Stígandi - 01.10.1947, Page 82
Tvær ekkjur, tíu föðurlaus börn og ein stúlka, sem haiði ætlað
að skrýðast brúðarkjólnum á morgun. Tore sá fyrir sér brúðkaups-
kökurnar, sem hún hafði bakað. Og í litlu herbergi stóð brúðar-
sængin uppbúin með hvítum sængurklæðum, sent litin hafði
saumað og prýtt útsaumi á löngum vetrarkveldum.
. Tore gat ekki kæft grátinn lengur. Hann brauzt fraín í stuttum
ekkasogum. —
Um kveldið gekk Tore þangað á ný. Hann hafði með sér fisk
og lifur og hrogn.
Konurnar tvær sátu liver á sínum stóli, fölar og grátnar, og
störðu fram fyrir sig. Kveinstafirnir voru hljóðnaðir. Aðeins ein
og ein ekkastuna brauzt frant. Brúðkaupsbaksturinn var horfinn,
en unnustan hans Karls var enn með hvítu svuntuna eins og hún
væri í brúðarklæðum.
Á gólfinu léku börnin sér á nýjan leik. Elzti sonurinn sat í miðj-
um hópnum með yngstu systurina í fanginu og gætti þess að öll
væru með í leiknum. Þau höfðu heilan flota smákubba, sem sigldi
utan af miðunum í særoki og óveðri. Einn báturinn fórst. Aðrir
komu að og reyndu að bjarga. Drengurinn var ákafur í leik sín-
um og færði kubbana til með hröðum handtökum. Svo var eins
og hann rankaði við sér allt í einu.
— En það var hvergi lífsmark að sjá, sagði hann hæglátlega.
Tore sá, að drættir komu um munninn og drengurinn kingdi
grátnum. Svo liófu þau nýjan leik, en nú var logn og hlaðafli á
Lófotenmiðum.
Lauslega pýtt.
304 STÍGANDl