Fréttablaðið - 28.02.2013, Page 16
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16
Einn af kostunum við
hlýnun jarðar er sá að nú
eru færri ísjakar í Norður-
Atlantshafi.
Clive Palmer
milljarðarmæringur
ÍTALÍA Ítalski skemmtikrafturinn
Beppe Grillo, sem nú er orðinn
leiðtogi þriðja stærsta stjórnmála-
afls Ítalíu, getur ekki sjálfur sest
á þing. Hann er ekki með hreina
sakaskrá, og bauð sig því ekki
fram til þings sjálfur.
Honum hefur hins vegar tekist
að hrista duglega upp í ítölskum
stjórnmálum, og þótti mörgum
ekki vanþörf á, en aðrir hafa sagt
ástandið hafa verið nógu ruglað
fyrir, svo mjög að varla sé á það
bætandi.
Þýskir ráðamenn eru meðal
þeirra sem segja Grillo vera sams
konar trúð og Silvio Berlusconi og
óttast að ítalska þingið geti næstu
mánuðina ekki komið nokkru í
verk. Margt bendir til þess að stutt
sé í nýjar kosningar á Ítalíu.
Grillo er fæddur í Genúa árið
1948. Hann verður því 65 ára gam-
all á þessu ári. Hann er sex barna
faðir og menntaður sem endur-
skoðandi. Hann átti hins vegar
auðvelt með að komast skemmti-
lega að orði og sneri sér að gríninu
strax eftir útskriftina. Grínið var
oftar en ekki pólitískt og fór iðu-
lega fyrir brjóstið á heldra fólki og
framámönnum.
Kosningabaráttan síðustu mán-
uðina var í raun beint framhald á
því sem hann hefur verið að gera
á grínsviðinu. Hann hefur tekið
sér stöðu meðal almennings úti á
götum og torgum og krefst þess að
fólkið fái að ráða sjálft, án milli-
göngu stjórnmálamanna. Stefn-
an sem Fimm stjörnu hreyfing-
in hans stendur fyrir hefur verið
nefnd „fancullismo“ á ítölsku, sem
er dónalegt orð og gengur helst út
á það að gefa skít í ráðamenn og
stjórnmálaelítuna.
Glæsilegur sigur hans í þing-
kosningunum í byrjun vikunn-
ar gerir það að verkum að varla
er nokkur möguleiki á að mynda
stjórn nema með þátttöku flokks
hans, eða einhvers konar stuðn-
ingi. Yfirlýsingar hans í kosninga-
baráttunni benda þó varla til þess
að hann hafi mikinn áhuga á því að
hjálpa gömlu flokkunum.
Sjálfur segist Grillo ekkert vita
hvað hann eigi að gera í stöðunni,
en útilokar þátttöku í stjórnar-
samstarfi. Á bloggsíðu sinni segir
hann það hreinlega vera „glæp
gegn vetrarbrautinni“ að afhenda
Berlusconi stjórnina á ný.
Hann segist hins vegar reikna
með að gömlu vinstri og hægri
öflin reyni að mynda breiða stjórn:
„Þeir geta haldið það út í sjö eða
átta mánuði og út úr því koma
hörmungar einar, en við munum
reyna að hafa eftirlit með þeim.“
gudsteinn@frettabladid.is
Hefur tekist að snúa
öllu á hvolf á Ítalíu
Ítalski stjórnmálaleiðtoginn Beppe Grillo tekur sér stöðu meðal fólksins gegn
ráðamönnum og stjórnmálaelítunni. Hann útilokar þátttöku í stjórnarsamstarfi
en reiknar með að gömlu vinstri og hægri öflin reyni að mynda breiða stjórn.
BEPPE GRILLO Þýskir ráðamenn segja hann sams konar trúð og Berlusconi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ítalska orðið Grillo þýðir „krybba“ og er upphaflega komið af gríska orðinu
gryllos, sem merkir „engispretta“. Sama orðið er að finna í íslenska orða-
tiltækinu að „fá grillu í höfuðið“, eða að „fá flugu í höfuðið“ eins og það er
einnig orðað.
Grillur og flugur í höfði
BANDARÍKIN, AP Ástra lskur
milljarða mæringur ætlar að
smíða nýja útgáfu af Titanic sem
gæti orðið sjófær árið 2016. Clive
Palmer afhjúpaði teikningarnar af
skipinu í New York á þriðjudaginn,
en skipið mun heita Titanic II og
smíði þess mun hefjast fljótlega í
Kína.
Palmer segir að 40 þúsund
manns hafi nú þegar sýnt áhuga
á því að kaupa miða í jómfrúar-
ferðina, sem verður farin frá
Southampton til New York, rétt
eins og ætlunin var að hið upp-
runalega skip færi. Hann hefur
hug á að endurskapa andrúms-
loftið sem var um borð í Titanic,
en farþegar í jómfrúarferð nýja
skipsins munu til að mynda klæð-
ast fötum frá tímabilinu þegar Tit-
anic sökk og panta máltíðir af mat-
seðli gamla skipsins.
Titanic II á að verða öruggasta
skemmtiferðaskip heims, en það
sama var einmitt sagt um for-
vera þess. Nýja skipið verður búið
björgunarbátum sem styðjast
við nýjustu tækni auk þess sem
öll nýjustu öryggistæki verða til
staðar.
„Einn af kostunum við hlýnun
jarðar er sá að nú eru færri ís-
jakar í Norður-Atlantshafi,“ segir
Palmer, sem er ekki hræddur um
að Titanic II muni hljóta sömu
örlög og upprunalega skipið, sem
sökk árið 1912.
- möþ
Ástralskur milljarðamæringur er stórhuga í skipasmíðum:
Smíðar eftirlíkingu af Titanic
STÓRHUGA MILLJARÐAMÆRINGUR Clive Palmer hyggst smíða eftirlíkingu af
Titanic.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
6
9
0
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
ks
tu
r
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
DACIA DUSTER – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla:
5,1 l/100 km*
SKYNSAMLEG
KAUP
Hrikalega gott ver
ð
ELDSNEYTI
MINNA
SHIFT_
NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla:
4,6 l/100 km*
VINSÆLASTI
SPORTJEPPINN
Samkv. Umferðars
tofu 2012
SUBARU XV – 4x4
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla:
6,6 l/100 km*
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn ben
sínsparnaður
NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR
ks
Eyðsla:
3,4 l/100 km*
RENAULT CLIO Expression ECO
1,5 dísil, beinskiptur. Verð 2.890 þús. kr.
/
S
Í
/
ð
ð
ð
b
l
d
ð
k
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
6
9
0
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
E
N
N
GLÆSILEGUR
AUKABÚNAÐUR
M.a. íslenskur leið
sögubúnaður