Fréttablaðið - 28.02.2013, Page 68
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52
➜ Í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra
fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur
öðrum innanborðs.
„Ég hef ekki hugmynd um
hvernig allt þetta gerðist. Ég
veit að ég hef verið heppnari
en ég hef nokkru sinni átt
skilið á ævi minni.“
Day-Lewis þegar hann tók á móti
Óskarnum.
„Það með hverjum hann
vinnur er mikilvægur þáttur
hvað varðar þá athygli og
virðingu sem hlutverk hans
fá.“
Michael Rosser, blaðamaður Screen
International, við BBC.
„Það sem myndi draga miklu
frekar úr mér kraft er að
hoppa inn og út úr veröld
sem við höfum lagt svo mikið
á okkur að búa til.“
Day-Lewis um að halda sér í karakter á
meðan á tökum stendur.
„Það er ótrúlegt hversu
alvarlega hann tekur starf
sitt. Við vitum hversu mikið
hann leggur á sig. Hann er
fullkomin blanda af enskum,
klassískmenntuðum leikara
og bandarískum „method“-
leikara.“
Nick James, blaðamaður hjá Sight and
Sound, í viðtali við BBC.
„Það hvernig hann vinnur
er sveipað dulúð. Það
hefur frést að hann hafi verið
ávarpaður sem herra forseti á
tökustað Lincoln og að hann
hafi fengið starf sem slátrari
eftir að hann tók að sér hlut-
verk slátrarans í Gangs of
New York.“
Robbie Collin, blaðamaður hjá Daily
Telegraph, við BBC.
„Hvorugt okkar leyfði sér að
trúa því að þetta gæti gerst.
Sérstaklega eftir að hann
hafði unnið öll verðlaun fram
að Óskarnum fyrir Gangs of
New York en vann samt ekki.
En einhvern veginn efaðist
ég aldrei um að hann myndi
vinna þrisvar.“
Tamasin Day-Lewis, systir Daniels, í
Daily Telegraph um nýjustu Óskars-
verðlaunin.
„Maður reynir að vinna
grunnvinnuna og gefa
ímyndunaraflinu lausan
tauminn. Þegar það hefur
tekist hefur maður enga hug-
mynd hvað gerist. Þannig að
þessi aðferð heftir mann ekki
heldur hefur þveröfug áhrif.“
Day-Lewis um aðferðafræðina þar sem
hann sökkvir sér inn í persónuna.
Tekur starfi ð alvarlega
Leikarinn Daniel Day-Lewis skráði nafn sitt í sögubækurnar með því að vinna Óskars-
verðlaunin í þriðja sinn sem besti aðalleikarinn fyrir hlutverk sitt í Lincoln. Aðeins Kather-
ine Hepburn hefur náð betri árangri, eða fernum verðlaunum sem besta aðalleikkonan.
FIMM AÐRIR DANIEL Í HOLLYWOOD
DANIEL CRAIG
( James Bond)
DANIEL RADCLIFFE
(Harry Potter)
DANIEL BRÜHL
(Inglorious Basterds)
DANIEL STERN
(Home Alone)
DANIEL BALDWIN
(Homicide: Life on
the Street)
■ Lincoln (2013) - SIGUR
■ There Will Be Blood
(2008) - SIGUR
■ Gangs of New York
(2003)
■ In the Name of the
Father (1994)
■ My Left Foot (1990) -
SIGUR
ÓSKARAR DAY-LEWIS OG
ÓSKARSTILNEFNINGAR
Leikaraparið Jason Segel og
Michelle Williams er hætt saman
ef marka má nýjustu fréttir.
Parið byrjaði saman í byrjun síð-
asta árs en var nokkuð lengi að
staðfesta samband sitt opinber-
lega. Þau hafa ávallt haldið einka-
lífi sínu frá kastljósi fjölmiðla en
síðast sást til parsins saman að
fagna áramótunum í Mexíkó.
Á meðan á ástarsambandinu
stóð hefur Segel kynnst dóttur
Williams, Mathildu, vel en faðir
hennar er leikarinn sálugi Heath
Ledger. Ástæðan fyrir sambands-
slitunum ku vera ströng dagskrá
hjá báðum leikurunum en Willi-
ams er þessa dagana að kynna
nýjustu mynd sína Oz: The Great
and Powerful.
Er sambandið
alveg búið?
EINHLEYP Á NÝ Leikkonan Michelle
Williams og gamanleikarinn Jason Segel
hafa slitið sambandi sínu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ítalska tískuhúsið Missoni var á
meðal þeirra er sýndu haust- og
vetrarlínur sínar á tískuvikunni
í Mílanó um helgina. Línan þótti
vel heppnuð, en flíkurnar minnti
marga á náttfatnað og yfirhafn-
irnar á náttsloppa. Þessu var
blandað saman við netaboli, -skó
og -sokkabuxur og virkuðu
andstæðurnar vel saman.
Svörtum, gráum og hvítum
litatónum var svo blandað
saman við sterkari liti líkt
og eiturgrænan, bláan og
appelsínugulan.
Tískuhúsið er fjöl-
skyldufyrirtæki og í
byrjun janúar hvarf
flugvél með Vittorio
Missoni, forstjóra
fyrirtækisins, eigin-
konu hans, Mauriziu
Castiglioni, og tveim-
ur öðrum innanborðs
undan strönd Venesúela.
Í vikunni bárust þær
fregnir að flugvélar-
flak hefði fundist við
strönd eyjarinnar Curacao.
Enn er óljóst hvort hér er
komið flak flugvélarinnar
sem Missoni og kona hans
voru farþegar í. Hin fallega
haustlína Missoni-tískuhúss-
ins var því sköpuð á heldur
ömurlegum tíma í lífi fjöl-
skyldunnar. - sm
Mjúkar línur frá hinu
ítalska Missoni-húsi
Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó.
Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem
hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins.
EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS
Sýningar fara fram í Kaldalóni, Hörpu. Einungis 200 miðar í boði á hverja sýningu.
Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
5. APRÍL Í HÖRPU
NÁNAR Á SENA.
IS/
LA
DD
I
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐ
ANN Á AÐ
EINS
2.475,-
EF ÞÚ KA
UPIR 4 MI
ÐA SAMA
N
FYRSTA M
IÐASÖLU
DAGINN
OPNUNAR
TILBOÐ
FRUMSÝNING
Föstudagur 5. apríl kl. 20
Laugardagur 6. apríl kl. 20.00
Miðvikudagur 10. apríl kl. 20.00
Fimmtudagur 11. apríl kl. 20.00
Laugardagur 20. apríl kl. 20.00
Föstudagur 3. maí kl. 20.00
Laugardagur 4. maí kl. 21.30
MIÐASALA OPNAR 7. MARS KL. 12
Póstlistaforsala hefst 6. mars kl. 12! Skráðu þig á viðburðapóstlista Senu og tryggðu þér eins dags forskot.