Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.11.2014, Blaðsíða 33
Blómkál er mjög C-vítamínríkt. Veljið blómkál sem er þéttvaxið, rjómahvítt á litinn og með ljósgrænum blöðum. Forðist blómkál með brúna bletti og lausa geira sem eru farnir að breiðast út. Geymsluþol: Blómkál geymist best inni í ísskáp, gjarnan í plastpoka og í um það bil 5 daga eða tæpa viku. ◆ Vissir þú að blómkál er ekki aðeins hvítt, heldur einnig til fjólublátt og appelsínugult. Blómkál 9.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 tíða- nar undir ÐA ER EKKI HÆGT AÐ FÁ IS OG ÁVAXTA ALLAN UNDIR ERU ÁRSTÍÐA- TT HÆGT AÐ FÁ LANG- LLT ÁRIÐ EN GRÆNMETI LEGA BETUR HVERT Á FÆÐUTEGUNDIR SEM NUÐUM. horunn@mbl.is VEXTIR Engifer er þekkt lækningajurt og hefur máttur engi- fers meðal annars verið notaður til að bæta meltingu og gerir líkamanum almennt gott. Veldu engifer sem er sterkbyggt, stinnt og hefur sterka lykt. Betra er ef áferðin er sem sléttust og engar sprungur. Geymsluþol: Best er að geyma engifer þétt vafið í plast- filmu inni í ísskáp í um 2-3 vik- ur. ◆ Vissir þú að engifer er þekkt fyrir að koma í veg fyrir flökurleika. Ef þér verður bumbult, prófaðu engifer! Engifer Þetta græna og fallega grænmeti er stútfullt af A-vítamíni, sem er okkur gríðarlega mik- ilvægt og við fáum yfirleitt ekki nógu mikið af. Brokkolí smakkast best þegar það er lykt- arlaust og búið að ná græna litnum til fulls. Geymsluþol: Brokkolí geymist inni í ísskáp í um 3-5 daga. ◆ Vissir þú að brokkolí á rætur sínar að rekja til Ítalíu, nálægt Miðjarðarhafi og hef- ur þar verið etið allt frá tímum Rómaveldis. Brokkolí Þekktar sveppategundir í heiminum eru nálægt 80.000 talsins en talið er að um 1,5 milljón tegundir séu til. Aðeins brotabrot af teg- undum sveppa fæst í matvörubúðum, að minnsta kosti hér á landi, og er best að velja sveppi sem hafa stinna áferð og forðast skal slím- kennda sveppi. Geymsluþol: Sveppir geymast inni í ísskáp í upprunalegum um- búðum eða pappírspoka í allt að einni viku. ◆ Vissir þú að sveppir eru gjarnan notaðir í lyfjagerð og pensillín er til að mynda unnið úr samnefndum myglusveppi? Sveppir Hvítlaukur Hvítlaukur er allra meina bót og hefur verið notaður í matseld og meðöl í háa herrans tíð. Enn í dag er hvítlaukur ómissandi í marga rétti. Gott er að velja hvítlauk sem er þurr og stinnur. Geymsluþol: Hvítlauk á að geyma á köldum og dimmum stað, en þó helst ekki inni í ísskáp. Hvítlaukur heldur sér yfirleitt vel í nokkrar vikur. ◆ Vissir þú að hvítlaukur á sár getur hjálpað því að gróa betur? Í fyrri heimsstyrjöldinni notuðu breskir hermenn hvítlaukinn ákaft sem náttúrulegt smyrsl á stríðssárin. Sætar kartöflur passa nánast við allan mat enda eru þær gífurlega góðar á bragðið og hægt að útfæra þær á fjölbreyttan máta. Sætar kartöflur eru ríkar af ka- rótíni, E-vítamíni og C-vítamíni. Eins er eitthvað af járnforða í þeim og B-6. Geymsluþol: Geymið sætar kartöflur á köldum, dimmum stað og best er að matreiða þær á innan við 3-5 vikum. ◆ Vissir þú að í sætum kartöflum er sérlega mikið af trefjum, ef hýðið er borðað með? Sætar kartöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.