Stígandi - 01.10.1947, Page 55
„Vituncl mín gerist nú voldug og há
sem vindþota tímans á grynninga-lónum
þar rís hún og stendur með stásslega hrá
stigin a£ hyldýpi úr allsnægta þrónum
og augun þau loga af eldi og þrá
og ástleitni græn eins og hafið í sjónum
og hamingju minni þar lialdandi á
og lieilmarga annarra á örlagaprjónum
í birkilaut hvíldi ég bakkanum hjá
þá birtist hið langþráða mér fyrir sjónunt
því Sigurlaug var þar og syngjandi lá
með sólfögur lærin innan í skónum.“
— Hafi rokkur ntinn ort þetta hjálparlaust, mælti Þórarinn
upp úr þögninni, sem varð á eftir upplestrinum, ætti liann víst
skilið að komast á skáldalaun, og gerast nú fleiri skáld en ég hugði.
Jónas mælti í rúrni sínu:
— Mér finnst nú, að þetta minni mig helzt á kveðskapinn í
Tímariti menningarinnar, minnsta kosti e£ öllum greinarmerkj-
urn er sleppt, punktum og konnnum og öllu því. Gæti ég bezt
trúað, að höfundurinn liafi orðið fyrir áhrifum þaðan, til að
mynda frá herra Steini Steinari og passíusálmi hans númer 51.
Féll tal þetta því næst niður og sannaðist aldrei hver ort liafði.
En eitt af þrennu hlýtur það að hafa verið:
Gamli rokkurinn, hjónasonurinn, þá undir áhrifum líklega —
ellegar þá að erindið hefir komið frá útvarpinu.
STÍGANDI 277