Stígandi - 01.10.1947, Síða 14
athugasemdir má gera við þessar tillögur, og er reiðubúinn að
útskýra þær nánar. En þær geta átt við í öllurn félögum, og ég
liygg, að í verkalýðsfélögunum yrði þetta langbezta lausnin á
kosningavandamálinu. Með þessu er fyrirbyggt, að harðsnúin
klíka geti með samtökum neytt aflsmunar og fengið alla full-
trúa, eins og nú er við beina kosningu, þar sem hver kjósandi
má velja jafnmarga og kjósa skal. Með þessu er náð því marki
hlutfallskosninganna að tryggja rétt minni hlutans, eða minni-
hlutanna, án þess að réttur kjósandans sé skertur til að velja
hvern þann, sem hann treystir bezt til að fara með umboð sitt.
Með þessu verður mjög erfitt fyrir flokksstjórnir eða samtök
nokkurs konar að hafa vald á úrslitum kosninga, og kjósendur
munu miklu fremur fá óáreittir að velja eftir sannfæringu sinni.
I stuttu máli: Þessi tilhögun þjónaði lýðræðshugmyndinni svo
vel, sent kostur er.
Það væri að vísu liægt að liugsa sér, að þar sem t. d. ætti að
kjósa 6—8 fulltrúa, þá féllu öll atkvæðin á enn færri, eða að ein-
hverjir lilytu kjör með örfáum atkvæðum. En alla slíka ágalla
má sníða af. Og ég hygg, að þessi kosningaaðferð yrði áhrifarík að
eyða sjúkleik stjórnarfarsins, ef henni væri beitt við kjör til Al-
þingis.
Eg bygg, að það væri og mjög til bóta, ef það ákvæði gilti hjá
lelögum, að hverjum einstaklingi mætti aðeins fela urnboð eða
trúnaðarstöðu 2—3 kjörtímabil í einu, en svo tapaði hann kjör-
gengi jafnlangan tíma. Með þessu yrði komið í veg fyrir þaul-
setu einstakra manna í kjörnum trúnaðarstöðum, — sem að vísu
stundum er góð —, en oftar til þess að skapa deyfð og drunga, og
kentur oft í veg fyrir að ný sjónarmið og ný viðhorf komi fram
með skapandi mætti. Steinruni í trúnaðarstöðum er stórhættu-
legur.
Marz 1948.
236 stígandi