Stígandi - 01.10.1947, Page 84

Stígandi - 01.10.1947, Page 84
Ég vil fá strax að borða, sagði ég og fór að gráta. Þú verður að bíða, skilurðu það? Hvers vegna? Þú verður að bíða, unz guð sendir þér mat. Hvenær gerir hann það? Ég veit það ekki. En ég er banhungraður. Móðir mín hafði verið að strjúka þvott, og allt í einu Iiætti hún og leit á mig með tárvotum augum. Veiztu, hvar faðir þinn er? Ég starði hissa á Iiana. Það var víst satt, að faðir rninn hafði ekki komið heim til að sofa dögum saman, og ég hafði mátt liafa eins hátt og ég vildi. Samt hafði ég ekki vitað, hví hann kom ekki heim, og mér hafði fundizt það harla gott, að liann væri hvergi nálægur með hávaða sinn og forboð. Mér hafði ekki dottið í hug, að fjarvera lians ylli matarskorti. Ég veit það ekki, sagði ég. Hver kernur lieim með matinn? spurði rnóðir mín. Það gerir pabbi, sagði ég. Nú er faðir þinn ekki lengur hér, sagði hún. Hvar er hann? Ég veit það ekki. En ég er sársvangur, kveinaði ég og stappaði niður fætinum. Þú verður að bíða, unz ég fæ vinnu og get keypt mat, sagði móðir mín. Eftir því sem lengra leið, fléttaðist minningin um föður minn og sultarkenndin fastar saman, og þegar hungrið skar mig innan, varð mér hugsað til Iians með djúpu, líkamlegu hatri. Að lokum tókst móður minni að ráða sig sem eldabusku, og skildi okkur bræðurna daglega aleina eftir í húsinu og tesopa og brauðskorpu okkur til viðurværis. Þegar hún kom heim á kvöld- in, var hún oftast þreytt og önug í skapi og var mjög grátgjarnt. Þegar henni leið sem verst, kallaði liún okkur til sín og talaði lengi við okkur. Hún sagði, að nú værum við föðurlausir og eftirleiðis yrði líf okkar öðruvísi en annarra barna. Við yrðum að læra sem fyrst að gæta okkar sjálfir, klæða okkur, elda handa okkur og laga til í húsinu, meðan hún væri í vinnunni. Við lof- uðum angistarfullir öllu hátíðlega í hvert sinn, sem þetta bar við. Við vissum ekki, hvað komið hafði fyrir milli foreldra okkar, og hið eina, sem þessi samtöl skildu eftir í hug okkar, var óljós 306 STÍGANDI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.