Stígandi - 01.10.1947, Síða 62
Við Helgastaði I'- sigurgeirsson
farið yiir Sprengisandsveginn. Liggur liann ylir Fjórðungakvísl
og niður með Þjórsá, að norðan.
Eg hitti þá félaga eftir nokkurn tíma. Var þá liðið úndir kvöld
og hestar farnir að þreytast og svengjast. Nú var líka farið að sjást
fyrir Jökuldalnum, fyrirheitna landinu.
Þegar litið er yfir sandinn á þessum slóðum, gæti manni dottið í
hug, að allur væri hann gróið land og grasi val'ið. En þegar betur
er að gáð, eru þetta blekkingar, því að þarna eru aðeins stiiku
mosaflákar, en hvergi stingandi strá. Þetta gefur þó sandinum
kynlegan lit, úr nokkurri Ijarlægð séð.
Klukkan átta að kvöldi konnnn við inn í Jökuldalinn. Var þá
orðið nokkuð dimmt og því vont að finna haga lianda hestunum.
Við gættum þess vandlega, livort hvönn væri bitin. Var hún það
dálítið og áttum við von á, að kindur hefðu verið þar að verki.
Þetta reyndist þó ekki rétt. Seinna urðum við þess áskynja, að
ferðamenn höfðu gist þar fyrr um sumarið og liestar þeirra verið
þarna að verki.
Við tjölduðum á sæmilegum stað skammt frá vatni. Reyndum
við að ganga sem bezt frá liestunum.
Veður var gott, bjart í lofti, en dálítið frost. Kindunum tveim-
284 STÍGANDI