Fréttablaðið - 28.02.2013, Side 48
Velferðarsvið
Stuðningsheimili fyrir karlmenn
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að
rekstrar aðilum stuðningsheimilis fyrir karlmenn
að Miklubraut 18.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir áhuga-
sömum aðilum til að taka að sér rekstur stuðningsheimilis
fyrir karlmenn að Miklubraut 18. Um er að ræða úrræði
sem rekið hefur verið í Reykjavík á undanförnum árum en
samningur við núverandi rekstraraðila rennur út á næstu
mánuðum.
Markmið með rekstri stuðningsheimilisins er að bjóða
einstaklingum sem hætt hafa neyslu áfengis og vímuefna
öruggt heimili, stuðning og aðhald á meðan þeir aðlagast
samfélaginu á nýjan leik. Endurhæfing og stuðningur fer
fram í nánu samstarfi við heimilismenn með það að mark-
miði að auka lífsgæði þeirra og möguleika á að ná tökum
á lífi sínu.
Þjónustusamningur til 3ja ára verður gerður við þann
aðila sem valinn verður til að reka þjónustuna.
Leitað er eftir einstaklingum eða félagasamtökum sem
hafa reynslu af þjónustu við fólk sem á við margháttaða
félagslega erfiðleika að stríða með sérstakri áherslu á
reynslu af vinnu með fólk sem á við áfengis- og vímuefna-
vanda að etja.
Daglegur rekstur og þjónusta er í höndum þjónustusala en
til daglegs reksturs teljast t.d. starfsmannamál, almennur
rekstur húsnæðis og eldhúss auk annarrar þjónustu.
Reykjavíkurborg leggur til húsnæði fyrir reksturinn.
Gert er ráð fyrir 8 rýmum.
Þjónustusali þarf að tryggja að starfsemin sé ætíð
mönnuð nægilega mörgum starfsmönnum.
Frekari upplýsingar veitir Birna Sigurðardóttir, verkefnis-
stjóri á Velferðarsviði,
netfangið birna.sigurdardottir@reykjavik.is
Áhugasamir skili inn umsókn um verkefnið ásamt
kostnaðarmati fyrir 11. mars 2013. Umsóknum ber að
skila til skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið;
birna.sigurdardottir@reykjavik.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan
hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Kynning á lýsingu
verkefnis og drögum
að breytingu Aðalskipulagi
Mýrdalshrepps 2009-2025
Efnistaka og varnargarðar í Múlakvísl
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að kynna
lýsingu skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010, ásamt matslýsingu í samræmi við lög
nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í kjölfar kynningar
á lýsingu verða kynnt drög að breytingu á Aðalskipulagi
Mýrdalshrepps 2009-2025 ásamt umhverfisskýrslu í sam-
ræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Öll gögn verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins
(www.vik.is). Lýsing á skipulagsverkefnis verður aðgengileg
frá og með 28. febrúar og drög að aðalskipulagsbreytingu
verða aðgengileg 4. mars.
Breytingin á aðalskipulagi snýr að nauðsynlegum fram-
kvæmdum vegna áforma Vegagerðar að endurbyggja þau
mannvirki, brú, veg og varnargarða, sem skemmdust eða
eyðilögðust í jökulhlaupi sem kom í Múlakvísl á Mýrdals-
sandi 9. júlí 2011 og rauf þar Hringveginn. Breyting á
skipulagi felur m.a. í sér stækkun efnistökusvæða og gerð
varnargarða.
Ábendingar og athugasemdir við lýsingu verkefnis og
drög að skipulagsbreytingu skal senda til sveitarstjóra á
netfangið sveitarstjori@vik.is. Einnig er hægt að senda
athugasemdir merktar Aðalskipulag Mýrdalshrepps á póst-
fangið, Skrifstofa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar
við lýsingu og drög að aðalskipulagsbreytingu er til og með
15. mars 2013.
Ásgeir Magnússon sveitarstjóri.
Kynningarfundur á Ferðamála stefnu
Hafnarfjarðarbæjar
Fimmtudaginn 28.febrúar kl. 17.00 verður Ferðamálastefna
Hafnarfjarðarbæjar kynnt í Bungalowinu við Vesturgötu 32.
