Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 2
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
PÁFAGARÐUR Benedikt XVI. páfi
flutti sitt síðasta ávarp í gær á
Péturs torginu í Róm. Um 150 þús-
und manns mættu til að hlýða á.
Benedikt hættir í dag sem páfi en
fær þó að halda áfram páfa titlinum.
Nýr páfi verður kosinn á næstu
dögum eða vikum, og þá kemur upp
staða sem kaþólskir trúmenn hafa
ekki átt að venjast: Tveir menn
verða á lífi samtímis með páfa-
titilinn.
Þetta veldur nokkrum áhyggjum
innan kaþólsku kirkjunnar og óttast
sumir að helgi embættisins muni
bíða hnekki af.
„Það geta ekki verið tveir páfar
í Vatíkaninu, jafnvel þótt annar
þeirra sé formlega fyrrverandi
páfi,“ er haft eftir háttsettum en
ónefndum embættismanni innan
kaþólsku kirkjunnar í ítalska dag-
blaðinu Corriere della Sierra.
Hann segir þetta vera bæði stór-
slys og djúpt sár á kaþólsku kirkj-
unni. Fleiri úr æðstu röðum kirkj-
unnar manna eru sagðir óttast að
afsögn Benedikts verði komandi
páfum fordæmi, og það grafi undan
mikilvægi embættisins. - gb
Benedikt XVI. hættir sem páfi í dag en heldur áfram titlinum:
Tveggja páfa kirkja í vanda
BENEDIKT XVI. Á annað hundrað þús-
und manns mætti þegar hann flutti sitt
síðasta ávarp í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EVRÓPUMÁL Sjávarútvegsráðherrar Evrópu-
sambandsins (ESB) hafa náð samkomulagi um að
brottkast á fiski verði aflagt í áföngum á tímabilinu
frá janúar 2014 til ársins 2019. Samþykkt Evrópu-
þingsins þarf til að samkomulagið hljóti gildi en
fréttaskýrendur telja það aðeins formsatriði.
Bannið tekur á næsta ári til uppsjávarfisks, eins og
kolmunna og síldar. Brottkast á bolfiski kemur til
síðar á fimm ára aðlögunartíma.
Samkomulagið er túlkað sem risaskref í rétta átt
til að laga sameiginlega sjávarútvegsstefnu sam-
bandsins. Það er afstaða norðlægra landa innan
ESB, sem hafa keyrt málið áfram í andstöðu við
Spán, Portúgal og Frakkland, sem hafa spyrnt við
fótum um árabil. Fyrrnefndar þjóðir náðu fram
undanþágum, til dæmis heimildum til brottkasts
á úthafsveiðum, en menn hafa efasemdir um að
undan þágur verði hluti af lokagerð samningsins.
Afstaða háttsettra embættismanna er höfð til
vitnis um það en María Damanaki, sjávarútvegs-
stjóri ESB, hefur lýst því yfir að ótækt sé að kasta
fiski.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra
Skotlands, segir í fréttatilkynningu þarlendra
stjórnvalda að samkomulagið marki endi á „30
ára hneyksli“, og að samkomulagið sé raunhæft;
milljónum tonna verði ekki lengur hent frá borði.
Almennt er talið að fjórðungi veidds afla innan lög-
sögu ESB sé kastað aftur í sjóinn. - shá
Sjávarútvegsráðherrar ESB ná sögulegu samkomulagi í áralöngu deilumáli:
Brottkast aflagt á næstu árum
Á VEIÐUM Allt að fjórðungi alls afla skipa ESB er kastað aftur
frá borði. Um milljónir tonna er að ræða á síðustu árum.
SPURNING DAGSINS
FA
S
TU
S
_H
_0
9.
02
.1
3
Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Glös fyrir stór
og smá tilefni
Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir
stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun
okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn
hjálpa ykkur við að velja réttu glösin.
Ingvar, ertu ekki bara lukku-
legur með nýja húsnæðið?
„Jú, ég er heppnasti gæinn í
bænum.“
Ingvar Geirsson er eigandi plötubúðarinnar
Lucky Records. Búðin flytur á næstu dögum
frá Hverfisgötu 82 yfir í stærra húsnæði við
Rauðarárstíg 6.
PORTÚGAL, AP Yfirvöld í Portúgal
gerðu 79 tonn af nautaafurðum
upptæk á þriðjudaginn eftir að
í þeim fannst hrossakjöt. Fimm
matvælafyrirtæki voru kærð í
kjölfarið.
Samkvæmt Matvælastofnun
Portúgals hafa tæplega 19 þúsund
eintök af forpökkuðum matvælum
verið fjarlægð úr stórverslunum,
þar á meðal pakkar sem innihalda
lasanja, hamborgara, og kjötbollur.
Víða í Evrópu hefur hrossakjöt
fundist bæði í forpökkuðum rétt-
um og á veitingastöðum, í skólum,
og á sjúkrahúsum. -hj
Meira hrossakjöt í matvöru:
Nautakjöt tekið
úr umferð
ÍRLAND, AP Samkeppniseftirlit
Evrópusambandsins hefur komið í
veg fyrir kaup írska flugfélagsins
Ryanair á flugfélaginu Aer Lingus.
Talsmenn ESB óttuðust að sam-
eining flugfélaganna myndi skaða
neytendur þar sem Aer Lingus er
helsti samkeppnisaðili Ryanair í
Írlandi. Þeir töldu að ef af sam-
einingunni yrði leiddi hún að öllum
líkindum til hærra miðaverðs.
