Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 60
í JÖkuldal E- SIGURGEIRSSON
áður. Munu þær hafa verið eftir leitarmannahesta, því að Eyfirð-
ingar og jafnvel Skagfirðingar fara þetta stöku sinnum í sam-
bandi við Laugafellsgöngur.
Við tjölduðum á eyrurn meðfram kvíslinni um kl. 2. Sprettum
við af hestum og gáfum þeim mat. Hagi er þarna lítill og voru
hestarnir því ókyrrir.
Við Páll urðum nú fegnir að liðka okkur, og gengum því all-
langan spöl í vesturátt gegnum skarð, er þar var. Voru þar meiri
hagar og kindaslóðir miklar. Urðum við nú harla fegnir, en því
miður fundum við enga kindina. Er við sneruni til baka, sáum
við ofan á fjall í norðvestri. Mun það hafa verið Laugafell, en
kindaslóðirnar eftir féð lians Gunnars á Tjörnum í Eyjafirði.
Þegar að tjaldinu kom, sauð kraftsúpa hjá kokknum. Borðuð-
um við góða máltíð og eftir stutta stund lögðum við af stað enn á
ný. Riðum við dembing eftir rennisléttum sandinum, sem þarna
var óvanalega þéttur. Það eina, sem sýndi eitthvert líf á þessum
slóðum, var smyrill, sem elti smáfugl. Gátum við afstýrt því með
ópum.
Var nú ferðinni haldið áfram, með Hofsjökul til hægri handar,
en Tungnafe-llsjökul til vinstri. Á honum hvíldi þokukúfur. Eftir
282 STÍGANDI