Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 52
— Það vissi ég nú reyndar. En það var járningin, sem ég meinti,
útskýrði konan.
— Þeir eru allir berfættir, hver einn og einasti.
— Já, sagði Anna. En gætuð þið ekki neglt skaflajárn undir
liann Móskjóna, þú og Jónas, á meðan þau búa sig börnin?
— AlJtaf batnar það. Ég liélt nú reyndar. . . . byrjaði Þórarinn.
En Anna hélt sér fast við efnið, sem hún hafði frá lrorfið:
— Já, þau verða að fara á sleða. Ég læt stúlkurnar ekki ganga í
þessu færi og myrkri. Það getur ekki gengið. Það sérðu. Og með
járnalaust fer enginn, eins og launhálkan er vön að vera suður
á lijöllunum í svona snjólagi.
— En að þú skulir geta gengið svona í lið með liálfvitaskapn-
um', kona, stundi maðurinn.
Því næst reis hann úr sæti sínu og bað Jónas að ná í liestinn.
Sjálfur fór liann að taka til áhöld þau og skeifur, sem tillteyra
skaflajárningu.
Þá vantaði naglbítinn og fannst ltann livergi, þó leitað væri
með logandi ljósi um bæinn.
— Hvaða vandræði eru nú á seyði? sagði Þura og gekk í veg
fyrir föður sinn, sem arkaði fram og aftur í mikilli geðsliræringu.
— Ekki annað en það, að það er eins og búið sé að éta nagl-
bítinn.
— Nei, mótmælti dóttirin með hægð. Ég lield, að liann sé niðri
í skyrtunnunni.
— Niðri í skyrtunnunni?
— Já. Mig minnir, að ég fyndi eittlivað lrart niðri við botninn í
tunnunni, þegar ég sótti þangað skyr á milli jóla og nýárs.
Næst var að rannsaka skyrið og reyndist það rétt vera, að þar
væri naglbíturinn.
Skeifurnar fóru undir liestinn og gekk það bæði fljótt og vel,
þó að farið væri að skyggja.
Svo bundu þeir Jónas og húsbóndi þversæti á sleða. Sigurður
Jreitti Móskjóna fyrir og settust. þau síðan öll þrjú á farartækið og
héldu út í sveitamyrkrið.
Eftir rúman hálftíma livessti og gerði stórliríð, eins og þær
gerast verstar á þorra á norðanverðu Islandi.
— Guð minn almáttugur! andvarpaði liúsfreyjan. Hvað verður
nú af börnunum?
Þórarinn reikaði fram og aftur um bæinn, opnaði og leit út,
274 STÍGANDI