Stígandi - 01.10.1947, Page 41
salanna .gelur að líta málverk af þeim, sem gert hafa garðinn
frægan. Þá ganga inn forstöðumaður, prófessorar og þeirra gestir,
og rísa stúdentar úr sætum sínum. Les þá forstöðumaður borðbæn
á latínu. Tekur allur þingbeimur undir, er hann segir amen og
menn setjast og taka til snæðings. Þjónar háskólagarðs bera á
borð, því að kvenfólk sést ekki þar, innan veggja háskólagarð-
anna. Við háborðið er allur borðbúnaður vandaður nrjög, oftast
úr silfri, því að háskólagarðarnir eru auðugir, og berast mikið
á. Eg átti einu sinni því láni að fagna að vera gestur við háborðið.
Það var í Pembroke College. Þar var margréttað og allt eins og í
stórveizlum, þótt ekkert sérstakt stæði til. Þegar sjálfu borðhald-
inu lauk, var staðið upp um stund, en síðan setzt aftur og þá
borið fram 35 ára gamalt portvín úr vínkjallara háskólagarðsins
og með því borðað ýmislegt sælgæti. Að því loknu var haldið í
aðra stofu og þar drukkið kaffi og aðrir drykkir. Á veggjum þeirr-
ar stofu voru nryndir af frægum sonunr Penrbroke og jrar var mál-
verk Reynolds af Dr. Johnson, hinum nrikla andans nranni, sem
Boswell, höfundur æfisögu lians, hefir gert ódauðlegan. Þar var
tepottur úr eigu hans og handrit að hinni miklu orðabók lians.
Fannst mér nrikið til unr þá kennendur Pembroke, sem ég átti
þarna viðræður við, og var ég þakklátur gömlum kennara mín-
um, C. L. Wrenn prófessor, sem gert lrafði mér þá sæmd að bjóða
mér á þennan virðulega stað.
Ég hefi minnzt á, að erfitt væri að fá aðgöngu í Oxford og hefðu
færri fengið en vildu. Þarna vorunr við margir útskrifaðir úr
öðrum lráskólunr og ekki allfáir lráskólakennarar. Þótt svo væri,
urðunr við allir að taka þátt í athöfn, sem fer franr, þegar stúdent-
ar innritast jrar. Urðu allir að rnæta í háskólabúningum með
hvítt urrr hálsinn, og vil ég geta þess, að ekki var það auðvelt
fyrir alla í landi, þar senr allur fatnaður var skanrnrtaður og skor-
inn við nögl. Hópurinn frá okkar háskólagarði, St. Catlrerine’s,
<Tekk eftir liðskönnun í skrúðgönou í gegnum bæinn til guð-
O O O o o o
fræðideildar háskólans. I þeim lráu sölum sat rektor háskólans í
öndvegi með lratt sinn á lröfði. Einn lærifaðir okkar.Trevor
Davies, gekk í broddi fylkingar fyrir hann, menn nánru staðar, og
tóku ofan og hneigðu sig þrisvar fyrir rektor. Trevor Davies
tók þá til máls og nrælti á latínu, bað rektor veita okkur viðtöku
í lráskólann. Ekki virtist rektor lítast vel á það, en svaraði þó
innan skamrns á latínu og sagði það heimilt. Tók lrann því næst
ofan, hneigði sig og bauð okkur velkomna sem háskólaborgara,
STÍGANDI 263