Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 12
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
allt að 35% afs
láttur
af
árgerð 2012
49.995 kr.
Verð áður 75.995 kr.
Tilboð
Wheeler Pro 60
21 gíra • álstell • dömu og herra
Hyundai Santa Fe Comfort - Jeppi rsins 2013
2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.650 þús. kr.
Eyðsla 6,6 l/100 km*
Hyundai Santa Fe
Sparneytinn d siljeppi
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ
575 1200 - www.hyundai.is
*
M
ið
as
t
vi
ð
bl
an
da
ða
n
ak
st
ur
s
am
kv
æ
m
t
fr
am
le
ið
an
da
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
7
4
9
Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur
Opið laugardag frá 10–16
SAMGÖNGUR „Við viljum fá þá ein-
hverja vörn austanmegin líka til að
verja landið,“ segir Kristján Ólafs-
son á Seljalandi um tillögur um að
leiða Markarfljót 2,5 kílómetra
austur frá núverandi ósi.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær leggur Danska
straumfræðistofnunin til að far-
vegur Markarfljóts verði færður
til að hindra að sandur sem áin ber
með sér endi í Landeyjahöfn. Til
stóð að beina farveginum um tvo
kílómetra til austurs fyrir tveimur
árum en vegna andstöðu íbúa í
nágrenninu varð lendingin sú að
byggja varnargarð til bráðabirgða
sem færði fljótið aðeins 650 metra.
Reynslan af því er sögð jákvæð.
Þórhildur E. Elínardóttir, upp-
lýsingafulltrúi Siglinga stofnunar,
segir ekkert ákveðið varðandi
færslu Markarfljóts eða aðrar
framkvæmdir til að koma Land-
eyjahöfn í ásættanlegt stand. „Sú
mögulega framkvæmd er mjög
stutt á veg komin og reyndar er
málið á viðkvæmu stigi vegna þess
að landeigendur og aðrir hags-
munaaðilar, til dæmis opinberar
stofnanir, eiga eftir að fá tækifæri
til að ræða málið,“ segir Þórhildur.
Spurð hvort gert sé ráð fyrir
varnargarði austan Markarfljóts
til að verja landið þeim megin
kveður Þórhildur ekkert hafa
verið gefið út um það enda sé
málið allt svo skammt komið á veg.
Kristján á Seljalandi segir hætt-
una þá að Markarfljót brjóti sér
leið lengra til austurs þegar ánni
hefur verið beint í þá átt. „Þá fer
fljótið yfir alla Eyjafjallasveitina
og þar austur með og getur endað
í Hólsós,“ segir Kristján. Heima-
menn vilji að ánni verði veitt í
stokk með varnargörðum á báðum
bökkum.
Þórhildur segir færslu Markar-
fljóts líta út sem vænlegur kostur.
Hins vegar færist mikið efni fram
og til baka óháð Markarfljóti og
það hafi áhrif á sandburðinn í
hafnarmynninu. Margar hug-
myndir séu um lausn vandans.
„Þessi garður, ef af verður, er
ekki patentlausn á efnisburði við
Landeyjahöfn og árangurs yrði
ekki að vænta í sömu viku og hann
yrði tilbúinn. Að líkindum verður
eitthvað fleira í pottinum,“ segir
Þórhildur.
Enn sem komið er liggur hvorki
fyrir kostnaðar- né framkvæmda-
áætlun vegna færslu Markarfljóts
til austurs.
gar@frettabladid.is
Krefjast varna gegn
færslu Markarfljóts
Íbúar á Seljalandsjörðunum krefjast þess að verði Markarfljót flutt fari áin í stokk
svo hún flæði ekki austur yfir Eyjafjallasveit. Siglingastofnun segir ekkert ákveðið
um varnargarða til austurs eða verkefnið í heild. Ræða þurfi við hagsmunaaðila.
MARKARFLJÓT OG LANDEYJAHÖFN Náttúröflin eru óblíð við Landeyjahöfn. Hér
sést hvernig gosefni úr Eyjafjallajökli bárust til sjávar með Markarfljóti. MYND/ÞÓRDÍS
MorGUnþÁT
turinn Ómar
alLa vIRka
dagA kl. 7