Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 59

Fréttablaðið - 28.02.2013, Síða 59
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2013 | MENNING | 43 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist Rangæinga og Skaftfellinga verður haldin í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Allir velkomnir og gott með kaffinu. Upplestur 18.00 Illugi Gunnarsson les 21. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í til- efni föstunnar. Uppákomur 12.15 Teiknimyndahöfundurinn Hug- leikur Dagsson velur og segir frá uppáhaldsverki sínu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. Bókmenntir 20.00 Menningarmiðstöðin Gerðubergi heldur bókakaffi, í samstarfi við Borgar- bókasafn Reykjavíkur, Gerðubergssafn. Jón Björnsson hefur umsjón með kaffinu og fær í heimsókn til sín þær Sigrúnu Óskarsdóttur, Unni Guttorms- dóttur og Jónínu Einarsdóttur. Málþing 15.00 Sveitafélagið Hornafjörður efnir til ráðstefnu um orkumál á Hótel Höfn í Hornafirði. Aðgangur er ókeypis. Tónlist 21.00 Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika í félagsheimilinu Hnífsdal. Tónleikarnir eru hluti af Íslandstúr hljómsveitarinnar sem gengur undir yfirskriftinni Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013. Miðaverð er kr. 3.000. 21.00 Hljómsveitin Ylja heldur tónleika á Café Rosenberg. 21.00 Bandaríski gítarleikarinn Aaron Walker spilar á Græna hattinum á Akur- eyri ásamt Birni Thoroddsen og fleirum. 22.00 Magnús Einarsson heldur tónleika í minningu George Harrison í tilefni af 70 ára afmæli hans. Fram koma góðir gestir en tónleikar verða haldnir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hljómsveitin Hellvar heldur óvenjulega tónleika á Gamla Gauknum. Tilefni tónleikana er að kveðja gítar- leikarann Baldur Sívertsen, sem flytur nú til Berlínar. Klaus hitar upp fyrir hljómsveitina og aðgangur er ókeypis. Leiðsögn 20.00 Sirra Sigrún Sigurðardóttir tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um sýningu sína, Brot, í Hafnarborg. Fyrirlestrar 17.15 Fjórða og síðasta erindið um Tímann verður haldið í Bókasafni Kópa- vogs. Sigríður Kristjánsdóttir jarðeðlis- fræðingur talar og aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Fyrrverandi eiginmaður söng- konunnar sálugu Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil, opnaði sig um hjónabandið í viðtali við sjón- varpsmanninn Jeremy Kyle fyrir stuttu. Þar viðurkenndi hann til dæmis að hafa kynnt Winehouse fyrir heróíni í fyrsta sinn, eiturlyfi sem hún ánetjaðist og dró hana til dauða sumarið 2011. „Auðvitað sé ég eftir þessu í dag og ég geri mér grein fyrir því að ég ber einhverja ábyrgð á dauða hennar.“ Fielder-Civil er edrú í dag og á tvö börn með núverandi eigin- konu sinni. Hann giftist Winehouse í Miami árið 2007 og parið skildi 2009 eftir stormasamt hjónaband. Kynnti Winehouse fyrir heróíni Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við versl- unina Vesturröst verður haldin 2. og 3. mars. Þar verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skamm- byssur og herrifflar, ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum, þar á meðal Sverri Scheving Thorsteins- syni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík. Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og félagar úr Bogveiðifélagi Íslands kynna sína starfsemi. Byssusýning um helgina MEÐ BYSSUSÝNINGU Páll Reynisson stendur fyrir hinni árlegu byssusýningu á Stokkseyri. OPNAÐI SIG UM HJÓNABANDIÐ Blake Fielder-Civil viðurkenndi í sjónvarps- viðtali að hann bæri einhverja ábyrgð á dauða söngkonunnar Amy Winehouse eftir að hafa kynnt hana fyrir heróíni. NORDICPHOTOS/GETTY Enginn viðbættur sykur, ekkert ger. Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökkbrauðið á Íslandi. NÚ ER AÐ HRÖKKVA EÐA STÖKKVA HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA!           

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.