Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 20
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20
FRÉTTASKÝRING
Fjármálastöðugleiki
Verið er að teikna upp mögulegar
sviðsmyndir um hvernig eigi að
losa um eignir kröfuhafa þrota-
búa Glitnis og Kaupþings. Stór
hluti af líklegri lausn felst í að
selja Íslandsbanka og Arion banka
og finna leið til að losa um eignir
kröfuhafanna í íslenskum krónum
án þess að það hafi neikvæð áhrif
á fjármálalegan stöðugleika.
Seðlabanki Íslands og stjórnvöld
hafa gefið það skýrt til kynna að
ekki standi til að samþykkja fyrir-
liggjandi nauðasamninga Glitnis
og Kaupþings á næstunni. Því sé
nauðsynlegt að komast að sam-
komulagi um hvernig verði höggv-
ið á hnútinn. Nú eru allir aðilar að
setja sig í stellingar til að gera
nákvæmlega það.
Bankasala fyrsta skref
Eitt af skrefunum sem þarf að taka
í þessu ferli er að selja eignarhluti
Glitnis og Kaupþings í Íslands-
banka og Arion banka. Framtaks-
sjóður Íslands (FSÍ), stórir lífeyris-
sjóðir og aðrir fjárfestar höfðu
frumkvæði að óformlegum við-
ræðum við slitastjórn Glitnis um
kaup á 95 prósenta hlut í Íslands-
banka fyrir nokkrum vikum síðan.
Skömmu síðar var skýrt frá því að
hluti bjóðendanna, aðallega líf-
eyrissjóðir, horfðu einnig til Arion
banka. Þeir vilja þó eignast bank-
ana með töluverðum afslætti og
eru tilbúnir að skoða ýmsar leiðir
til að greiða fyrir hlutinn, meðal
annars með erlendum eignum.
Í yfirlýsingu slitastjórnarinn-
ar vegna tilboðsins sagði að MP
banki væri ráðgjafi hópsins og
að stærstu hluthafar þess banka
væru á meðal fjárfestanna sem
tengdust hópnum. MP banki hefur
ekkert viljað láta hafa eftir sér um
málið en samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er aðkoma eigenda
bankans að málinu ólíkleg eins og
stendur.
Hreyfing á næstu vikum
Ekki hafa borist formleg viðbrögð
við tilboðinu en hópurinn vonast
til að hreyfing komist á viðræð-
urnar á allra næstu vikum og að
ákvörðun um hvort kaup þeirra
verði raunverulegur möguleiki eða
ekki liggi fyrir þá.
Ljóst er að sala bankanna
yrði eitt skref af nokkrum í til-
raun til að finna heildarlausn á
útgreiðslum til kröfuhafa, væntan-
lega með töluverðum afföllum af
kröfum þeirra. Einn viðmælenda
Fréttablaðsins orðaði stöðuna
þannig að ef kröfuhafarnir hjálp-
uðu ekki til við að búa til fram-
kvæmanlega lausn þá yrði lausn
búin til fyrir þá. Samhliða, og í
aðdraganda kosninga, hefur póli-
tískur þrýstingur á farsæla og
sameiginlega lausn aukist. Það
sést sérstaklega á yfirlýsingum
á borð við þá sem Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, gaf frá sér í síðustu
viku þegar hann sagði að afskrifa
ætti kröfur erlendra vogunarsjóða
í þrotabú föllnu bankanna að veru-
legu leyti.
Nú hafa bæði fulltrúar kröfu-
hafa og stjórnvöld stigið í átt að
því að reyna að finna slíka lausn.
Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings
hafa á síðustu vikum myndað hóp
sem gengur undir nafninu krónu-
hópurinn (e. ISK-working group).
Hlutverk hópsins er að kanna for-
sendur fyrir því að losa um eignir
þrotabúanna, sérstaklega í íslensk-
um krónum.
Allir setja sig í stellingar
Fyrr í vikunni sagði Katrín Júlíus-
dóttir fjármálaráðherra að hún
hefði virkjað stýrinefnd um losun
fjármagnshafta í nóvember í
fyrra. Katrín leiðir þá nefnd sjálf.
Á milli funda hennar er síðan virk
samráðsnefnd með fulltrúum
Seðlabanka Íslands, Fjármála-
eftirlitsins, stjórnvalda og fleiri.
Katrín sagði við sama tilefni að
stjórnvöld ynnu að því að draga
upp mismunandi sviðsmyndir af
því hvernig hægt yrði að losa um
krónur erlendra aðila. Krónuhópi
kröfuhafa er ætlað að ræða við
stýrinefnd Katrínar. Því er ljóst
að töluverð hreyfing er komin á
hlutina.
VIÐSKIPTI Matvælaframleiðslufyrirtækið
Bakkavör Group hagnaðist um 2,1 milljón
punda, jafngildi tæplega 409 milljóna
íslenskra króna, í fyrra. Þetta er mikill við-
snúningur frá árinu áður þegar félagið tap-
aði 75 milljónum punda.
