Stígandi - 01.10.1947, Page 80
inn mundi anðveldlega geta hrifið skutuna og kollsteypt henni
niður í djúpið. Það hafði birt svo hríðarkófið, að þeir sáu hvar
Bertus liélt til lands, björgunarskútan tók stefnuna vestur á bóg-
inn og litlu vestar var Haukurinn. Enn hélt liann upp í, en hann
virtist hafa lokið drætti eða a. m. k. liætt.
En nú var orðið svo Iivasst, að Skreiðin vann ekki móti veðrinu.
En þeir héldu upp í og biðu. Einhvern tíma yrði Haukurinn full-
saddur og snéri til lands.
Og loks vék hann undan og stefndi til hafnar.
Óttar beið enn og lét Haukinn verða á undan. Og svo skáristu
þeir öldukambana undan veðri. Haukurinn á undan, Skreiðin
nokkrar bátslengdir á eftir.
Um borð á Skreiðinni höfðu þeir vakandi auga á litla mótor-
bátnum. í hvert sinn sem hann reið fram af öldukömbunum,
stóðu þeir með öndina í hálsinum. Örlítið frarnar á kambinn, og
báturinn mundi bverfa í djúpið. Nei, hann hafði unnið taflið
enn. Þeir voru líka sjálfir í hættu. Raunar var það varla svo háska-
legt fyrir þá. Þeirra skip var mun stærra.
Og þeir héldu áfram að hafa vakandi auga nteð Haukinum.
Aftur og aftur héldu þeir, að nú væri lokastund hans kornin. En
báturinn flaut. Furðulegt, hvað svona skel þoldi, og Haukurinn
var.líka enginn venjulegur stjórnandi.
Og jrá skeði það!
Holskefla reið undir skutinn á bátnum. Andartak barst hann á
freiðandi öldukambinum, eins og fugl, sem blakar til flugs í hvítu
fuglabjargi, svo stakkst hann fram yfir sig og hvarf í hrynjandi
skriðu Ireyðandi brotsjóvar — og öllu var lokið.
Þeir stóðu á öndinni og störðu. Kannske gerðist kraftaverk, svo
að báturinn kæmi aftur fram úr brotsjónum eða flyti upp. En jiað
gerðist ekkert kraftaverk. Báturinn var horfinn.
Andartaki síðar var Skreiðin á slysstaðnum. Hásetarnir stóðu
viðbúnir með kaðla og björgunarhringi og skimuðu um brim-
hnúta og bárudali eftir hijnd eða höfði.
Þarna! Tveir mannanna bentu í ölduhnútinn beint fram und-
an. Gulur sjúhattur flaut í brimlöðrinu. Óttar stýrði beint þang-
að. Á næsta augnabliki mundi björgunarhringur fljúga jjangað.
Tore stóð á sokkaleistunum með björgunarlínu urn mittið, reiðu-
búinn að stökkva útbyrðis, ef þyrfti. í sama bili fengu þeir á sig
brotsjó, og þegar hann var genginn hjá, var guli sjóhatturinn horf-
inn.
302 STÍGANDI