Að kynningu lokinni munu Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar
standa fyrir hugarflugsfundi.
Allir velkomnir.
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar
Íslenskukennsla við Sorbonneháskóla
Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus
til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september
2013. Ráðning er tímabundin til þriggja ára með möguleika
á endurráðningu til jafnlangs tíma. Krafist er M.A. prófs í
íslensku. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið kennararétt-
indanámi og hafi reynslu af því að kenna íslensku sem annað
eða erlent mál. Umsækjendur þurfa að geta kennt íslenskt
mál og bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag. Æskilegt
er að þeir hafi búið á Íslandi undanfarin ár. Kunnátta í
frönsku er nauðsynleg. Mögulegt er að stunda framhalds-
nám við skólann með kennslu.
Umsóknir, sem greini frá námi og störfum umsækjenda,
ásamt skýrslu um ritsmíðar og rannsóknir, skulu sendar til
Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stofu
Sigurðar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík, fyrir 15. mars
2013.
Nánari upplýsingar veitir Úlfar Bragason
rannsóknarprófessor í síma 562 6050.
Reykjavík 25. febrúar 2013
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
SÆBÓLSBRAUT 22 - KÓPAVOGI
Fjarðargötu 17, Hf.
Sími 520 2600
as@as.is
www.as.is
Eiríkur Svanur
Sigfússon
lögg. fasteignasali
Sérlega fallegt miðjuraðhús með aukaíbúð í kjallara með sér-
inngangi. Húsið er alls 309,5 fm og skiptist í 173,1 fm aðalíbúð,
26,8 fm bílskúr og 109,6 fm aukaíbúð (auðvelt að opna aftur á
milli hæða). 5 rúmgóð svefnherb. Svalir og verönd. Frábært
fjölskylduhús á góðum stað. Verð 52.9 millj. Eiríkur Svanur
löggiltur fasteignasali tekur á móti gestum, s. 862-3377.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16:45-17:15
OP
IÐ
HÚ
S
Anton Karlsson, Sölufulltrúi
771 8601
Anton Karlsson kynnir gott 250 fm raðhús á góðum
stað, steinsnar frá allri þjónustu. Eignin skiptist í
tvær hæðir. Glæsilegt útsýni, suður garður með
sólpalli og setlaug. Bílskúr 31 fm. Verð: Tilboð
Skipti skoðuð á minni eign! Nánari upplýsingar veitir
Anton Karlsson sölufulltrúi í síma 771 8601/517 2600
anton@fastko.is
Fasteignasala Kópavogs • Hamraborg 14a • S 517 2600
Vegna mikillar sölu vantar fleiri eignir á skrá.
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00
Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is
Er með trausta og fjársterka kaupendur að stóru og
vel staðsettu einbýlishúsi í Laugardalnum.
Leitað er að reisulegu og glæsilegu húsi en eignin
má líka þarfnast endurnýjunar og viðhalds.
Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign.
Einnig gætu verið skipti á glæsilegu minna sérbýli í hverfinu.
Önnur hverfi sem koma til greina eru í póstnr. 101 og 107.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Einar Guðmundsson
Lögg. fasteignasali
s. 896-8767.
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
og lögg. fast.
Laugardalur og nágrenni
Einbýlishús óskast!
Tilkynningar atvinna
fasteignir
Dagforeldranámskeið
Í lok mars mun Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði bjóða upp
á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra.
Upplýsingar í síma 585 5860 eða senda fyrirspurnir á
simenntun@hafnarfjordur.is
Save the Children á Íslandi
Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn
fimmtudaginn 14. mars 2011, kl. 17:00 í húsnæði deildarinnar
að Laugavegi 120 – 5 . hæð. Gengið er inn frá Rauðarárstíg
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt lögum félagsins.
Á dagskrá verður m.a. lögð fram tillaga til lagabreytinga
sem kynntar verða einni viku fyrir aðalfundinn á heimsíðunni
www.redcross.is/reykjavik
Framkvæmdastjóri
Aðalfundur
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12
| SMÁAUGLÝSINGAR | 28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR12