Stígandi - 01.10.1947, Page 39
anna. Háskólinn setur þó aðalsvipinn á bæinn. Hvarvetna má sjá
meira og minna virðulega háskólaborgara í syörtum skikkjum
með svartar háskólahúfur á höfði fara í fyrirlestra. Það eru þeir,
sem lokið hafa einhverju prófi, en stúdentarnir eru í styttri
skikkjum, berhöfðaðir. Ef heppnin er með, getur að líta borgar-
stjóra með borgarráði í rauðum skikkjum og þrístrenda hatta á
höfði. Háskólaskikkjur verða allir stúdentar að bera í fyrirlestr-
um og hófum og þegar þeir snæða í college sínu, því að hver
stúdent verður að vera meðlimur einhvers college. Standa allar
dyr þeim opnar í þeim búningi. Annars er ein aðalspurningin í
Oxford: „Are you a member of the university?“ ("eruð þér meðlint-
ur háskólans?) Er gott að geta svarað játandi, því að stúdentar
gefa sig lítið að öðrum, en eru alúðlegir hver við annan. Þeir
eru af öllum þjóðum og kynstofnum, kolsvartir negrar, þeldökk-
ar indverskar hefðarmeyjar í skósíðum hvítum klæðum, pír-
eygðir Kínverjar og sem sagt ægir þar saman allra þjóða mönnum
í bezta bróðerni. Norðurlandamenn voru þarna nokkrir, allir á
vegum British Council og bezti kunningi minn þarna var Dani,
ijolin Danstrup, sem er lektor í sögu við Kaupmannahafnarhá-
skóla og annar var Egypti, Muhammad Hasan El-Zayyat, lektor
við háskólann í Alexandríu, sem hefir mikinn áhuga á íslenzkum
fræðum og hafði í hyggju að koma til íslands. Auðvitað voru
flestir stúdentarnir þó Bretar og meirihluti fyrsta árs stúdenta
voru menn, sem höfðu verið í stríðinu og höfðu nú forgangsrétt
að háskólanum. Þess vegna var erfitt að komast inn í brezka há-
skóla og þó sérstaklega Oxford og Cambridge.
Þegar talað er um háskólann, er þar átt við hin mörgu college
sem hann samanstendur af. Engin sérstök stofnun ber það nafn
þar. Okunnugur maður, sem.til Oxford kom og vildi sjá bæinn,
bað bílstjóra í leigubifeið að aka með sig til háskólans, en fékk
þá það óvænta svar, að slík stofnun fyrirfyndist ekki þar í bæ.
Það sem kemst næst því að vera miðdepill háskólans, er sá stað-
ur, sem flestir fyrirlestrar eru haldnir á, the Examination Shools,
geysimikil bygging í High Street, aðalgötunni í Oxford og þeirri
fegurstu, þar sem fagrar kirkjur og virðuleg college gnæfa sín
hvoru megin með turnum sínum og múrtindum. „Sweet
city with the dreaming spires“, er Oxford stundum köll-
uð. Flest af þessum collegum eru í nánd við High Street
eða the High eins og það er kallað eða þá út frá Broad
Street eða the Broad. Þau láta ekki öll jafnmikið yfir sér, þótt
STÍGANDI 261