Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 54
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
BAKÞANKAR
Björns Þórs
Sigbjörnssonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KROSSGÁTA
MYNDASÖGUR
PONDUS Eftir Frode Øverli
GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes
BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. umrót, 6. tveir eins, 8. árkvíslir, 9.
mánuður, 11. þófi, 12. framburður, 14.
sáldra, 16. býli, 17. vefnaðarvara, 18.
angan, 20. tveir eins, 21. stígur.
LÓÐRÉTT
1. útmá, 3. í röð, 4. vegklæðning, 5.
frostskemmd, 7. heilladrjúgur, 10.
kæla, 13. hnoðað, 15. skynfæri, 16.
strit, 19. eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. rask, 6. ff, 8. ála, 9. maí,
11. il, 12. árset, 14. salla, 16. bæ, 17.
tau, 18. ilm, 20. gg, 21. slóð.
LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. aá, 4. slitlag, 5.
kal, 7. farsæll, 10. ísa, 13. elt, 15. auga,
16. bis, 19. mó.
Jæja? Hvernig
er útkoman
eftir þrjár vikur
á eplasalat-
kúrnum?
Elza?
Afhverju
svararðu
ekki?
Ah!
101
hlutur sem þú ættir að
gera fyrir
16
ára aldur
39. Setja einhvers
konar met
Í guðanna bænum, Palli,
farðu á fætur!
Ekki
strax...
Hvað segiði
gaurar?
Eruð þið nettir
á því?
Frasa-
bókin
Hvað fékkstu í
afmælisg jöf?
Sama og
venjulega.
Ég fékk það sama í
fyrra og hitteðfyrra
og hitteðfyrra og
hitteðfyrra.
Í alvöru?
Hvað?
Ekki
smáhest.
Já, ég fæ
það líka á
hverju ári.
Mögnuð breyting hefur orðið á miðborg Reykjavíkur á tiltölulega skömmum
tíma. Þar sem áður voru verslanir eru veit-
ingastaðir og þar sem áður voru fjölmennir
vinnustaðir eru hótel.
FYRIR minna en aldarfjórðungi var eitt
hótel í miðborginni og reksturinn í slíkum
vandræðum að útlit var fyrir að honum
yrði hætt. Um tíma stefndi í að Alþingi
eignaðist hótelið og breytti í skrifstofur
fyrir þingmenn en af því varð ekki. Reykja-
víkurborg, sem þá laut stjórn Davíðs Odds-
sonar, var á móti, keypti hótelið og seldi
aftur nokkrum árum síðar. Davíð og fleiri
gátu illa hugsað sér að ekkert hótel yrði í
bænum. Enda er sú höfuðborg aum sem
ekki státar af hóteli í miðborg sinni.
Síðan eru sem sagt liðin tæp 25 ár og
Hótel Borg í blóma.
Í raun er stutt síðan að í Reykjavík
voru fjögur hótel sem eitthvað kvað
að. Auk Borgarinnar voru það Loft leiðir,
Holtið og Saga. Ég veit ekki hve mörg
hótel in í borginni eða á höfuðborgar-
svæðinu eru í dag. Ég er ekki viss um
að ég geti talið svo hátt.
Á reitnum milli Aðal-
strætis og Pósthús strætis
eru fimm hótel og í
seilingar fjarlægð að
minnsta kosti önnur
fimm og sennilega gott betur. Á teikni-
borðinu eru alla vega tvö af stærri gerðinni
og eitt til, ofarlega á Laugaveginum. Það
þarf svo ekki að spyrja hvernig starfsemi
verður komið á fót í húsakynnum Lands-
bankans í Austurstræti þegar hann hefur
reist sér nýjar höfuðstöðvar eða í húsinu
þar sem nú er Héraðsdómur Reykjavíkur
þegar það apparat verður komið þangað
sem það á heima; upp í Tún.
VIÐ öll þessi hótel bætast svo hostelin,
gistiheimilin og lúxusíbúðirnar og hvað
þau nú heita öll formin af gistirými sem
standa ferðamönnum til boða. Og ég er
bara að tala um miðborgina.
ENN mun bætast við þegar nýbyggingar
LSH verða teknar í notkun því hvað ætla
menn að gera við Landakot og Borgar-
spítalann og jafnvel Vífilsstaði annað en
að breyta í hótel? Tímabundin blankheit
komu í veg fyrir að Heilsuverndarstöðin
við Baróns stíg yrði að hóteli fyrir nokkr-
um misserum og þó að Landlæknir hafi nú
hreiðrað þar um sig er sjálfsagt ekki full-
reynt hvað það varðar. Þá er líklegt að fyrr
en vari rísi hótel við Kringluna. Teikning-
arnar eru til. Og stórhuga menn eru vita-
skuld að spá í það sama við Smáralind.
VONANDI halda útlendingar áfram að
koma til Íslands. Alþingi mun aldrei hafa
þörf fyrir svona mikið skrifstofurými.
Hótel Reykjavík
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur
munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur
tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur
það úr streitu í amstri hversdagsins.