Stígandi - 01.10.1947, Side 73
IV.
„Langur fannst mér 3. nóv. 1898, og' þreytt var ég um kvöldið.
Eg spyr ekki að barnfóstrinu mínu, daginn þann, en sá, er ég
fól þau um morguninn, sá svo um, að ekki sakaði þau.
Auk þeirra Baldvins og Þorleifs, voru þeir nafnarnir, Sigurður
Björnsson og Sigurður bróðir minn, fluttir heim til mín. Var
þá „setinn Svarfaðardalur“ á litla loftinu mínu. Föt þeirra allra
varð að hreinsa og þurrka. Hlaupa varð ég um allan Sandinn til
að fá lánuð föt handa þeim í bráðina. Og svo varð að ganga frá
líkunum og líta til Jóa. Vel kom mér þá, að ég var létt upp á
fótinn.“
Eitthvað á þessa leið fórust Ingibjörgu orð. Frásögn sinni lauk
hún svo á því að geta þess, að veðrið hefði batnað undir kvöldið,
og þá hefðu hinir bátarnir, sem reru, lent hér slysalaust. Sumir
þeirra hefðu „legið af sér garðinn" undir Hríseynni. — Lýkur
hér frásögn Ingibjargar.
Sagt er, að ekki sé saga nema liálfsögð, er einn segir frá. Sjálf-
sagt mætti meira segja um þennan mannskaða og fleira frá hon-
um. Væri mjög æskilegt, að sjónarvottar, sem enn lifa, létu skrá-
setja það, er þeir muna, svo að semja mætti heildarsögu þessa
sjóslyss.
VORVÍSA .
Vordag langan bára b!á
blítt hjá dranga sefur,
meðan vang og svalan sjá
sól í fangi vefur.
STÍGANDI 295