Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 4
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SVISS, AP Rúmlega fertugur starfs-
maður timburverksmiðju í Sviss dró
upp skammbyssu og hóf skothríð á
fólk á vinnustað sínum í gærmorg-
un.
Tveir lágu í valnum eftir hildar-
leikinn. Sjö særðust, þar af sex
alvarlega, og sjálfur lét byssumað-
urinn lífið.
Maðurinn lét til skarar skríða um
leið og hann mætti á vinnustað sinn
í smábænum Menznau rétt upp úr
klukkan níu. Framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar segir hann hafa
starfað þar í meira en tíu ár. Hann
hafi verið fámæltur en aldrei verið
til vandræða fyrr.
Skotvopnaeign er mjög útbreidd
í Sviss. Alls eru 2,3 milljónir skot-
vopna í eigu landsmanna, sem eru
alls um átta milljónir.
Glæpir tengdir skotvopnum eru
á hinn bóginn frekar fátíðir. Árið
2009 létu 24 manns lífið af völdum
skotsára, sem þýðir að hlutfallið er
0,3 af hverjum 100 þúsund íbúum
landsins. Í Bandaríkjunum er þetta
hlutfall ellefu sinnum hærra. - gb
Starfsmaður timburverksmiðju í Sviss skaut á fólk á vinnustað sínum í timburverksmiðju:
Myrti tvo samstarfsfélaga og særði sjö aðra
NEYTENDAMÁL Rannsókn Mat-
vælastofnunar á íslenskum kjöt-
vörum leiddi í ljós að ekkert kjöt
var í kjötböku fyrirtækisins Gæða-
kokka í Borgarnesi. Framkvæmda-
stjóri rengir niðurstöðuna en við-
urkennir handvömm við merkingar
á lambakjötsbollum fyrirtækisins
sem innihalda ekkert nautakjöt,
eins og segir í merkingum vör-
unnar. Hann óttast að orðspor fyr-
irtækisins hafi beðið alvarlegan
skaða – að hluta til að ósekju.
Matvælastofnun lét ný verið
rannsaka kjötinnihald sextán
íslenskra matvara á markaði til að
kanna hvort þær innihéldu hrossa-
kjöt án þess að þess væri getið á
umbúðum, en rannsóknin var við-
bragð stofnunarinnar við hrossa-
kjötshneykslinu í Evrópu. Niður-
stöður rannsóknarinnar sýndu að
hrossakjöti hafði ekki verið bland-
að í vörurnar. Hins vegar reynd-
ust tvær vörur frá Gæðakokkum í
Borgarnesi ekki innihalda nauta-
kjöt þrátt fyrir merkingar þar um.
Nautabaka sem sögð er innihalda
30% nautahakk í fyllingu inni-
hélt ekkert dýraprótein. Lamba-
hakkbollur, sem eru framleidd-
ar af sama aðila fyrir verslunina
Kost og sagðar innihalda lamba-
og nautakjöt, innihéldu eingöngu
lambakjöt.
Magnús Níelsson, framkvæmda-
stjóri og eigandi Gæðakokka, seg-
ist enga skýringu hafa á niður stöðu
Matvælastofnunar. Að sjálfsögðu
sé nautahakk í kjöt bökunni. „Ég
er ekki að segja að þetta sé stút-
fullt af hakki, en við notum soja-
hakk til að drýgja auk þess sem
nautakraftur er í vörunni sem
krydd. Ég veit hvernig uppskrift-
irnar eru og þessi niðurstaða er
því með ólíkindum,“ segir Magnús,
sem vill frekari rannsókn. Hvað
varðar lambahakkbollurnar segir
Magnús að rétt sé að í því sé ekki
nautahakk, eins og áður var, og
handvömm að hafa ekki breytt
merkingunum strax.
Spurður um orðspor fyrirtækis-
ins og framtíð þess segist Magnús
vera óttasleginn. „Auðvitað kemur
þetta illa við mann, ef um föls-
un á innihaldslýsingum væri að
ræða. En ég ítreka, hvað varðar
bökurnar, að við sleppum ekki að
setja í þær kjöt.“
Kjartan Hreinsson, sérgreina-
dýralæknir hjá Matvæla stofnun,
segir rannsóknina skothelda.
„Þetta var unnið af Matís, okkar
bestu rannsóknastofnun, sem notar
viðurkenndar aðferðir á heimsvísu.
Nær sannleikanum komumst við
einfaldlega ekki.“
Kjartan segir að innan Matvæla-
stofnunar hafi ekki að svo komnu
máli verið tekin ákvörðun um
frekari rannsóknir á matvörum
í ljósi fyrirliggjandi niðurstaðna.
