Stígandi - 01.10.1947, Page 39

Stígandi - 01.10.1947, Page 39
anna. Háskólinn setur þó aðalsvipinn á bæinn. Hvarvetna má sjá meira og minna virðulega háskólaborgara í syörtum skikkjum með svartar háskólahúfur á höfði fara í fyrirlestra. Það eru þeir, sem lokið hafa einhverju prófi, en stúdentarnir eru í styttri skikkjum, berhöfðaðir. Ef heppnin er með, getur að líta borgar- stjóra með borgarráði í rauðum skikkjum og þrístrenda hatta á höfði. Háskólaskikkjur verða allir stúdentar að bera í fyrirlestr- um og hófum og þegar þeir snæða í college sínu, því að hver stúdent verður að vera meðlimur einhvers college. Standa allar dyr þeim opnar í þeim búningi. Annars er ein aðalspurningin í Oxford: „Are you a member of the university?“ ("eruð þér meðlint- ur háskólans?) Er gott að geta svarað játandi, því að stúdentar gefa sig lítið að öðrum, en eru alúðlegir hver við annan. Þeir eru af öllum þjóðum og kynstofnum, kolsvartir negrar, þeldökk- ar indverskar hefðarmeyjar í skósíðum hvítum klæðum, pír- eygðir Kínverjar og sem sagt ægir þar saman allra þjóða mönnum í bezta bróðerni. Norðurlandamenn voru þarna nokkrir, allir á vegum British Council og bezti kunningi minn þarna var Dani, ijolin Danstrup, sem er lektor í sögu við Kaupmannahafnarhá- skóla og annar var Egypti, Muhammad Hasan El-Zayyat, lektor við háskólann í Alexandríu, sem hefir mikinn áhuga á íslenzkum fræðum og hafði í hyggju að koma til íslands. Auðvitað voru flestir stúdentarnir þó Bretar og meirihluti fyrsta árs stúdenta voru menn, sem höfðu verið í stríðinu og höfðu nú forgangsrétt að háskólanum. Þess vegna var erfitt að komast inn í brezka há- skóla og þó sérstaklega Oxford og Cambridge. Þegar talað er um háskólann, er þar átt við hin mörgu college sem hann samanstendur af. Engin sérstök stofnun ber það nafn þar. Okunnugur maður, sem.til Oxford kom og vildi sjá bæinn, bað bílstjóra í leigubifeið að aka með sig til háskólans, en fékk þá það óvænta svar, að slík stofnun fyrirfyndist ekki þar í bæ. Það sem kemst næst því að vera miðdepill háskólans, er sá stað- ur, sem flestir fyrirlestrar eru haldnir á, the Examination Shools, geysimikil bygging í High Street, aðalgötunni í Oxford og þeirri fegurstu, þar sem fagrar kirkjur og virðuleg college gnæfa sín hvoru megin með turnum sínum og múrtindum. „Sweet city with the dreaming spires“, er Oxford stundum köll- uð. Flest af þessum collegum eru í nánd við High Street eða the High eins og það er kallað eða þá út frá Broad Street eða the Broad. Þau láta ekki öll jafnmikið yfir sér, þótt STÍGANDI 261
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.