Stígandi - 01.10.1947, Page 76

Stígandi - 01.10.1947, Page 76
doríunni. Sennilega voru þeir fyrstir út, hugsaði liann, en kipr- aði þó saman augun og skyggndist móti veðrinu út yfir sjóinn. Þá sá hann bát, sem barðist langt úti gegn storminum. Það var Hauk- urinn. Hann var sá fyrsti. Rétt í þessu fengu þeir fyrsta sjóinn yfir sig. Skreiðin tók djúpa dífu, setti stefnið í og tók ölduna yfir sig alveg aftur að stýrishúsi. Tore fann, hvernig sjórinn þrengdi sér inn að skinni gegnum peysu og buxur. Nú var hann ekki til að spauga við. Bezt mundi að sjóklæðast, áður en hann yrði rennandi votur. Hann ste.ypti yíir sig sjóstakknum og batt sjóhattinn vel á sig. Það var rokstormur og haugasjór. Sælöðrið rauk um þá eins og hríðarbylur. Hásetarnir brugðu aukaböndum á doríurnar og öflu var lokað, sem lokað varð. Vélamaðurinn fór niður í vélarúmið og lokaði rammlega á eftir sér. Hann kærði sig ekki um brotsjó, sem dræpi á mótornum, ofan í vélarúmið. Þarna sat hann nú þurr og hlýr og smurði, fægði og blístraði. Tveir hásetanna voru uppi til öryggis, ef eitthvað yrði að, en hinir fóru niður í hásetaklefann og fengu sér kaffitár og brauð- bita. Klukkustundir liðu, og fiskiflotinn skreið þungum vélahöggum móti veðrinu út á ntiðin. Það sóttist seint, en sóttist samt. Og nær og nær kornust þeir línunum. En það var ekki allur galdurinn að komast á miðin; Það vannst nú venjulega. Þyngri þrautin var að ná inn línunum. Ýmsir sneru aftur og héldu í höfn. En Óttar, Bertus og tveir formenn aðrir liéldu enn áfram. Og svo Haukurinn. Hann var enn fremstur allra. Tore stóð í stýrishúsinu hjá Óttari. Stormurinn hafði hreinsað til í lofti, svo að skyggni var allgott, og í vestrinu hafði skýjabakkinn greiðzt í sundur. Sennilega var ekki meira að óttast úr þeirri áttinni. En í norðvestri dró upp bik- svartan skýjamúr. Þetta lagðist í mig, sagði Óttar, að hann mundi snúa sér, og þá verður hann ekki mjúkherítur. Bara hann héldist sæmilega bjartur. Segjum tveir, sagði Tore og varð hugsað til þess, hvað yrði, ef liann gengi í byl. Það var fljótgert að missa sjónar á doríu í bfind- byf og stórsjó. Og því miður kom það fyrir, að aldrei spurðist framar til hennar né þeirra, sem í henni voru. '298 stígandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.