Bakkavör birti á fimmtudag uppgjör sitt
fyrir árið 2012. Kemur þar fram að tekjur
samsteypunnar voru 1.694,2 milljónir punda
á árinu 2012 en 1677,7 milljónir punda árið
áður.
Þá var leiðréttur rekstrarhagnaður fyrir
fjármagnsliði, afskriftir og skatta 115,1
milljón punda og hækkaði um 6,9% milli ára.
Stærstu eigendur félagsins eru nú þeir
Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem
hafa á síðustu misserum keypt samtals
40% hlut í því fyrir ríflega átta milljarða
króna. Hópur annarra íslenskra hluthafa
á ríflega 50% en í hópnum eru meðal ann-
arra Arion banki, Lífeyrissjóður verzlun-
armanna og Gildi lífeyrissjóður auk fleiri
lífeyrissjóða
Sá hópur hefur staðið í vegi fyrir því
að bræðurnir eignist á ný meirihluta í
félaginu en þeir voru stærstu eigendur
þess áður en kröfuhafar eignuðust megnið
af félaginu eftir bankahrunið. - mþl
Ágúst og Lýður Guðmundssynir búnir að eignast 40% í félaginu:
Hagnaður hjá Bakkavör í fyrra
BAKKABRÆÐUR Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru
orðnir stærstu einstöku eigendur Bakkavarar á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði
landsins. Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
Við náum til fjöldans
B
ra
n
de
n
bu
rg
VIÐSKIPTI Stjórn Icelandair Group
leggur til við aðalfund félags-
ins að alls 1.500 milljónir verði
greiddar út sem arður til hluthafa
félagsins 12. apríl næstkomandi.
Þetta kemur fram í tillögum
sem stjórn Icelandair Group
hefur samþykkt að leggja fyrir
aðalfund félagsins sem fram fer
13. mars.
Þá er lögð til breyting á lögum
félagsins sem tryggja á að minnst
tveir stjórnarmenn af fimm séu
af hvoru kyni til að félagið upp-
fylli ný lög um kynjakvóta í
stjórnum fyrirtækja sem taka
gildi í september. - mþl
Stutt í aðalfund Icelandair:
Greiði 1,5 millj-
arða út í arð
ICELANDAIR Fyrir aðalfundi Icelandair
Group liggur tillaga sem tryggja á að
minnst tveir af fimm stjórnarmönnum
félagsins séu af hvoru kyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Fasteignafélagið Reg-
inn hf. hagnaðist um 2.599 millj-
ónir króna á árinu 2012. Til sam-
anburðar var hagnaður félagsins
1.893 milljónir árið áður.
Rekstrarhagnaður fyrir fjár-
magnsliði, afskriftir og skatta
var 1.981 milljón en hrein fjár-
magnsgjöld voru neikvæð um
1.834 milljónir. Félagið naut hins
vegar góðs af 770 milljóna hagn-
aði vegna sölu fjárfestingareigna
og þess að verðmat á fasteignum
félagsins hækkaði um tæpar
2.400 milljónir króna á árinu.
Heildareignir félagsins voru í
lok árs rúmir 32 milljarðar króna
og eigið fé ríflega 11 milljarðar.
- mþl
Matsbreytingar áhrifamiklar:
2,6 milljarða
hagnaður
Regins
SMÁRALIND Helgi S. Gunnarsson, for-
stjóri Regins, við Smáralindina, aðra af
stærstu eignum félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hreyfing á sölu bankanna
Íslensk stjórnvöld og kröfuhafar föllnu bankanna hafa bæði myndað vettvang til að ræða um lausn á slitum
þrotabúa þeirra. Fyrsta skref gæti verið sala á Íslandsbanka og Arion banka til innlendra fjárfesta.
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra leiðir starf stýri nefndar
um losun fjármagnshafta sem virkjuð var í nóvember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Samtals eiga Glitnir og Kaupþing því um 454 milljarða króna hið minnsta í
íslenskum krónum. Glitnir kynnti uppgjör fyrir árið 2012 á kröfuhafafundi
í gær. Þar kemur fram að heildareignir þrotabúsins eru 935,6 milljarðar
króna. Þar af eru 256,7 milljarðar króna í íslenskum krónum og munar þar
mestu um 95 prósenta hlut búsins í Íslandsbanka. Hann er metinn á 115,8
milljarða króna í bókum Glitnis, sem er töluvert undir innra virði bankans.
Kaupþing hefur ekki birt uppgjör fyrir árið 2012 en um mitt síðasta ár
átti þrotabúið 861,3 milljarða króna. Þar af voru 197,7 milljarðar króna í
íslenskum krónum og 87 prósent eignarhlutur í Arion banka þá metin á
um 96,2 milljarða króna. Það er líka töluvert undir þeim upphæðum sem
mögulegir innlendir bjóðendur hafa rætt um að vera tilbúnir til að borga
fyrir bankann.
Krónueignin er stórt vandamál
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is