Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 4
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir 82 ára bónda á Snæfells- nesi, sem grunaður er um lang- vinn kynferðis brot gegn þroska- heftri stjúpdóttur sinni, rennur út á þriðjudaginn kemur. Ekki ligg- ur fyrir hvort óskað verður eftir framlengingu á því. Ríkisútvarpið sagði fyrst frá fjölskylduharmleiknum á laugar- daginn fyrir viku. Svo virðist sem konan hafi sætt langvarandi mis- notkun af hálfu minnst fjögurra karlmanna sem allir tengdust henni fjölskylduböndum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hófst málið í ársbyrjun þegar ófeðruð dóttir konunnar uppgötvaði að maður hennar hafði beitt móður hennar kynferðislegu ofbeldi um nokkurt skeið. Þau höfðu öll búið saman á Vesturlandi. Dóttirin, sem er um þrítugt, fór með málið til lögreglunnar og þegar í stað hófst umfangsmikil rannsókn hjá lögreglunni á Akra- nesi. Hún hefur í kjölfarið slitið samvistum við manninn og býr nú ein með móður sinni. Konan, sem er nú um fimmtugt, er verulega greindarskert eftir heilaskaða sem hún hlaut í æsku. Tengdasonur hennar, maður um fertugt, gekkst fljótlega við því að hafa brotið gegn henni. Hann sætti aldrei varðhaldi. Rannsókn þess máls er á lokastigi og verður það fljótlega sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Við rannsókn þess opnaðist hins vegar ormagryfja, þegar konan greindi frá kynferðislegu ofbeldi sem hún hefði þurft að sæta í um fjóra áratugi af hálfu fyrrverandi stjúpföður síns, bóndans sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Móðir konunnar átti í sambandi við bóndann áratugum saman með hléum og misnotkunin sem konan segist hafa sætt átti sér stað á sveitabæ þeirra á Snæfellsnesi. Nýjustu brotin munu vera frekar nýleg. Þar með er ekki öll sagan sögð, því að konan hefur einnig borið að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af tveimur bræðrum stjúp- ans fyrrverandi. Annar þeirra bjó á bænum. Báðir létust árið 2003. Rannsókn á máli gamla manns- ins er skammt á veg komin og að því er fram kom í fréttum RÚV hefur hann ekki játað sök. stigur@frettabladid.is 16.03.2013 ➜ 22.03.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is LEIÐRÉTT Rangt var farið með nafn viðmælanda í frétt gærdagsins. Hún heitir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Mistök urðu við merkingu dálka í töflu yfir brautskráningar karla og kvenna á háskólastigi veturinn 2009/2010 á síðu 12 í gær. Í töflunni urðu karlar að konum og öfugt. Röng mynd birtist með grein Brynhildar Jónsdóttur, Heila- hreysti í hárri elli, í Fréttablaðinu í gær. Rétt mynd fylgir hér. 1,1 MILLJÓN ferðamanna mun koma til landsins árið 2015 sam- kvæmt spám. FLUGVÖLLUR Á HÓLMSHEIÐI myndi vera ónothæfur 28 daga á ári sam- kvæmt nýrri skýrslu. 400 kr. 40% kvenna á aldr- inum 25 til 64 eru með háskólapróf en 30% karla. STANGVEIÐAR Á ÍSLANDI velta um 20 milljörðum króna á ári. Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli- eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, smá af sultu og njóttu þess. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur Hæg breytileg átt víðast. GOTT HELGARVEÐUR Ljómandi gott veður næstu daga. Yfirleitt hæg austanátt og léttskýjað en heldur hvassara allra syðst og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum. Hitinn breytist lítið. 2° 5 m/s 3° 7 m/s 4° 9 m/s 7° 15 m/s Á morgun 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 6° 4° 5° 1° 0 Alicante Basel Berlín 17° 13° -3° Billund Frankfurt Friedrichshafen -1° 3° 13° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 0° 0° 22° London Mallorca New York 3° 17° 6° Orlando Ósló París 29° -1° 8° San Francisco Stokkhólmur 17° 0° 5° 8 m/s 4° 8 m/s 3° 6 m/s 3° 8 m/s 2° 5 m/s 3° 8 m/s -3° 8 m/s 4° 3° 4° 2° 2° MÓÐIR ÞOLANDANS 78 ára. Býr í Reykjavík ÞOLANDINN Um fimmtugt. Verulega þroskaskert. ÓFEÐRUÐ DÓTTIR Um þrítugt. FV. STJÚPFAÐIR ÞOLANDANS 82 ára. FV. TENGDASONUR ÞOLANDANS Um fertugt. BRÓÐIR STJÚPANS Lést 2003, þá 76 ára. BRÓÐIR STJÚPANS Lést 2003, þá 80 ára. FJÓRIR GERENDUR OG ÞOLANDI 20.000.000.000 kr. 28 10MILLJÓNIR GUNNAR ÞORSTEINSSON vill fá 10 milljónir króna frá konum sem sökuðu hann um kynferðisbrot. kostar hádegismatur í Seðlabankanum. Á Landspítalanum kostar maturinn 460 krónur en 530 á Alþingi. Krabbameinsfélagið safnaði um 25 MILLJÓNUM í Mottumars þetta árið Sérstakur saksóknari hefur ákært 15 fyrr- verandi starfsmenn Kaupþings og Lands- bankans fyrir markaðs- misnotkun. Ormagryfja misnotkunar opnaðist í kjölfarið á kæru Þroskaskert kona segist hafa sætt langvarandi misnotkun stjúpa síns og tveggja bræðra hans á sveitabæ á Snæfellsnesi. Þegar upp komst um brot tengdasonar hennar gegn henni hófst víðtæk lögreglurannsókn. SNÆFELLSNES Konan býr nú með dóttur sinni á Vesturlandi. Tengdasonurinn er farinn af heimilinu. Gamli maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi býr á sveitabæ á Snæfellsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSRAEL Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, bað tyrknesk yfirvöld í gær afsök- unar á árás sérsveita hersins á hjálparskipið Mavi Marmara. Skipið reyndi árið 2010 að koma hjálpargögnum til Gasaborgar í Palestínu. Níu skipverjar féllu í árásinni. Ísraelar hafa hingað til neitað að ganga lengra en að harma manntjónið. Tyrkir hafa kraf- ist afsökunarbeiðni og skaða- bóta til fjölskyldna hinna látnu. Fullar sættir hafa nú náðst og fullu stjórnmálasambandi verið komið á. Samkomulagið er runnið undan rifjum Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. - shá Ísraelar og Tyrkir sættast: Bað Tyrki for- láts á morðum ALÞINGI Enn óvissa um þinglok Þingfundi verður fram haldið í dag, en ekkert samkomulag liggur fyrir um þinglok. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fundaði með formönnum þingflokkana í gær og einnig með formönnum stjórnmálaflokkanna, án árangurs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.