Morgunblaðið - 14.11.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.11.2014, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Adolf Ingi fékk að heyra það 2. Ný mynd af Kim komin á yfirborðið 3. Þessir greiða hæstu launin 4. Kórsöngvarar gráta á æfingum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Eldgosið í Holuhrauni er viðfangs- efni fréttaþáttarins Lørdagsmagas- inet sem sýndur verður á laugardag- inn kl. 18.45 á norsku sjónvarps- stöðinni TV 2. Umsjónarmaður þáttarins, fréttakonan Sonja Skei- strand Sunde, kom til landsins í síð- ustu viku til að taka upp efni í þáttinn og fékk hún Karlakór Reykjavíkur til að syngja nokkur lög í Sögusafninu og verða upptökur af söngnum fléttaðar saman við myndir af gosinu. Lengri upptaka af söng kórsins verður einnig sett á vef stöðvarinnar, tv2.no. Morgunblaðið/RAX Karlakórstónar við myndir af eldgosi  Rintala Egg- ertsson, arki- tektastofa Dags Eggertssonar, Vi- beke Jensen og Sami Rintala, eru tilnefnd til tvennra Mies van der Rohe arkitekt- úrverðlauna 2015, fyrir Høse-brúna í Sand í Noregi og Kressbad-strætisvagnastöðina í Krumbach í Austurríki. Tilnefnd til Mies van der Rohe-verðlauna  Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon, leidd af söngvaranum og gít- arleikaranum Mark Kozelek, heldur tónleika í Fríkirkjunni 28. nóv- ember og í kvöld kl. 22 verða haldnir tónleikar á Dillon til heiðurs Koze- lek. Á þeim koma fram tónlistarmenn sem eru aðdáendur Kozeleks, m.a. Krummi Björgvinsson. Kozelek heiðraður Á laugardag Austan 5-13 m/s. Rigning eystra, annars úrkomulítið. Hiti 3-10 stig. Á sunnudag Hæg suðlæg átt. Súld eða rigning eystra og stöku skúrir syðra, annars úrkomulítið. Hiti 2-7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 7-15 m/s. Rigning með köflum. Austan 5-13 og úrkomulítið síðdegis, en súld eða rign- ing eystra. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða. VEÐUR Afturelding komst á ný á sigurbraut í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöld. Eftir eitt jafntefli í þremur síðustu leikjum ráku Mos- fellingar af sér slyðruorðið og unnu Stjörnumenn. Vals- menn skelltu ÍR-ingum, FH- ingar sóttu stig til Eyja og Akureyringar unnu annan heimaleikinn í röð. Haukar lögðu Framara. Afturelding og Valur eru efst og jöfn að stigum. »2 Afturelding á sig- urbraut á ný Njarðvíkingar gerðu góða ferð til Grindavíkur og lögðu þar heimamenn að velli með ellefu stiga mun í Dom- inos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Keflvíkingar lentu í miklum vandræðum með ÍR-inga en sigruðu með fimm stiga mun þegar upp var staðið og Skallagrímur krækti í fyrstu stigin með góðum sigri á Stjörnunni. »2-3 Njarðvík, Keflavík og Skallagrímur unnu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Hústaka er þverfagleg listahátíð ungs fólks sem haldin verður í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði. Hún verð- ur nú haldin í fyrsta sinn og ef vel tekst til verður þetta árlegt,“ segir Brák Jónsdóttir listakona sem mun halda Hústökuna á Siglufirði um helgina ásamt 24 öðrum ungum og efnilegum listamönnum. Listagjörningurinn fer fram í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði þar sem móðir Brákar, Aðalheiður Ey- steinsdóttir, hefur komið sér fyrir. „Mamma er frá Siglufirði og flutti aftur því hún var búin að hafa augastað á húsinu. Þegar það losn- aði gerði hún húsið upp og þó það sé í upprunalegri mynd að utan er þar nú að finna heimili og vinnu- stofur. Enginn sagði nei Á Hústökunni hræra ungliðarnir í suðupotti lista þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. „Þarna verða settar upp lista- sýningar, ljóðalestur, teikningar, málverk, gjörningar verða framdir, tónlist spiluð og þarna verður því mjög fjölbreytt hátíð.“ Brák segir að það hafi verið auð- velt að finna nafn á hátíðina, Hús- takan, enda muni listamennirnir hertaka Alþýðuhúsið – nánast í bókstaflegri merkingu. „Þarna verða ungliðar að koma fram og láta í sér heyra,“ segir hún og hlær. „Svona hátíð er vonandi komin til að vera. Þetta vantaði og það var enginn sem sagði nei þegar ég kynnti hugmyndina fyrir listafólk- inu. Allir voru til í að taka þátt um leið og ég byrjaði að tala um þetta verkefni.“ Það er erfitt að ganga um Akur- eyri án þess að rekast á list, lista- gallerí eða stúdíó þar sem lista- menn vinna baki brotnu að listsköpun. Brák segir að norður- landið hugi vel að sínu fólki en það hafi vantað lokahnykkinn í sköp- uninni. Uppgangur í grasrótinni „Ég bý við Akureyri og er mikið hér, enda geng ég hér í skóla. Það er töluverður uppgangur í grasrót- inni hjá listamönnum,“ segir Brák. „Hér er listagilið, gallerí og það eru nánast sýningarbásar á hverju horni. Það er búið að vera mjög blómlegt listalífið hér í bænum en núna eru stúdíó, sem ungir lista- menn hafa verið með, að detta nið- ur því gallerí og annað er að stækka við sig. Það er því ekki enn kominn staður fyrir þetta fólk til að halda áfram sinni listsköpun.“ Listin tekur yfir á Siglufirði  Listahátíðin Hústaka í Alþýðu- húsinu á Siglufirði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungliðar Hluti hópsins sem sýnir á Siglufirði um helgina, saman kominn á Akureyri síðdegis í gær. Þetta eru, frá vinstri: Úlfur Logason, Margrét Guðbrandsdóttir, Brák Jónsdóttir, Anne Balanand og Áki Sebastían Frostason. Hugmyndin að hátíðinni spratt af þörf fyrir sýnileika sjálfstæðrar list- sköpunar ungs fólks. Þátttakendur hafa fengist við listir af einhverjum toga í lengri eða skemmri tíma. Verk- efnið er styrkt af Alþýðuhúsinu á Siglufirði, Menningarráði Eyþings, Fiskbúð Siglufjarðar og Fjallabyggð. „Það er mjög margt í gangi á Siglu- firði þessa stundina, hús eru gerð upp, hér rísa hótel og veitingastaðir sem blómstra en þessi hátíð tengist þeirri uppbyggingu ekki,“ segir Brák. Hátíðin byrjar í dag og stendur til sunnudags en stóri dagurinn er laug- ardagur þegar opið verður almenningi frá 14-20. „Þá verðum við með alls- konar uppákomur um húsið og bíðum spennt eftir gestum og gangandi.“ UNGT FÓLK VILL LÁTA TAKA EFTIR SÉR Þörfin fyrir sýnileika Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Ís- landsmeistara Stjörnunnar, segir að skipulag og vinnsla séu helstu styrk- leikar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Það er skemmtilegt að þessir strákar sem minna hafa spilað skuli fá tækifæri til að reyna sig í þessu leikkerfi hjá Lars og Heimi. Í þessum leik voru margir ljósir punkt- ar,“ segir Rúnar Páll. »1 Skipulag og vinnsla helstu styrkleikarnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.