Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 24

Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 24
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Jólablað –– Meira fyrir lesendur Sérblað Morgunblaðisins um jólin og jólahald kemur út fimmtudaginn 20. nóvember. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12 mánudaginn 17. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Æ fleiri börn þurfa meðferð vegna stoðkerfisvanda- mála, segir sjúkraþjálfari hér í borg. Mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og síma er oft orsök vandans. Ég spyr nú bara: Hvar eru foreldrarnir? Eiga þeir ekki að setja reglur um notkun þessara tækja? Uppalandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ekki gott Spjaldtölvur Allt er best í hófi. Í grein í Morg- unblaðinu 10. nóv- ember sl. er haft eftir Bessa H. Jóhann- essyni, einum for- svarsmanna Ice- pharma, að Lyfjastofnun hafi ekki komið í eftirlit í fyr- irtækið síðan 2009, en fyrirtækið greiði 13 milljónir á ári í eft- irlitsgjöld til stofnun- arinnar. Einnig kemur fram að heimsóknir eftirlitsins séu tíðari í dótturfyrirtæki þess sem starfar við lyfjadreifingu. Af umfjölluninni mætti ráða að eftirlitið og gjaldið væri einungis tengt þessum heim- sóknum. En svo er ekki. Kostnaður við eftirlit hjá Lyfja- stofnun var upphaflega fast gjald í nokkrum flokkum sem byggðist á umfangi starfseminnar. Eftirlits- þegar kærðu þetta fyrirkomulag og í kjölfarið var lögum breytt og tek- in ákvörðun um að innheimta skatt af lyfjaveltu eftirlitsþega. Frá árinu 2000 hafa svokölluð eftirlitsgjöld verið innheimt sem skattur sam- kvæmt lyfjalögum nr. 93/1994 sem nemur 0,3% af sölu lyfja á inn- lendan markað. Þessi veltuskattur kemur mismunandi við fyrirtæki enda um skatt að ræða. Eftirlits- gjöldin eru nýtt til að greiða kostn- að við allt lyfjaeftirlit innanlands. Eftirlitsþegar Lyfjastofnunar Starfsstöðvar sem Lyfjastofnun hefur eftirlit með eru um 400 tals- ins og skiptast samkvæmt 3. gr. lyfjalaga í: lyfsöluleyfishafa, lyfja- sölur lækna, lyfjasölur sveitarfé- laga, lyfjagerðir, þ.m.t. starfsemi blóðbanka, lyfjaheildsölur, lyfja- umboðsfyrirtæki, dýralækna, heil- brigðisstofnanir, sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar og læknastöðvar. Eftirlitsgjöldin námu um 116 millj. kr. á þessu ári og hafa verið svipuð um nokkurra ára skeið. Fjölmargir eftirlitsþegar hafa mjög litla veltu og greiða aðeins lágmarksgjald sem er á bilinu kr. 17.692- 176.000. Hagræðingarkrafa fjárlaga Frá árinu 2009 hafa fjárlög sett hagræð- ingarkröfu á Lyfja- stofnun sem bitnað hefur á veltuskatts- gjöldum (eftirlits- gjöldum). Aðrar tekjur stofnunarinnar eru umsóknargjöld eða sértekjur, en stofnunin er alfarið rekin með sjálfsaflafé. Hagræðingarkrafa fjár- laga nemur samtals 168,6 millj. kr. frá árinu 2009 og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er enn gert ráð fyrir að 16,6 millj. kr. verði haldið eftir í ríkissjóði. Með öðrum orðum þá hefur Lyfjastofnun ekki haft til ráðstöfunar 168,6 millj. kr. síðastliðin 5 ár, sem innheimtar voru sem skattur af lyfjafyrirtækj- unum og áttu að renna til lögbund- innar eftirlitsstarfsemi stofnunar- innar. Eftirlitsverkefni Lyfjastofnunar Á eftirlitssviði starfa sex eftirlits- menn og nauðsynlegt er að for- gangsraða eftirlitsverkefnum. Sam- kvæmt reglum EES verða lyfja- framleiðendur og lyfjadreifingar- fyrirtæki að vera með úttektar- vottorð sem ekki er eldra en þriggja ára, frá viðurkenndri eft- irlitsstofnun yfirvalda. Að öðrum kosti hafa þeir ekki heimild til að selja eða dreifa lyfjum. Lyfjastofn- un gefur þessi vottorð út, ef fyr- irtækin uppfylla settar kröfur og standast þar með úttektir. Öðrum eftirlitsúttektum er forgangsraðað á grundvelli áhættugreiningar, sem byggist m.a. á eftirlitssögu fyr- irtækisins, tíðni kvartana, tíma frá síðasta eftirliti og gæðum innra eft- irlits þeirra eftirlitsþega sem um ræðir. Starfsemi eftirlitsins felst aðeins að hluta til í eftirlitsúttektum, sem geta verið heildarúttektir, skyndiút- tektir eða pappírsúttektir svo dæmi séu tekin. Lyfjastofnun hefur eft- irlit með inn- og útflutningi eftirrit- unarskyldra lyfja og innflutningi einstaklinga á lyfjum, auk eftirlits með lyfjaauglýsingum og lyfjagát, þ.e. söfnun og vinnslu tilkynninga um aukaverkanir lyfja. Þá tekur Lyfjastofnun við váboðum þegar gölluð/fölsuð lyf