðilegu mati mældist hún með 56 í greindarvísitölu. Ákærði við- urkenndi frá upphafi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði að hafa notfært sér andlega fötlun henn- ar. Staðfesti 6 ára fang- elsisdóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.