Fréttablaðið - 28.02.2013, Qupperneq 36
FÓLK|TÍSKA
Kristján Már Hauks-
son, kerfis- og inter-
netmarkaðsfræðingur
hjá Nordic eMarketing,
segir að Íslendingar
séu á eftir í netsölu
miðað við aðrar þjóðir.
„Hugsanlega er það
vegna þess að það
er ekki nægjanlegur
skilningur á uppsetn-
ingu á netsíðunni og
engin þolinmæði til að
klára verkið. Það má
þó bæta því við að Ís-
lendingar eru „stökkva
út í búð“ fólk þar sem
stuttar vegalengdir eru
á milli staða. Annar
vinkill er hversu mikið
fólk notar netið til að
sækja upplýsingar á
erlendum vefsíðum um
vöru sem það fer síðan
og kaupir úti í búð.
Þetta fólk kynnir sér
vel vöruna og les umsagnir um hana áður en það fer og kaupir,
þetta eru viðskiptavinir sem kallast „horfir og kaupir á netinu“
og „horfir og kaupir í búð“. Verslunareigendur þurfa að gera sér
grein fyrir að netkynslóð er að vaxa úr grasi,“ segir Kristján Már.
„Örfá fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir þessari þróun og má þar
nefna Elko og IKEA. Sumar heimasíður eru þó flóknar og líta
fremur út eins og vörulager. Nokkrar vefverslanir hafa verið sett-
ar upp hér á landi og eru að gera það gott á vefnum. Ég get nefnt
dæmi um nordicstore.is sem byrjaði í bílskúr og er að gera það
mjög gott. Sú verslun selur út um allan heim og er gjaldeyris-
skapandi. Vefurinn er landamæralaus.“
Bandarískar tískubúðir eru sífellt að auka sölumöguleika sína með því að nýta sér netið. Verslanir óska eftir net föngum við-
skiptavina við sölu á netinu og eru ófeimnar
við að nota þau þegar kynna þarf tilboð. Stór-
ar verslanir eins og Gap, Old Navy, Victoria‘s
Secret, Macys og margar fleiri verslana keðjur
nýta vel þennan sölumöguleika.
Verslanir um allan heim hafa tekið upp
þennan sölumáta og eru duglegar að byggja
upp netsölur. Í Bandaríkjunum hafa sömu-
leiðis skotið upp á netinu afsláttarsíður eins
og CouponCodes4u.com þar sem hægt er að
fá afslætti af alls kyns vörumerkjum undir
einum hatti.
ÁHRIFAMIKIÐ
Samkvæmt nýrri bandarískri könnun viður-
kenna 55% kvenna að þær kaupi tískufatnað
vegna áhrifa frá tískusíðum fjölmiðla, jafnvel
þótt þær noti aldrei vöruna. Þær vilja klæðast
nýjustu tísku og þar er netið áhrifamikið. Auð-
velt er að ota ákveðnum flíkum að viðskipta-
vininum, til dæmis í gegnum Facebook.
Það er ekki gott að segja hversu mörg
prósent kvenna í heiminum versla á netinu
en talið er að um 27% fólks í öllum heiminum
noti þennan viðskiptamáta. Sá hópur stækkar
stöðugt. Stærsti hópurinn sem verslar í gegn-
um netið kemur frá Asíu, flestir frá S-Kóreu
og Kína. Þá hefur orðið risastökk í netsölu í
Póllandi eftir að fleiri heimili þar netvæddust.
Stærstu verslanir í Bandaríkjunum bjóða upp
á sendingar um allan heim, þar á meðal til Ís-
lands.
HEIMSBÚÐIN
Margir líta á netsölu sem stærsta „outlet“
heimsins, sérstaklega þar sem nettilboð eru
algeng. Netkaup spara auk þess tíma. Það
þarf ekki að aka á dýru bensíni milli verslana
og þramma síðan á milli þeirra í stórum
verslunar miðstöðvum. Þá getur fólk verslað á
þeim tíma dags sem hentar best. Það eru þó
ekki bara fatnaður sem fólk kaupir í gegnum
netið því eftirspurn eftir rafbókum hefur auk-
ist mikið undanfarið. Með tilkomu spjaldtölva
og snjallsíma hafa áskriftir að hinum ýmsu
tímaritum og dagblöðum færst yfir á netið.
Vinsælasta netsala í heimi er Amazon.com
sem hefur verið starfandi frá árinu 1995. Stöð-
ugt er verið að bæta vöruúrval á síðunni og
hefur salan meira en þrefaldast undanfarin ár.
Yfir hundrað milljón heimsóknir eru á síðuna í
hverjum mánuði en Target hefur 23,2 milljónir
heimsókna og Best Buy hefur 18,3 milljónir.
Stærstu söludagar á netinu eru föstudagur
og mánudagur eftir þakkargjörðarhátíðina í
Bandaríkjunum.
AUKNING Í BRETLANDI
Í Bretlandi er sala í gegnum netið stöðugt að
aukast. Á síðasta ári jókst hún um að minnsta
kosti 14%. Forsvarsmenn stórfyrirtækisins
John Lewis sögðu í samtali við BBC í janúar
að sala á vefnum hefði aukist mikið á síðasta
ári og væri nú 25% af allri sölu verslunar-
innar. Sprenging varð í sölu hjá verslun-
inni þegar hún opnaði netútsölu klukkan
fimm á aðfangadag. Samkvæmt frétt í
The Guardian í febrúar höfðu notendur
greiðslukorta hjá Barclay-bankanum eytt
12% meiru á netinu árið 2012 en árið á
undan. Fatnaður var fyrirferðarmikill í
netsölu en einnig alls kyns rafmagnsvara.
Enn einn þátturinn sem einnig hefur
tekið mikinn kipp á netinu eru ódýrir
hlutir eins og bíómiði (8%) og skyndi-
biti (26%). Þannig má segja að netið
sé sífellt að breyta lífi hins venju-
lega manns og tækifærin stöðugt
að aukast og batna í gegnum
tölvuna.
■ elin@365.is
SPRENGING Í SÖLU Á NETINU
MET Árið 2012 varð metár í sölu tískufatnaðar á netinu. Sérstaklega á tilboðsdögum eins og Black Friday, Cyber Monday og öðrum
slíkum dögum. Netsalan eykst stöðugt og er farin að skipta miklu máli í heildarveltu fyrirtækja.
RISA OUTLET
Margir líta á netsölu
sem stærsta „outlet”
heims, sérstaklega
þar sem nettilboð eru
algeng.
SÉRFRÆÐINGURINN Kristján Már Hauksson
segir að íslensk netkynslóð sé að vaxa úr grasi.
VIÐ SITJUM EFTIR
Sjá fleiri myndir á
Kjólar skokkar - ný sending
Áður 14.900
Nú 9.900
Áður 14.900
Nú 11.900
Áður 14.900
Nú 11.900
Áður 14.900
Nú 11.900