finnast á markaði og hefur eftirlit með innköllunum lyfja auk þess að svara erindum af ýmsu tagi frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum. Eftirlitsmenn Lyfjastofnunar þurfa grunnþjálfun sem tekur um tvö ár og viðhaldsþjálfun eftir það. Eftirlitsmönnum sem taka út lyfja- framleiðslu (GMP- Good Manufact- uring Practice) og lyfjadreifingu (GDP- Good Distribution Practice) ber að fara á þjálfunarnámskeið og taka þátt í samstarfi með öðrum eftirlitsmönnum á Evrópska efna- hagssvæðinu, hjá Lyfjastofnun Evrópu og hjá Alþjóðasamtökum eftirlitsmanna PIC/S (Pharmaceuti- cal Inspectors Co-operation/ Scheme). Þetta samstarf hefur það að markmiði að þjálfa eftirlitsmenn og samræma aðferðafræði lyfjaeft- irlitsmanna á alþjóðavettvangi. Þátttaka í alþjóðasamstarfi er mik- ilvæg fyrir íslensk lyfjafyrirtæki þar sem eftirlitsúttektir Lyfjastofn- unar eru viðurkenndar af öðrum löndum í þessu samstarfi. Heildstæð neytendavernd Vottun Lyfjastofnunar er for- senda þess að lyfjafyrirtæki megi framleiða, dreifa og selja lyf á Ís- landi og í útlöndum. Eftirlit er for- senda þess að leyfi séu gefin út til lyfjaframleiðslu, lyfjaheildsölu og smásölu lyfja á grundvelli laga, reglugerða eða evrópskra leiðbein- inga um lyfjaumsýslu. Eftirlit eyk- ur öryggi lyfjanna sjálfra, fram- leiðslu þeirra og dreifingu til notenda og varnar því að fölsuð eða gölluð lyf komist inn í löglegar dreifingarleiðir lyfja. Evrópskt net um váboð sem Lyfjastofnun tekur þátt í, og söfnun upplýsinga um aukaverkanir, eykur öryggi þeirra sem nota lyf. Lyfjaeftirlit er, samkvæmt lyfja- lögum, ekki útseld þjónusta sam- kvæmt taxta heldur heildstæð neyt- endavernd í góðu heilbrigðiskerfi. Lyfjaeftirlit er meira en heimsóknir! Eftir Rannveigu Gunnarsdóttur »Eftirlitsgjöldin námu um 116 millj. kr. á þessu ári og hafa verið svipuð um nokk- urra ára skeið. Rannveig Gunnarsdóttir Höfundur er forstjóri Lyfjastofnunar. Fyrirhuguðu verkfalli aflýst Spilað var á 11 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 6. nóvember. Úrslit í N/S: Unnar A. Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 206 Ágúst Vilhelmss. - Katarínus Jónsson 198 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 198 A/V Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 216 Samúel Guðmundss. - Jón Hannesson 198 Auðunn R.Guðmss. - Björn Árnason 181 Verkfalli sem vofði yfir í Gull- smára vegna kjaradeilu Starfs- mannafélags Kópavogs var aflýst að- fararnótt mánudags og verður því spilamennskan með eðlilegum hætti a.m.k fram á vor en hinn nýi samn- ingur gildir fram í maí. Sviptingar í sveitakeppninni í Kópavogi Eftir fjórar umferðir af þrettán í Aðalsveitakeppi Bridgefélags Kópa- vogs hefur sveit SFG tekið níu stiga forystu en margar sveitir koma þar skammt á eftir. 1. SFG 64,09 2. Matthías Þórvaldsson 55,32 3. Þórður Jörundsson 54,27 4. Björn Halldórsson 51,91 5. GSE 43,13 Félag eldri borgara Rvík Mánudaginn 10. nóvember var spilaður tvímenningur á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 262 Guðjón Eyjólfss. – Sigurður Tómasson 242 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmundss. 235 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 230 A/V Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 261 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 256 Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 247 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 245 Spilað er í Síðumúla 37, mánudaga og fimmtudaga kl.13. Fjörutíu spilarar í Gullsmáranum Spilað var á 10 borðum í Gullsmára mánu- daginn 10. nóvember. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 195 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 190 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 189 A/V: Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 216 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 212 Jón Ingi Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 183 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga. Allt spilaáhugafólk velkomið. Bridsfélag Reykjavíkur Aðaltvímenningur vetrarins er hafinn með þátttöku 30 para. Spilað verður í fimm kvöld og er staðan þessi eftir fyrsta kvöldið: Snorri Karlsson og Þorlákur Jónsson 561 Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldss. 514 Ómar Ómarss. og Hermann Friðrikss. 491 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.