Stígandi - 01.10.1947, Qupperneq 49
— Skáldin? spurði blaðapósturinn.
— Já, einmitt þau, þessi svokölluðu skáld, þúsund sinnum
verri en stórabóla, svartidauði, öskufall og mæðiveiki. Ekki þó
öll. Það er sá óskapa vindur í þessum yngri skáldum, og vondar
gufur í vindinum, sem eitra sálirnar og fordjarfa hjörtun í börn-
unum, um leið og þau rísa á legg og taka að anda að sér loftinu. —
— Svona nú, svona nú, greip pósturinn fram í fyrir bóndanum,
svona nú. Sko, hér er Isa gamla, sem öllum er send gefins eins og
síldarmjöl á Snæfellsnesi fyrir kosningar, Ófeigur hans Jónasar
míns, Lesbókin, Dagur, Tíminn. Þetta líka litla af Tímanum,
margir, margir strangar. Og alltaf gildnar hann utanum sig eins
og Þorbergur, Jregar hann var að verða óléttur. Og þunnur þó
eins og rakhnífur, þegar maður flettir honum. Svo kemur Nýi
tíminn og Þjóðviljinn handa syninum. —-------
— I guðsbænum! greip bóndinn fram í, í guðanna bænum,
kastaðu þeim í eldinn, Jreinr helvítum.
— Eg er eiðsvarinn, sagði embættismaðurinn, og Irélt áfrarn að
leita í blaðahrúgunni.
Nýr maður lieilsaði og sté inn á pallskörina.
— Æ, komdu blessaður, Jónas minn, sagði húsráðandinn. Náð-
irðu fénu í húsin?
— Já, sagði Jónas og tyllti sér niður á rúmið sitt.
— Það var fallega gert, Jrví að nú er hann ekki frýnilegur til
hafsins. En maður getur þó háttað n'jlegur, þegar blessaðar skepn-
urnar eru allar í húsi.
— Eitt var enn, hélt póstinaðurinn áfram: umburðarbréf, sem
ég var nærri búinn að gleyma, gæti kannske verið fundarboð
fyrir unga fólkið.
— O, fari það til fjandans, mælti sveitabóndinn. Hvaða fundur
svo sem núna í ófærðinni?
— Skemmtifundur.
— Batnar nú! Nei. Viltu ekki gera svo vel að fara áfram með
það þegjandi. Slíkt gerir bara illt verra að vera að hafa orð á svo-
leiðis hér í bæ eins og á stendur og það í Jressu veðurútliti.
— Hvað er Jrað, sem ekki má orða?
Það var frúin, sem spurði, sjálf húsfreyjan, sem Iieyrt liafði
ávæning af samtalinu inn í suðurhúsið, J)ar sem hún sat að saum-
um.
Nú kom hún fram fyrir.
STÍOANDI 27 1