„Það yrði þá gert í næsta mánuði,
komi til þess,“ segir Kjartan.
svavar@frettabladid.is
225,1644
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,98 126,58
190,62 191,54
164,94 165,86
22,115 22,245
22,064 22,194
19,537 19,651
1,3743 1,3823
190,63 191,77
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
27.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
HVERNIG
SEM VIÐRAR
VIÐ ÞEKKJUM
TILFINNINGUNA
SKOTÁRÁS Í SVISS
Genf
Lausanne
Bern
Menznau
ÍTALÍA
AUSTURRÍKI
ÞÝSKALANDFRAKKLAND
SVISS
Skotárás í Kronospan-
timburverksmiðjunni
Fundu ekkert kjöt
í íslenskri kjötböku
Ekkert nautakjöt fannst í tveimur vörum fyrirtækisins Gæðakokka við rannsókn
þrátt fyrir merkingar þar um. Eigandi fyrirtækisins rengir að hluta niðurstöðuna
og vill frekari rannsókn. Mjög áreiðanlegar niðurstöður, segir Matvælastofnun.
NAUTABAKA Sýnin innihéldu ekkert kjöt yfir höfuð, sem stenst ekki, segir fram-
leiðandinn. MYND/MATVÆLASTOFNUN
ÆVINTÝRALAND Sumarbúðirnar hafa
verið á Kleppjárnsreykjum undanfarin ár.
SAMFÉLAGSMÁL Sumarbúðunum
Ævintýralandi hefur verið lokað
og verða þær ekki starfræktar
að Kleppjárnsreykjum í sumar.
Ástæða þess að starfsemin hefur
verið lögð niður eru rekstrar-
erfiðleikar.
Sumarbúðirnar voru starfrækt-
ar í fimmtán ár og komu þúsundir
barna í þær á þeim tíma. Forsvars-
menn þeirra segjast vonast til þess
að einhvern daginn verði hægt að
byggja upp starfið að nýju. „Við
viljum þakka innilega öllum þeim
þúsundum barna sem hafa komið
til okkar, skemmt sér með okkur og
gefið til baka ómælda gleði.“ - þeb
Sumarbúðum lokað:
Ævintýraland
lagt niður í bili
SVÍÞJÓÐ Þrjátíu prósent sænskra
yfirmanna hafa átt í ástar-
sambandi við einhvern í vinnunni
en 40% hafa daðrað. Helmingur
yfirmanna segir starfsmenn hafa
daðrað við sig. Þetta eru niðurstöð-
ur könnunar meðal 870 yfirmanna
sem sænskt tímarit lét gera.
Ástarsambönd í vinnunni voru
algengari meðal yngri yfirmanna
en eldri. - ibs
Ástarsambönd yfirmanna:
30% átt í ástar-
sambandi við
undirmann
FRAKKLAND, AP Lögmaður Dom-
inique Strauss-Kahn hrósar sigri
eftir að útgefandi var dæmdur
til að bæta fylgiskjali við bók-
ina „Fríða og
dýrið“ eftir
Marcelu Iacub.
Bókin fjallar
um kynferðis-
legt samband
Strauss-Kahn
við höfundinn
og í fylgiskjal-
inu skal tekið
fram að bókin
brjóti gegn rétti
Strauss-Kahn til friðhelgi einka-
lífs síns.
Ef útgefandinn hlítir ekki
úrskurði dómarans þarf hann að
greiða 50 evrur, sem nema rúm-
lega 8.000 krónum, fyrir hvert
selt eintak af bókinni. - möþ
Sigur fyrir Strauss-Kahn:
Braut á friðhelgi
Strauss-Kahn
MEXÍKÓ, AP Leiðtogi kennarasam-
bandsins í Mexíkó var handtek-
inn á Toluca-flugvelli síðla þriðju-
dags.
Elba Ester Gordillo er ásökuð
fyrir að hafa dregið sér um 160
milljónir dollara úr sjóði kenn-
arasambandsins. Peningarnir
fóru í fatakaup, lýtaaðgerðir og
húseign í San Diego.
Handtakan átti sér stað degi
eftir að forseti Mexíkó undirrit-
aði nýja lagasetningu sem á að
uppræta spillingu innan mennta-
kerfisins. Engin skrá er til yfir
fjölda skóla, kennara, eða nem-
enda í Mexíkó. Nýju lögin munu
leyfa slíka skrásetningu í fyrsta
sinn. - hj
Leiðtogi handtekinn í gær:
Dró sér fé fyrir
lýtaaðgerðum
STRAUSS-KAHN
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
3-10 m/s.
MILT OG SVALT Það verður heldur svalara á landinu í dag miðað við síðustu viku
en hlýnar á ný í kvöld með mildu veðri víðast hvar á morgun. Kólnar heldur strax á
laugardag og má búast við talsverðu frosti í byrjun næstu viku.
0°
5
m/s
3°
6
m/s
3°
5
m/s
6°
5
m/s
Á morgun
8-15 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
2°
0°
-1°
Alicante
Basel
Berlín
14°
6°
4°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
8°
5°
6°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
19°
London
Mallorca
New York
9°
15°
10°
Orlando
Ósló
París
23°
3°
4°
San Francisco
Stokkhólmur
17°
2°
2°
2
m/s
3°
7
m/s
-2°
2
m/s
-2°
3
m/s
0°
2
m/s
2°
3
m/s
-1°
3
m/s
8°
7°
7°
10°
9°
Ég er ekki að segja að þetta sé stútfullt af hakki,
en við notum sojahakk til að drýgja auk þess sem
nautakraftur er í vörunni sem krydd.
Magnús Níelsson, framkvæmdastjóri og eigandi Gæðakokka