Stígandi - 01.10.1947, Page 84
Ég vil fá strax að borða, sagði ég og fór að gráta.
Þú verður að bíða, skilurðu það?
Hvers vegna?
Þú verður að bíða, unz guð sendir þér mat.
Hvenær gerir hann það?
Ég veit það ekki.
En ég er banhungraður.
Móðir mín hafði verið að strjúka þvott, og allt í einu Iiætti
hún og leit á mig með tárvotum augum.
Veiztu, hvar faðir þinn er?
Ég starði hissa á Iiana. Það var víst satt, að faðir rninn hafði
ekki komið heim til að sofa dögum saman, og ég hafði mátt liafa
eins hátt og ég vildi. Samt hafði ég ekki vitað, hví hann kom
ekki heim, og mér hafði fundizt það harla gott, að liann væri
hvergi nálægur með hávaða sinn og forboð. Mér hafði ekki dottið
í hug, að fjarvera lians ylli matarskorti.
Ég veit það ekki, sagði ég.
Hver kernur lieim með matinn? spurði rnóðir mín.
Það gerir pabbi, sagði ég.
Nú er faðir þinn ekki lengur hér, sagði hún.
Hvar er hann?
Ég veit það ekki.
En ég er sársvangur, kveinaði ég og stappaði niður fætinum.
Þú verður að bíða, unz ég fæ vinnu og get keypt mat, sagði
móðir mín.
Eftir því sem lengra leið, fléttaðist minningin um föður minn
og sultarkenndin fastar saman, og þegar hungrið skar mig innan,
varð mér hugsað til Iians með djúpu, líkamlegu hatri.
Að lokum tókst móður minni að ráða sig sem eldabusku, og
skildi okkur bræðurna daglega aleina eftir í húsinu og tesopa og
brauðskorpu okkur til viðurværis. Þegar hún kom heim á kvöld-
in, var hún oftast þreytt og önug í skapi og var mjög grátgjarnt.
Þegar henni leið sem verst, kallaði liún okkur til sín og talaði
lengi við okkur. Hún sagði, að nú værum við föðurlausir og
eftirleiðis yrði líf okkar öðruvísi en annarra barna. Við yrðum
að læra sem fyrst að gæta okkar sjálfir, klæða okkur, elda handa
okkur og laga til í húsinu, meðan hún væri í vinnunni. Við lof-
uðum angistarfullir öllu hátíðlega í hvert sinn, sem þetta bar
við. Við vissum ekki, hvað komið hafði fyrir milli foreldra okkar,
og hið eina, sem þessi samtöl skildu eftir í hug okkar, var óljós
306 STÍGANDI