Stjórnendur Ryanair eru ósáttir
við ákvörðunina og ætla að áfrýja
henni. - möþ
ESB bannar kaup Ryanair:
Myndi skaða
neytendur
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur dæmt íslenska ríkið
til að greiða 34 ára þýskri konu 1,8
milljónir í bætur fyrir það þegar
hún var látin sitja í gæsluvarð-
haldi í 117 daga frá sumrinu 2010.
Konan kom til landsins með
Norrænu 17. júní 2010, í bíl
sem í fundust tuttugu lítrar af
amfetamínbasa. Með konunni í
för var sex ára sonur hennar og
önnur þýsk kona sem síðan var
dæmd í átta ára fangelsi fyrir
smyglið. Hin konan var hins
vegar sýknuð og ekki talin hafa
vitað af fíkniefnunum. - sh
Fær 1,8 milljónir í bætur:
Saklaus í haldi
þriðjung úr ári
IÐNAÐUR Gullið sem fannst í
æðum í Þormóðsdal nýlega er
talið hreinna en gengur og gerist
í heiminum. Fyrirtækið Málmís
hefur borað á svæðinu í nokkurn
tíma í von um að finna gull, sem
varð síðan raunin þegar mældust
allt upp í 400 grömm af málminum
á hvert tonn af grýti. Það er mesta
magn sem hefur fundist af gulli
hér á landi, en erlendis er unnið
gull úr grýti þegar mælist ein-
ungis fjögur grömm á tonnið, að
sögn Þorsteins Inga Sigfússonar,
forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands.
„Það háttar svo með þetta
íslenska gull að jarðhita vatnið
hefur skilað því út án þessara
snefilefna eins og alls staðar ann-
ars staðar. Það er því hreinna og
gæti þetta því orðið umhverfis-
vænna verkefni hér heldur en víða
erlendis,“ segir Þorsteinn.
Nýsköpunarmiðstöð hefur verið
að endurmeta og líkanareikna
gögn frá borkjörnum í eigu fyrir-
tækisins úr Þormóðsdal ásamt
ónefndu bresku fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í góðmálmum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
gull finnst í jörðu á Íslandi, en
stóru fregnirnar eru þær að magn-
ið er svo mikið að það er hægt að
vinna málminn úr grjótinu.
„Það er mjög vinnanlegt, flest
sýnin eru ótrúlega lofandi. En
við þurfum að vera viss um að
jarðhitakerfið í Þormóðsdal nái
að skila nógu miklu í heild áður
en farið verður í svoleiðis fram-
kvæmdir,“ segir Þorsteinn.
Gullvinnsla hefur löngum verið
gagnrýnd af umhverfisverndar-
sinnum í heiminum þar sem mikið
magn kvikasilfurs er notað til að
skilja málminn úr grjótinu. Því er
svo skolað út í umhverfið, en þó
er misjafnt eftir löndum hvernig
vinnslan fer fram. Þorsteinn segist
vonast til að hægt verði að vinna
úr gullinu úr Þormóðsdal hér,
einkum vegna hreinleika þess sem
þýði minna rask fyrir umhverfið.
„Þegar hægt verður að sýna
fram á að þetta verði umhverfis-
lega vænlegt vona ég að svo verði.
Það er möguleiki að vinna þetta
hér,“ segir hann. „En ég þori ekki
að segja neitt meira. Kannski verð-
ur þetta flutt til útlanda, til Bret-
lands eða Grænlands. Það er gull
unnið inni í fjalli.“
Ekki náðist í Svandísi Svavars-
dóttur umhverfisráðherra í gær-
kvöld vegna málsins.
sunna@frettabladid.is
Vilja vinna gullið úr
Þormóðsdal á Íslandi
Gull fannst í borholu í Þormóðsdal í vikunni. Málmurinn mælist um 400 grömm
í hverju tonni af grýti og er það með því meira sem gerist. Forstjóri Nýsköpunar-
miðstöðvar segir íslenska gullið hreinna en gengur og gerist.
GULLSTANGIR Þau 400 grömm af gulli
sem mældust í grjótinu eru vel vinnan-
leg, að sögn Þorsteins.
VIÐ HAFRAVATN Boranir eftir gulli í Þormóðsdal eru ekki nýjar af nálinni en þetta
er þó í fyrsta sinn sem svo mikið magn af málminum góða finnst á svæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Annie Machon, framkvæmdastjóri Samtaka löggæslu-
stétta gegn bannhyggju, fundaði í gær með starfshópi á vegum
menntamálaráðuneytisins. Hópurinn vinnur að framgangi þingsálykt-
unartillögu sem miðar að því að Ísland skapi sér afgerandi lagalega
sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.
Machon var á tíunda áratugnum njósnari hjá bresku leyniþjónust-
unni (MI5) en hætti þar árið 1996 til þess að fletta ofan af glæpum
sem hún taldi MI5 hafa framið.
Á fundinum ræddi Machon meðal annars um uppljóstrara og vernd
þeirra. - mþl
Stýrihópur vinnur að tillögum til verndar tjáningarfrelsi:
Funduðu með MI5-njósnara
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Í GÆR Annie Machon, fyrir miðju, ásamt Smára
McCarthy og Elfu Ýr Gylfadóttur, fulltrúum í stýrihópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL