Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 92
hvert sam þeir fóru og drakk hvert orð af vörurn þeirra og spurði
í þaula. Aður en dagurinn var liðinn hafði ég öðlazt skilning
á öllum venjulegum klámyrðum, sem menn nota um kynlíf karla
og kvenna og kynfæri, og komst að raun um, að ég kunni öll
orðin fyrir frá því að ég var heimagangur í kránni, þótt ég hefði
ekki skilið merkingu þeirra. Ég lærði utan að langa klámþulu,
sem einn drengjanna romsaði upp úr sér, og lieyrði hana þó ekki
nema einu sinni. En þrátt fyrir allt næmið gat ég alls ekki lesið
orð, þegar kennarinn kvaddi mig á nýjan leik til þess. Ég stóð
frammi fyrir honum algerlega mállaus, og mér fannst augu
drengjanna og telpnanna, sem ég vissi af mér á bak við mig', standa
á mér eins og spjót. Ég var lamaður af ótta.
Þegar skólinn var úti þennan dag, liélt ég heimleiðis með
Iiugann fullan af nýrri þekkingu. En hún var ekki af bókum
lærð. Ég gleypti í mig kaldan matinn, sem beið mín, náði mér
í sápumola og gekk út á götuna til að opinbera heiminum hinn
nýja lærdóm rninn. Ég gekk frá glugga til glugga og dró með
stórum stöfum upp klámyrðin góðu, sem ég hafði íengið að vita
deili á. Ég hafði skrifað á flesta glugga í nágrenninu, þegar kona
ein stöðvaði mig við þetta verk og rak mig heim. Um kvöldið
kom hún til móður minnar og sagði henni, livað ég hafði gert
og sýndi henni ritstörf mín. Móðir mín var höggdofa af skelf-
ingu. Hún skipaði mér að segja sér, livar ég hefði lært þessi orð,
og hún ætlaði ekki að trúa mér, þegar ég sagðist liafa lært þau
í skólanum. Móðir mín tók vatn í fötu og klút og leiddi mis að
gluggunum.
Nú þværð þú þetta af, skipaði hún,
Nágrannarnir hópuðust um okkur, bældu niður í sér hláturinn
og umluðu meðaumkunarorð eða létu eftir sér furðu-upphróp-
anir og spurðu móður mína, hvernig í dauðanum ég hefði lært
öll þessi orð svo fljótt. Ég þvoði og þvoði og bræðin sauð í mér.
Ég bað móður mína grátandi að sleppa mér við þetta og lofaði að
gera þetta aldrei framar, en hún lét mig ekki lausan fyrr en síðasta
orðið var þvegið burt. Ég skrifaði aldrei framar slík orð. Ég hafði
lært, að sum þekking er þannig, að hún verður ekki borin fram
fyrir alla.
314 STÍGANDI