Morgunblaðið - 14.11.2014, Side 11

Morgunblaðið - 14.11.2014, Side 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 FÆST Í NÆSTA APÓTEKI HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU frá líkamshlutum. Vilji maður til dæm- is finna æfingar sem teygja á kvið þá er flett upp orðinu kviður í skránni aft- ast og þar er listi yfir allt það sem styrkir kviðinn og það sem teygir á honum. Það er hægt að nálgast upp- lýsingarnar eftir nánast hverju sem er,“ segir Guðrún. Henni er mikið í mun að bókin endurspegli að jóga sé fyrir alla og því eru bæði karlar og konur á mynd- unum þar sem stöðurnar eru sýndar. Sjálf er hún á fjórðungi myndanna sem Hermann Sigurðsson tók. „Ég er mjög ánægð með útkomuna og það er ekkert notast við Photoshop og fólkið er bara venjulegt. Við sem erum á myndunum erum í raun bara að end- urspegla þjóðina, fjölbreytt eins og iðkendur eru. Skilaboðin eru þau að jóga er fyrir alla, alveg sama í hvaða formi fólk er,“ segir bókasafns- fræðing- urinn, jóga- kennarinn og höfundur Jógahand- bókarinnar, Guðrún Reyn- isdóttir. Ljósmyndir/Hermann Sigurðsson Höfundurinn Guðrún Reynisdóttir er ánægð með bókina sem hún hafði í raun skrifað í fjölmörgum minnispunktum en flokkaði niður í handbók. Í fyrsta sinn í fjöldamörg ár munu nú útskrifast frá Upplýsingatækni- skólanum nemendur í gamalgrónu iðngreinunum bókbandi og prentun. Þessar greinar hafa átt undir högg að sækja en undanfarið hefur áhug- inn aukist. Upplýsingatækniskólinn verður með nemendasýningu á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 15 þar sem útskriftarnemar í graf- ískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi sýna afrakstur náms- ins. Útskriftarnemarnir eru 25, fjórir í bókbandi, þrír í prentun, tíu í graf- ískri miðlun/prentsmíð og átta í ljósmyndun. Hóparnir hafa með að- stoð kennara unnið saman að skipulagi, uppsetningu og markaðs- setningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur hennar er að vekja at- hygli atvinnulífsins á sér því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér starfsþjálfunarpláss og ljúka sveinsprófi. Nemendur hafa boðið forsvars- mönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreinunum ásamt ættingjum sínum og vinum á sýn- inguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu. Það er tilvalið fyrir alla sem huga að námi í þess- um greinum að koma og kynna sér þessar iðngreinar og spjalla við út- skriftarnema og kennara. Nemendur halda úti Instragram- myndasíðu þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningi og dag- legu starfi þeirra í skólanum. Slóð- in er: instagram.com/utsyning14. Þar er einnig hlekkur á facebook- síðu sýningarinnar. Öllum er velkomið að líta inn, njóta léttra veitinga og fagna þess- um áfanga með nemendum og kennurum í sal Vörðuskóla við Skólavörðuholt (inngangur frá Bar- ónsstíg). Útskriftarsýning í Upplýsingatækniskólanum Glæsilegur hópur Hér eru þeir 25 útskriftarnemar sem fagna á morgun. Í skólanum Þessi prentvél er mögnuð græja sem enn kemur að góðum notum. Afrakstur námsins kynntur fyrir atvinnulífinu Stöðurnar sem til eru í jóga eru býsna margar og skyldi maður ætla að erfitt væri að muna hvernig þær eru. Með því að gefa þeim einföld og lýsandi nöfn er ótrúlega auðvelt að búa til minn- istengingu. Bókin hennar Guð- rúnar hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um áttatíu og fimm mismunandi jógastöður. Dæmi um eftirminnileg og lýsandi nöfn eru Tréð, Trjádrumburinn, Skjald- bakan, Dúfan, Fljúgandi krákan, Káta barnið, Krókódíllinn, Flug- vélin og Engisprettan. Þetta má leggja á minnið með til- tölulega einföldum hætti og ekki er verra að æfa sig með bók- inni. Lýsandi nöfn á stöðunum GÓÐ MINNISTÆKNI Fjölskylda mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eftirað afi minn dó kom í ljós að síðustu ár ævi sinnarhafði hann hripað niður á blað minningabrot frá æsku sinni í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar. Gott fólk tók þessi brot saman og gaf út í stuttu hefti þannig að öll fjölskyldan gæti notið þessa fjársjóðs úr fortíðinni. Það sem mér fannst hvað forvitnilegast í þessum brot- um var frásögn af föður hans, langafa mínum. Hvernig hann kynntist langömmu þegar hann dvaldi í örfáa daga á heimili bekkjarbróður síns, bróður lang- ömmu, á menntaskólaárum. Þau héldu sambandi með bréfaskriftum en tóku ekki saman fyrr en einhverjum árum eftir þennan fyrsta skammvinna fund þeirra, ungra að árum. Hugur manns kemst ekki hjá því að reika til þess hversu lítið hefði þurft til að þessir for- feður mínir hefðu aldrei náð saman. Ef leið þeirra hefði orðið á einhvern hátt öðruvísi, eins og svo auðveldlega getur gerst hjá ungu fólki, eða afkomenda þeirra, þá væri ég að líkindum ekki hér í dag til að skrifa niður þessar hugleiðingar. Ef það er yfirþyrmandi hugsun, les- andi góður, þá jafnast það ekkert á við þá nær endalausu röð heppilegra atburða sem hafa orðið til þess að þú og ég og allir aðrir eru hér til þess að njóta þessarar reikistjörnu, okkar eina sanna heimilis í heiminum (eða til að rífast um skuldaniðurfellingar eftir atvikum). Til þess varð jörð- in okkar að verða til úr innyflum óskiljanlega stórra stjarna sem sprungu fyrir milljörðum ára. Um milljónir og milljarða ára þróaðist jörðin þannig að líf, einfalt í fyrstu og svo æ flóknara, gat kviknað og þróast alla leiðina fram á okkar dag. Lífið hefur svo nokkrum sinnum staðið nærri því að þurrkast algerlega út af jörðinni en í hvert skipti hefur einhver forveri okkar dregið fram lífið og náð á endanum að verða að okk- ur. Við mannfólkið erum samansafn af atómum sem mynduðust inni í kjarna risasóla fyrir millj- örðum ára sem hefur þróast svo langt að geta velt fyrir sér eðli sínu og upphafi. Eins og stjörnufræðingurinn Carl Sagan sagði: „Við erum leið fyrir alheiminn að skilja sjálfan sig.“ Virki tilvist okkar of ótrúlega ólíkleg má minna á þá milljarða ofan á milljarða reiki- stjarna sem er að finna í alheiminum. Í því samhengi er líf okkar ef til vill bæði yfir- gengilega ólíklegt og óhjákvæmilegt á sama tíma. »Hugur manns kemst ekki hjá því að reikatil þess hversu lítið hefði þurft til að þessir forfeður mínir hefðu aldrei náð saman. Alheimur Kjartans Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.